Átján ára strákur tekur við af Lewis Hamilton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 13:10 Kimi Antonelli er mjög efnilegur ökumaður og Mercedes ætlar að veðja á hann. Getty/Clive Rose Mercedes hefur fundið eftirmann Lewis Hamilton í formúlu 1 en sjöfaldi heimsmeistarinn er á leiðinni til Ferrari eftir þetta tímabil. Nýliðinn Kimi Antonelli fær það verðuga verkefni að fylla í skarð Hamilton. Mercedes gaf það út í dag að búið væri að ganga frá samningum við strákinn. Antonelli hefur verið að keyra í formúlu 2 en fær nú að koma inn í sviðsljósið í formúlu 1. Það er ekki bara að hann hefur enga reynslu af formúlu 1 þá er hann aðeins átján ára gamall. Mercedes ætlar að veðja á þennan efnilega ökumann. Antonelli hefur verið á hraðri uppleið en hann sleppti formúlu 3 og var að keppa í formúlu 2 í fyrsta sinn á þessu tímabili. Hann er búinn að vinna tvær keppnir og er í sjötta sæti í keppni ökumanna í formúlu 2. Antonelli mun nú keyra við hlið George Russell fyrir Mercedes liðið frá og með 2025 tímabilinu. „Það er stórkostleg tilfinning að vera kynntur sem ökumaður Mercedes við hlið George. Það hefur verið draumur minn síðan ég var lítill strákur að keppa í formúlu 1. Ég vil þakka traustið sem mér hefur verið sýnt. Ég er enn að læra mikið en ég er tilbúinn fyrir þetta tækifæri. Ég mun einbeita mér að því að verða betri og ná í sem best úrslit fyrir liðið,“ sagði Kimi Antonelli. BREAKING: Andrea Kimi Antonelli to race for Mercedes from 2025!#F1 pic.twitter.com/bhLN48UdRE— Formula 1 (@F1) August 31, 2024 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Nýliðinn Kimi Antonelli fær það verðuga verkefni að fylla í skarð Hamilton. Mercedes gaf það út í dag að búið væri að ganga frá samningum við strákinn. Antonelli hefur verið að keyra í formúlu 2 en fær nú að koma inn í sviðsljósið í formúlu 1. Það er ekki bara að hann hefur enga reynslu af formúlu 1 þá er hann aðeins átján ára gamall. Mercedes ætlar að veðja á þennan efnilega ökumann. Antonelli hefur verið á hraðri uppleið en hann sleppti formúlu 3 og var að keppa í formúlu 2 í fyrsta sinn á þessu tímabili. Hann er búinn að vinna tvær keppnir og er í sjötta sæti í keppni ökumanna í formúlu 2. Antonelli mun nú keyra við hlið George Russell fyrir Mercedes liðið frá og með 2025 tímabilinu. „Það er stórkostleg tilfinning að vera kynntur sem ökumaður Mercedes við hlið George. Það hefur verið draumur minn síðan ég var lítill strákur að keppa í formúlu 1. Ég vil þakka traustið sem mér hefur verið sýnt. Ég er enn að læra mikið en ég er tilbúinn fyrir þetta tækifæri. Ég mun einbeita mér að því að verða betri og ná í sem best úrslit fyrir liðið,“ sagði Kimi Antonelli. BREAKING: Andrea Kimi Antonelli to race for Mercedes from 2025!#F1 pic.twitter.com/bhLN48UdRE— Formula 1 (@F1) August 31, 2024
Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira