Er allt í góðu? Reynir Böðvarsson skrifar 16. ágúst 2024 17:30 Helmingaskiptaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa setið við völd á Íslandi nánast óslitið frá lýðveldisstofnun. Þessir flokkar skiptu með sér ágóðanum af hermanginu á sínum tíma og hafa alla tíð nýtt sér skipunarvaldið til þess að manna stöður í embættiskerfinu sínum mönnum, oft á ósvífinn hátt. Þessari iðju hafa þeir viðhaldið fram á þennan dag og sér ekki fyrir endann á því. Vissulega hafa reglur varðandi stöðuveitingar verið hertar en enn ber þó á furðulegum uppákomum í skjóli undanþága sem til dæmis hrókeringar í embættum leyfa. Þessir flokkar hafa allan lýðveldistímann verið dæmigerðir valdaflokkar, eru til vegna valdsins og ekki lengur vegna hugsjóna, völdin eru aðdráttaraflið sem lokkar forystumenn þessara flokka til stjórnmálaþátttöku ekki hugsjónir. Ísland er eitt ríkasta land í heimi þegar kemur að náttúruauðlindum og ætti þar af leiðandi að vera það land í heiminum þar sem fátækt er ekki til staðar, ekki hjá neinum fjölskyldum í einu af ríkustu löndum í heimi. Ætti það ekki að vera augljóst? En því er því miður ekki þannig farið á Íslandi, fjöldi fjölskyldna berst í bökkum og á erfitt með að láta enda ná saman í lok mánaðarins. Þannig ætti það náttúrulega ekki að vera en á sér að hluta skýringar í sögu þessara flokka, hræðslunni við sósíalisma, hræðslunni við hugmyndina að við gætum átt eitthvað saman og rekið það á farsælan hátt. Framsóknarflokkurinn á sér þó sögu í samvinnuhreyfingunni en yfirgaf hana snarlega þegar Nýfrjálshyggjan fór sð ryðja sér til rúms, varð að algjörum nýfrjálshyggjuflokki með samkeppni en ekki samvinnu sem leiðiorð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrulega alltaf verið flokkur auðmanna, flokkur þeirra sem eiga fjármagnið og hafa alltaf staðið gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar og vinstrisins um betra og réttlátara samfélag, alltaf sett sig upp á móti kröfum um réttlátari skiptingu á auðæfum landsins. Öll þau réttindi sem almennir borgarar í þessu landi hafa nú, og okkur finnst sem sjálfsagðir hefur Sjálfstæðisflokkurinn barist gegn. Þar má nefna tryggingarkerfi, vinnulöggjöf, og það má telja upp í það óendanlega. Það er kominn tími til fyrir íslenska þjóð að yfirgefa þessa flokka í kosningum, segja alfarið að nú sé komið nóg og reyna þurfi eitthvað nýtt. Það er ekki eðlilegt að krefjast þolinmæði þjóðar, sem nær langt í land með heila öld, að fullyrða stöðugt að þetta sé allt að koma og á næsta kjörtímabili gerum við galdra sem þið aldrei hafið séð áður. Við sem þjóð nennum þessu ekki lengur, þessir tveir flokkar hafa brugðist illa og þeir flokkar sem komið hafa í tímana rás sem hækjur eru ekki heldur nokkuð á að treysta, skoðum bara hvernig fór fyrir hækjunum. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Helmingaskiptaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa setið við völd á Íslandi nánast óslitið frá lýðveldisstofnun. Þessir flokkar skiptu með sér ágóðanum af hermanginu á sínum tíma og hafa alla tíð nýtt sér skipunarvaldið til þess að manna stöður í embættiskerfinu sínum mönnum, oft á ósvífinn hátt. Þessari iðju hafa þeir viðhaldið fram á þennan dag og sér ekki fyrir endann á því. Vissulega hafa reglur varðandi stöðuveitingar verið hertar en enn ber þó á furðulegum uppákomum í skjóli undanþága sem til dæmis hrókeringar í embættum leyfa. Þessir flokkar hafa allan lýðveldistímann verið dæmigerðir valdaflokkar, eru til vegna valdsins og ekki lengur vegna hugsjóna, völdin eru aðdráttaraflið sem lokkar forystumenn þessara flokka til stjórnmálaþátttöku ekki hugsjónir. Ísland er eitt ríkasta land í heimi þegar kemur að náttúruauðlindum og ætti þar af leiðandi að vera það land í heiminum þar sem fátækt er ekki til staðar, ekki hjá neinum fjölskyldum í einu af ríkustu löndum í heimi. Ætti það ekki að vera augljóst? En því er því miður ekki þannig farið á Íslandi, fjöldi fjölskyldna berst í bökkum og á erfitt með að láta enda ná saman í lok mánaðarins. Þannig ætti það náttúrulega ekki að vera en á sér að hluta skýringar í sögu þessara flokka, hræðslunni við sósíalisma, hræðslunni við hugmyndina að við gætum átt eitthvað saman og rekið það á farsælan hátt. Framsóknarflokkurinn á sér þó sögu í samvinnuhreyfingunni en yfirgaf hana snarlega þegar Nýfrjálshyggjan fór sð ryðja sér til rúms, varð að algjörum nýfrjálshyggjuflokki með samkeppni en ekki samvinnu sem leiðiorð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrulega alltaf verið flokkur auðmanna, flokkur þeirra sem eiga fjármagnið og hafa alltaf staðið gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar og vinstrisins um betra og réttlátara samfélag, alltaf sett sig upp á móti kröfum um réttlátari skiptingu á auðæfum landsins. Öll þau réttindi sem almennir borgarar í þessu landi hafa nú, og okkur finnst sem sjálfsagðir hefur Sjálfstæðisflokkurinn barist gegn. Þar má nefna tryggingarkerfi, vinnulöggjöf, og það má telja upp í það óendanlega. Það er kominn tími til fyrir íslenska þjóð að yfirgefa þessa flokka í kosningum, segja alfarið að nú sé komið nóg og reyna þurfi eitthvað nýtt. Það er ekki eðlilegt að krefjast þolinmæði þjóðar, sem nær langt í land með heila öld, að fullyrða stöðugt að þetta sé allt að koma og á næsta kjörtímabili gerum við galdra sem þið aldrei hafið séð áður. Við sem þjóð nennum þessu ekki lengur, þessir tveir flokkar hafa brugðist illa og þeir flokkar sem komið hafa í tímana rás sem hækjur eru ekki heldur nokkuð á að treysta, skoðum bara hvernig fór fyrir hækjunum. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun