Er eitt næturgaman þess virði? Reynir Böðvarsson skrifar 16. ágúst 2024 10:30 Það ætti öllum að vera ljóst að stór hluti þess vanda sem lýðræðið á vesturlöndum á að glíma við á sér rætur í áhrifum auðmanna á allt lýðræðisferlið. Við erum að horfa upp á hrun hins opna frjálslynda samfélags víða í löndunum og ástandið virðist bara fara versnandi, auðmenn moka fjármunum í hægriflokka og staldra ekki einu sinni við þegar hefðbundnir íhaldsflokkar sækja stuðning í sambandi við stjórnarmyndanir hjá öfgahægrinu, flokkum sem eiga sér rætur í fasismanum. Fyrir utan stór bein fjárframlög til hægriflokka þar sem það er leyfilegt er framkvæmdin oft flóknari vegna reglna sem víða er þó reynt að setja til þess að stefja þessa ágengni. En rekstur fjölmiðla virðist af einhverjum ástæðum vera undantekin þegar kemur að reglum um pólitíska íhlutun auðmanna, þar er kannski stærsta lýðræðisvandamálið nú bæði hér á Íslandi og hjá öðrum vestrænum ríkjum. Eigendur fjölmiðla í vestrænum heimi eru að stórum hluta nokkur fá stór fyrirtæki og auðugir einstaklingar. Rupert Murdoch og fjölmiðlaveldi hans, sem nær yfir News Corp og Fox Corporation, hefur mikil áhrif í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu. Og nú eru fyrirtæki eins og Google, Facebook og Amazon stjórna í auknum mæli dreifingu stafræns efnis og þarmeð auglýsingatekjum á netinu, sem hefur óbeint áhrif á innihald í gegnum reiknirit og auglýsingatekjur. Þegar fá fyrirtæki stjórna stórum hluta fjölmiðla takmarkast fjöldi skoðana og sjónarmiða sem ná almenningi, eigendur fjölmiðla geta því haft veruleg pólitísk áhrif og mótað almenna skoðun og stefnumótun. Hagnaðarsjónarmið leiða oft til æsifrétta og forgangs á skemmtiefni fram yfir upplýsandi blaðamennsku. Erum við tilbúin til þess að bara horfa á þrotlausa baráttu vinstrisins og verkalýðsfélaga á síðustu öld bara renna út í sandinn á þennan hátt og fórna lýðræðinu fyrir eitt næturgaman? Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Það ætti öllum að vera ljóst að stór hluti þess vanda sem lýðræðið á vesturlöndum á að glíma við á sér rætur í áhrifum auðmanna á allt lýðræðisferlið. Við erum að horfa upp á hrun hins opna frjálslynda samfélags víða í löndunum og ástandið virðist bara fara versnandi, auðmenn moka fjármunum í hægriflokka og staldra ekki einu sinni við þegar hefðbundnir íhaldsflokkar sækja stuðning í sambandi við stjórnarmyndanir hjá öfgahægrinu, flokkum sem eiga sér rætur í fasismanum. Fyrir utan stór bein fjárframlög til hægriflokka þar sem það er leyfilegt er framkvæmdin oft flóknari vegna reglna sem víða er þó reynt að setja til þess að stefja þessa ágengni. En rekstur fjölmiðla virðist af einhverjum ástæðum vera undantekin þegar kemur að reglum um pólitíska íhlutun auðmanna, þar er kannski stærsta lýðræðisvandamálið nú bæði hér á Íslandi og hjá öðrum vestrænum ríkjum. Eigendur fjölmiðla í vestrænum heimi eru að stórum hluta nokkur fá stór fyrirtæki og auðugir einstaklingar. Rupert Murdoch og fjölmiðlaveldi hans, sem nær yfir News Corp og Fox Corporation, hefur mikil áhrif í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu. Og nú eru fyrirtæki eins og Google, Facebook og Amazon stjórna í auknum mæli dreifingu stafræns efnis og þarmeð auglýsingatekjum á netinu, sem hefur óbeint áhrif á innihald í gegnum reiknirit og auglýsingatekjur. Þegar fá fyrirtæki stjórna stórum hluta fjölmiðla takmarkast fjöldi skoðana og sjónarmiða sem ná almenningi, eigendur fjölmiðla geta því haft veruleg pólitísk áhrif og mótað almenna skoðun og stefnumótun. Hagnaðarsjónarmið leiða oft til æsifrétta og forgangs á skemmtiefni fram yfir upplýsandi blaðamennsku. Erum við tilbúin til þess að bara horfa á þrotlausa baráttu vinstrisins og verkalýðsfélaga á síðustu öld bara renna út í sandinn á þennan hátt og fórna lýðræðinu fyrir eitt næturgaman? Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar