Er allt í góðu? Reynir Böðvarsson skrifar 16. ágúst 2024 17:30 Helmingaskiptaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa setið við völd á Íslandi nánast óslitið frá lýðveldisstofnun. Þessir flokkar skiptu með sér ágóðanum af hermanginu á sínum tíma og hafa alla tíð nýtt sér skipunarvaldið til þess að manna stöður í embættiskerfinu sínum mönnum, oft á ósvífinn hátt. Þessari iðju hafa þeir viðhaldið fram á þennan dag og sér ekki fyrir endann á því. Vissulega hafa reglur varðandi stöðuveitingar verið hertar en enn ber þó á furðulegum uppákomum í skjóli undanþága sem til dæmis hrókeringar í embættum leyfa. Þessir flokkar hafa allan lýðveldistímann verið dæmigerðir valdaflokkar, eru til vegna valdsins og ekki lengur vegna hugsjóna, völdin eru aðdráttaraflið sem lokkar forystumenn þessara flokka til stjórnmálaþátttöku ekki hugsjónir. Ísland er eitt ríkasta land í heimi þegar kemur að náttúruauðlindum og ætti þar af leiðandi að vera það land í heiminum þar sem fátækt er ekki til staðar, ekki hjá neinum fjölskyldum í einu af ríkustu löndum í heimi. Ætti það ekki að vera augljóst? En því er því miður ekki þannig farið á Íslandi, fjöldi fjölskyldna berst í bökkum og á erfitt með að láta enda ná saman í lok mánaðarins. Þannig ætti það náttúrulega ekki að vera en á sér að hluta skýringar í sögu þessara flokka, hræðslunni við sósíalisma, hræðslunni við hugmyndina að við gætum átt eitthvað saman og rekið það á farsælan hátt. Framsóknarflokkurinn á sér þó sögu í samvinnuhreyfingunni en yfirgaf hana snarlega þegar Nýfrjálshyggjan fór sð ryðja sér til rúms, varð að algjörum nýfrjálshyggjuflokki með samkeppni en ekki samvinnu sem leiðiorð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrulega alltaf verið flokkur auðmanna, flokkur þeirra sem eiga fjármagnið og hafa alltaf staðið gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar og vinstrisins um betra og réttlátara samfélag, alltaf sett sig upp á móti kröfum um réttlátari skiptingu á auðæfum landsins. Öll þau réttindi sem almennir borgarar í þessu landi hafa nú, og okkur finnst sem sjálfsagðir hefur Sjálfstæðisflokkurinn barist gegn. Þar má nefna tryggingarkerfi, vinnulöggjöf, og það má telja upp í það óendanlega. Það er kominn tími til fyrir íslenska þjóð að yfirgefa þessa flokka í kosningum, segja alfarið að nú sé komið nóg og reyna þurfi eitthvað nýtt. Það er ekki eðlilegt að krefjast þolinmæði þjóðar, sem nær langt í land með heila öld, að fullyrða stöðugt að þetta sé allt að koma og á næsta kjörtímabili gerum við galdra sem þið aldrei hafið séð áður. Við sem þjóð nennum þessu ekki lengur, þessir tveir flokkar hafa brugðist illa og þeir flokkar sem komið hafa í tímana rás sem hækjur eru ekki heldur nokkuð á að treysta, skoðum bara hvernig fór fyrir hækjunum. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Helmingaskiptaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa setið við völd á Íslandi nánast óslitið frá lýðveldisstofnun. Þessir flokkar skiptu með sér ágóðanum af hermanginu á sínum tíma og hafa alla tíð nýtt sér skipunarvaldið til þess að manna stöður í embættiskerfinu sínum mönnum, oft á ósvífinn hátt. Þessari iðju hafa þeir viðhaldið fram á þennan dag og sér ekki fyrir endann á því. Vissulega hafa reglur varðandi stöðuveitingar verið hertar en enn ber þó á furðulegum uppákomum í skjóli undanþága sem til dæmis hrókeringar í embættum leyfa. Þessir flokkar hafa allan lýðveldistímann verið dæmigerðir valdaflokkar, eru til vegna valdsins og ekki lengur vegna hugsjóna, völdin eru aðdráttaraflið sem lokkar forystumenn þessara flokka til stjórnmálaþátttöku ekki hugsjónir. Ísland er eitt ríkasta land í heimi þegar kemur að náttúruauðlindum og ætti þar af leiðandi að vera það land í heiminum þar sem fátækt er ekki til staðar, ekki hjá neinum fjölskyldum í einu af ríkustu löndum í heimi. Ætti það ekki að vera augljóst? En því er því miður ekki þannig farið á Íslandi, fjöldi fjölskyldna berst í bökkum og á erfitt með að láta enda ná saman í lok mánaðarins. Þannig ætti það náttúrulega ekki að vera en á sér að hluta skýringar í sögu þessara flokka, hræðslunni við sósíalisma, hræðslunni við hugmyndina að við gætum átt eitthvað saman og rekið það á farsælan hátt. Framsóknarflokkurinn á sér þó sögu í samvinnuhreyfingunni en yfirgaf hana snarlega þegar Nýfrjálshyggjan fór sð ryðja sér til rúms, varð að algjörum nýfrjálshyggjuflokki með samkeppni en ekki samvinnu sem leiðiorð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrulega alltaf verið flokkur auðmanna, flokkur þeirra sem eiga fjármagnið og hafa alltaf staðið gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar og vinstrisins um betra og réttlátara samfélag, alltaf sett sig upp á móti kröfum um réttlátari skiptingu á auðæfum landsins. Öll þau réttindi sem almennir borgarar í þessu landi hafa nú, og okkur finnst sem sjálfsagðir hefur Sjálfstæðisflokkurinn barist gegn. Þar má nefna tryggingarkerfi, vinnulöggjöf, og það má telja upp í það óendanlega. Það er kominn tími til fyrir íslenska þjóð að yfirgefa þessa flokka í kosningum, segja alfarið að nú sé komið nóg og reyna þurfi eitthvað nýtt. Það er ekki eðlilegt að krefjast þolinmæði þjóðar, sem nær langt í land með heila öld, að fullyrða stöðugt að þetta sé allt að koma og á næsta kjörtímabili gerum við galdra sem þið aldrei hafið séð áður. Við sem þjóð nennum þessu ekki lengur, þessir tveir flokkar hafa brugðist illa og þeir flokkar sem komið hafa í tímana rás sem hækjur eru ekki heldur nokkuð á að treysta, skoðum bara hvernig fór fyrir hækjunum. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun