Hvað má mangó kosta? Hólmfríður Drífa Jónsdóttir, Hrönn G. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifa 30. ágúst 2024 14:02 Í síðustu viku barst verslunum Krónunnar sending af mangó. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað mangóin voru frá Ísrael. Nýlegur dómur Alþjóðadómstólsins setur þær skyldur á öll ríki að styðja ekki á nokkurn hátt við ólöglegt hernám Ísraelsríkis á landi Palestínu. Kaup á vörum frá Ísrael - þar með talið ísraelsku mangó - er stuðningur við lögbrot ríkisins. Þetta er rakið vel og ítarlega í grein Ingólfs Gíslasonar sem birtist hér á Vísi 27. ágúst, “Ekki brjóta alþjóðalög í næstu búðarferð.” Eitt okkar í sniðgönguhópnum á facebook setti sig í samband við ávaxta- og grænmetisdeild Krónunnar vegna þessa og fékk þau svör að þau bæðu sína birgja að senda sér helst ekki ávexti og grænmeti frá Ísrael heldur frá einhverjum öðrum. Samt kom fram í samtalinu að ef valið stæði á milli mangós frá Ísrael eða einskis mangós myndu þau alltaf velja mangó frá Ísrael. Ávextir væru merktir með upprunalandi og það væri síðan viðskiptavinarins að velja eða hafna. Því miður eru upprunamerkingar ekki alltaf réttar og áreiðanlegar í verslunum á Íslandi - það vantaði til dæmis algjörlega upprunamerkingar á ísraelsku mangóin í Krónunni Austurveri. Upprunamerkingar eru einnig lítt áberandi og stundum óljóst hvaða merkingar eiga við hvaða vöru. Við vorum mörg ósátt við þessa afstöðu Krónunnar og sendum fleiri pósta og hvatningu til fyrirtækisins að hætta að selja ísraelska ávexti. Hvort það olli stefnubreytingu vitum við ekki en í vikunni staðfesti Krónan við nokkur okkar að rætt hefði verið við birgja um að koma í veg fyrir frekari ávaxtasendingar frá Ísrael. Þessu fögnum við og þökkum Krónunni fyrir að bregðast við ákalli viðskiptavina! Á svipuðum tíma og verslanir Krónunnar fengu sendingu af mangó barst verslunum Bónus sending af fíkjum frá Ísrael í gegnum innflutningsfyrirtækið Banana ehf. Pakkningarnar eru vissulega merktar, en letrið er lítið og ekki mjög áberandi. Forsvarsmenn Banana ehf. hafa sagt opinberlega að fyrirtækið hafi engan áhuga á að flytja inn ávexti og grænmeti frá Ísrael og hafi markvisst dregið úr slíkum innflutningi, enda vita forsvarsmenn þess fullvel að íslenskur almenningur vill ekki kaupa vörur þaðan. Samt er þetta látið gerast. Af hverju skiptir það okkur svona miklu máli að verslanir bjóði ekki upp á vörur frá Ísrael? Í fyrsta lagi viljum við ekki að verslanir á Íslandi styðji lögbrot Ísraels með kaupum á vörum þaðan. Við bendum á að hluti af þeim ávöxtum sem Ísrael flytur út er ræktaður á stolnu palestínsku landi, sem Ísraelum ber að skila samkvæmt úrskurði Alþjóðadómstólsins. Í öðru lagi teljum við að fyrirtæki og verslanir sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð hljóti að spyrja sig hvort vörukaup frá Ísrael séu siðferðislega verjandi. Það samræmist ekki samfélagslegri ábyrgð í verki eða almennu siðgæði að kaupa vörur frá landi sem beitir hungri sem vopni gegn almenningi, þar á meðal börnum. Aðgengi okkar að mangó og fíkjum - undantekningalaust, og sama hvað það kostar - er ekki mikilvægara en það siðferðislega ákall sem sniðgangan er. Í raun bliknar það í samanburðinum. Við sniðgöngum þessar ísraelsku vörur því það er á engan hátt réttlætanlegt að kaupa þær, og ekki heldur að selja þær. Við væntum þess af verslunum á Íslandi að þær varpi ekki ábyrgðinni á okkur neytendur heldur axli hana með okkur, enda bera þær samfélagslega og siðferðislega ábyrgð. Við hvetjum forsvarsfólk Krónunnar, Bónuss, Samkaupa, Banana ehf. og Innness til að kaupa ekki vörur frá Ísrael og bjóða ekki upp á þær í verslunum á Íslandi. Við hvetjum þessa aðila einnig til að greina frá því á opinberum vettvangi hver stefna þeirra sé í þessu máli, líkt og Bananar ehf. hafa gert. Laugardaginn 14. september verður gengin sniðganga á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri til að minna á mikilvægi sniðgöngu. Allar frekari upplýsingar er að finna í Facebook-hópnum Sniðganga fyrir Palestínu og á vefsíðunni snidganga.is Höfundar eru meðlimir í Sniðgönguhreyfingunni – BDS Ísland. Hólmfríður Drífa Jónsdóttir, Hrönn G. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvöruverslun Verslun Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku barst verslunum Krónunnar sending af mangó. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað mangóin voru frá Ísrael. Nýlegur dómur Alþjóðadómstólsins setur þær skyldur á öll ríki að styðja ekki á nokkurn hátt við ólöglegt hernám Ísraelsríkis á landi Palestínu. Kaup á vörum frá Ísrael - þar með talið ísraelsku mangó - er stuðningur við lögbrot ríkisins. Þetta er rakið vel og ítarlega í grein Ingólfs Gíslasonar sem birtist hér á Vísi 27. ágúst, “Ekki brjóta alþjóðalög í næstu búðarferð.” Eitt okkar í sniðgönguhópnum á facebook setti sig í samband við ávaxta- og grænmetisdeild Krónunnar vegna þessa og fékk þau svör að þau bæðu sína birgja að senda sér helst ekki ávexti og grænmeti frá Ísrael heldur frá einhverjum öðrum. Samt kom fram í samtalinu að ef valið stæði á milli mangós frá Ísrael eða einskis mangós myndu þau alltaf velja mangó frá Ísrael. Ávextir væru merktir með upprunalandi og það væri síðan viðskiptavinarins að velja eða hafna. Því miður eru upprunamerkingar ekki alltaf réttar og áreiðanlegar í verslunum á Íslandi - það vantaði til dæmis algjörlega upprunamerkingar á ísraelsku mangóin í Krónunni Austurveri. Upprunamerkingar eru einnig lítt áberandi og stundum óljóst hvaða merkingar eiga við hvaða vöru. Við vorum mörg ósátt við þessa afstöðu Krónunnar og sendum fleiri pósta og hvatningu til fyrirtækisins að hætta að selja ísraelska ávexti. Hvort það olli stefnubreytingu vitum við ekki en í vikunni staðfesti Krónan við nokkur okkar að rætt hefði verið við birgja um að koma í veg fyrir frekari ávaxtasendingar frá Ísrael. Þessu fögnum við og þökkum Krónunni fyrir að bregðast við ákalli viðskiptavina! Á svipuðum tíma og verslanir Krónunnar fengu sendingu af mangó barst verslunum Bónus sending af fíkjum frá Ísrael í gegnum innflutningsfyrirtækið Banana ehf. Pakkningarnar eru vissulega merktar, en letrið er lítið og ekki mjög áberandi. Forsvarsmenn Banana ehf. hafa sagt opinberlega að fyrirtækið hafi engan áhuga á að flytja inn ávexti og grænmeti frá Ísrael og hafi markvisst dregið úr slíkum innflutningi, enda vita forsvarsmenn þess fullvel að íslenskur almenningur vill ekki kaupa vörur þaðan. Samt er þetta látið gerast. Af hverju skiptir það okkur svona miklu máli að verslanir bjóði ekki upp á vörur frá Ísrael? Í fyrsta lagi viljum við ekki að verslanir á Íslandi styðji lögbrot Ísraels með kaupum á vörum þaðan. Við bendum á að hluti af þeim ávöxtum sem Ísrael flytur út er ræktaður á stolnu palestínsku landi, sem Ísraelum ber að skila samkvæmt úrskurði Alþjóðadómstólsins. Í öðru lagi teljum við að fyrirtæki og verslanir sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð hljóti að spyrja sig hvort vörukaup frá Ísrael séu siðferðislega verjandi. Það samræmist ekki samfélagslegri ábyrgð í verki eða almennu siðgæði að kaupa vörur frá landi sem beitir hungri sem vopni gegn almenningi, þar á meðal börnum. Aðgengi okkar að mangó og fíkjum - undantekningalaust, og sama hvað það kostar - er ekki mikilvægara en það siðferðislega ákall sem sniðgangan er. Í raun bliknar það í samanburðinum. Við sniðgöngum þessar ísraelsku vörur því það er á engan hátt réttlætanlegt að kaupa þær, og ekki heldur að selja þær. Við væntum þess af verslunum á Íslandi að þær varpi ekki ábyrgðinni á okkur neytendur heldur axli hana með okkur, enda bera þær samfélagslega og siðferðislega ábyrgð. Við hvetjum forsvarsfólk Krónunnar, Bónuss, Samkaupa, Banana ehf. og Innness til að kaupa ekki vörur frá Ísrael og bjóða ekki upp á þær í verslunum á Íslandi. Við hvetjum þessa aðila einnig til að greina frá því á opinberum vettvangi hver stefna þeirra sé í þessu máli, líkt og Bananar ehf. hafa gert. Laugardaginn 14. september verður gengin sniðganga á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri til að minna á mikilvægi sniðgöngu. Allar frekari upplýsingar er að finna í Facebook-hópnum Sniðganga fyrir Palestínu og á vefsíðunni snidganga.is Höfundar eru meðlimir í Sniðgönguhreyfingunni – BDS Ísland. Hólmfríður Drífa Jónsdóttir, Hrönn G. Guðmundsdóttir og Ragnhildur Hólmgeirsdóttir.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun