Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 16:31 Caitlin Clark var ekki alveg sátt þarna í leik Indianan Fever á móti Seattle Storm. Hún brosti aftur á móti í leikslok. Getty/Chet White Caitlin Clark og félagar hennar í Indiana Fever eru að byrja mjög vel eftir að WNBA deildin í körfubolta fór aftur af stað eftir Ólympíuleikana í París. Fever vann 92-75 sigur á Seattle Storm í gær eftir að hafa unnið lið Phoenix Mercury í fyrsta leiknum. Clark setti enn eitt metið í gær þegar hún var sá nýliði sem hefur gefið flestar stoðsendingar á einu tímabili. Hún sló það met þrátt fyrir að liðið hennar eigi enn eftir að spila tólf leiki á leiktíðinni. CAITLIN CLARK: RECORD BREAKER 🔥 Most dimes by a rookie in WNBA history, passing Ticha Penicheiro‼️ pic.twitter.com/6D8BBSOUT9— ESPN (@espn) August 18, 2024 Clark var með 23 stig og 9 stoðsendingar í leiknum í gær. Hún ræddi þó eitt atvik sérstaklega á blaðamannafundi eftir leikinn. Clark fékk tæknivillu fyrir að slá í undirstöður körfunnar í svekkelsi. Hún var mjög hissa á því að fá refsingu frá dómaranum. „Ég fékk tæknivillu fyrir að vera reið út í mig sjálfa. Ég klikkaði á þriggja stiga skoti og sló í undirstöðurnar. Hann sagði mér að ég hefði sýnt íþróttinni óvirðingu með þessu,“ sagði Clark. „Ég var bara pirruð. Þetta hafði ekkert að gera með liðið mitt, mótherjana eða dómarana. Þetta var bara af því að ég er keppniskona og fannst ég hafa átt að hitta úr fleiri skotum,“ sagði Clark. „Ég held samt að hann hafi bara kveikt á mér og fengið til að spila af enn meiri krafti. Mér fannst við verða miklu betri eftir þetta þannig að ég vil þakka dómaranum fyrir þetta,“ sagði Clark brosandi. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) WNBA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Fever vann 92-75 sigur á Seattle Storm í gær eftir að hafa unnið lið Phoenix Mercury í fyrsta leiknum. Clark setti enn eitt metið í gær þegar hún var sá nýliði sem hefur gefið flestar stoðsendingar á einu tímabili. Hún sló það met þrátt fyrir að liðið hennar eigi enn eftir að spila tólf leiki á leiktíðinni. CAITLIN CLARK: RECORD BREAKER 🔥 Most dimes by a rookie in WNBA history, passing Ticha Penicheiro‼️ pic.twitter.com/6D8BBSOUT9— ESPN (@espn) August 18, 2024 Clark var með 23 stig og 9 stoðsendingar í leiknum í gær. Hún ræddi þó eitt atvik sérstaklega á blaðamannafundi eftir leikinn. Clark fékk tæknivillu fyrir að slá í undirstöður körfunnar í svekkelsi. Hún var mjög hissa á því að fá refsingu frá dómaranum. „Ég fékk tæknivillu fyrir að vera reið út í mig sjálfa. Ég klikkaði á þriggja stiga skoti og sló í undirstöðurnar. Hann sagði mér að ég hefði sýnt íþróttinni óvirðingu með þessu,“ sagði Clark. „Ég var bara pirruð. Þetta hafði ekkert að gera með liðið mitt, mótherjana eða dómarana. Þetta var bara af því að ég er keppniskona og fannst ég hafa átt að hitta úr fleiri skotum,“ sagði Clark. „Ég held samt að hann hafi bara kveikt á mér og fengið til að spila af enn meiri krafti. Mér fannst við verða miklu betri eftir þetta þannig að ég vil þakka dómaranum fyrir þetta,“ sagði Clark brosandi. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
WNBA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira