Manstu þegar Messenger var ekki til? Aldís Stefánsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 09:00 Umræða um menntamál sem farið hefur fram í samfélaginu síðustu vikur gleður mig mjög. Menntun er undirstaða framfara og ef við þróum ekki aðferðir við að fræða og fræðast þá blasir við stöðnun og glötuð tækifæri. Þegar við veltum fyrir okkur breytingunum sem orðið hafa í samfélaginu síðustu ár - og áratugi. Segjum bara breytingar sem hafa orðið frá árinu 2000 til að vera með eitthvað viðmið. Fyrsti iPhone síminn var gefinn út árið 2007. Í upphafi aldarinnar voru bankar, tryggingafélög og pósthús á hverju götuhorni. Fartölvunotkun var ekki almenn og fjarvinna mögulega ekki orð í íslensku. Það sem hefur gerst á þessum fyrsta fjórðungi nýrrar aldar hefur haft gríðarlega afgerandi áhrif á okkar daglega líf í leik og starfi. Hvernig þurfa menntastofnanir framtíðarinnar að vera? Þessar breytingar kalla á að undirstöður samfélagsins eins og menntakerfið þróist með. Ekki bara hvað er kennt heldur hvernig það er kennt. Við þurfum að greina hvar við höfum staðið okkur vel. Af því að það er alveg augljóst að menntakerfið okkar hefur vaxið með þeim áskorunum sem það hefur staðið frammi fyrir síðustu áratugi. Auk þeirra samfélagslegu og tæknilegu breytinga sem við höfum gengið í gegnum þá eru skólarnir búnir að laga sig að hugmyndafræðinni um skóla án aðgreiningar, mikil fólksfjölgun og þar með talin fjölgun innflytjenda með sértækar þarfir hefur átt sér stað, ný aðalnámsskrá, breytt matskerfi og svo mætti lengi telja. Við þurfum líka að skoða hvað hefur ekki gengið vel og við þurfum að vera heiðarleg í þeirri skoðun. Það væri nú eitthvað skrítið ef allar ákvarðanir sem við höfum tekið siðustu árin sem varðar menntakerfið væru svo frábærar að það þyrfti bara ekkert að breyta þeim. En það virkaði fyrir mig Það er einhvernvegin þannig að þegar við ræðum málin opinberlega þá erum við fljót að skiptast í lið og enn fljótari að sammælast um einfalda leið til að leysa málið. En viðfangsefnið er ekki einfalt og lausnirnar verða ekki einfaldar heldur. Það er auðvelt fyrir leikmann eins og mig að grípa í að tala fyrir lausnum sem ég skil eins og innleiðingu á samræmdum prófum. Það er kerfi sem ég þekki. Það er kerfi sem ég ólst upp við. Ef það virkaði þá af hverju virkar það þá ekki núna? En á meðan við skiptumst á skoðunum um hluti sem er auðvelt að hafa skoðun á og skiptir okkur í fylkingar þá missum við af tækifæri til að fara á dýptina í umræðunni. Auðvitað þarf að mæla árangur í skólastarfi eins og í öllu öðru starfi. En hvernig á að gera það er ákvörðun sem fagfólkið verður að koma að. Við þurfum að hlusta á þau og þeirra ráðleggingar en skólafólk verður líka hlusta á reynslu úr öðrum áttum og skoða hvaða reynsla og þekking getur nýst okkur til að byggja upp áherslur í menntakerfi framtíðarinnar. Höfundur er formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um menntamál sem farið hefur fram í samfélaginu síðustu vikur gleður mig mjög. Menntun er undirstaða framfara og ef við þróum ekki aðferðir við að fræða og fræðast þá blasir við stöðnun og glötuð tækifæri. Þegar við veltum fyrir okkur breytingunum sem orðið hafa í samfélaginu síðustu ár - og áratugi. Segjum bara breytingar sem hafa orðið frá árinu 2000 til að vera með eitthvað viðmið. Fyrsti iPhone síminn var gefinn út árið 2007. Í upphafi aldarinnar voru bankar, tryggingafélög og pósthús á hverju götuhorni. Fartölvunotkun var ekki almenn og fjarvinna mögulega ekki orð í íslensku. Það sem hefur gerst á þessum fyrsta fjórðungi nýrrar aldar hefur haft gríðarlega afgerandi áhrif á okkar daglega líf í leik og starfi. Hvernig þurfa menntastofnanir framtíðarinnar að vera? Þessar breytingar kalla á að undirstöður samfélagsins eins og menntakerfið þróist með. Ekki bara hvað er kennt heldur hvernig það er kennt. Við þurfum að greina hvar við höfum staðið okkur vel. Af því að það er alveg augljóst að menntakerfið okkar hefur vaxið með þeim áskorunum sem það hefur staðið frammi fyrir síðustu áratugi. Auk þeirra samfélagslegu og tæknilegu breytinga sem við höfum gengið í gegnum þá eru skólarnir búnir að laga sig að hugmyndafræðinni um skóla án aðgreiningar, mikil fólksfjölgun og þar með talin fjölgun innflytjenda með sértækar þarfir hefur átt sér stað, ný aðalnámsskrá, breytt matskerfi og svo mætti lengi telja. Við þurfum líka að skoða hvað hefur ekki gengið vel og við þurfum að vera heiðarleg í þeirri skoðun. Það væri nú eitthvað skrítið ef allar ákvarðanir sem við höfum tekið siðustu árin sem varðar menntakerfið væru svo frábærar að það þyrfti bara ekkert að breyta þeim. En það virkaði fyrir mig Það er einhvernvegin þannig að þegar við ræðum málin opinberlega þá erum við fljót að skiptast í lið og enn fljótari að sammælast um einfalda leið til að leysa málið. En viðfangsefnið er ekki einfalt og lausnirnar verða ekki einfaldar heldur. Það er auðvelt fyrir leikmann eins og mig að grípa í að tala fyrir lausnum sem ég skil eins og innleiðingu á samræmdum prófum. Það er kerfi sem ég þekki. Það er kerfi sem ég ólst upp við. Ef það virkaði þá af hverju virkar það þá ekki núna? En á meðan við skiptumst á skoðunum um hluti sem er auðvelt að hafa skoðun á og skiptir okkur í fylkingar þá missum við af tækifæri til að fara á dýptina í umræðunni. Auðvitað þarf að mæla árangur í skólastarfi eins og í öllu öðru starfi. En hvernig á að gera það er ákvörðun sem fagfólkið verður að koma að. Við þurfum að hlusta á þau og þeirra ráðleggingar en skólafólk verður líka hlusta á reynslu úr öðrum áttum og skoða hvaða reynsla og þekking getur nýst okkur til að byggja upp áherslur í menntakerfi framtíðarinnar. Höfundur er formaður fræðslunefndar Mosfellsbæjar.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun