Að virkja upp í loft Snæbjörn Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2024 07:01 Landsvirkjun stefnir nú á að reisa þrjátíu 150 metra háar vindmyllur í svonefndum Búrfellslundi, við inngang hálendisins á Sprengisandsleið þar sem þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna halda á hverju ári upp á Sprengisand, inn í Landmannalaugar og upp í Veiðivötn til að leita á náðir öræfakyrrðar og fegurðar óbyggðanna. Vindmyllurnar munu blasa við frá allri hálendisbrúninni, kveðja þá sem halda upp í öræfin og taka á móti þeim sem snúa þaðan aftur. Vindmyllurnar munu ekki einungis hafa víðtæk sjónræn áhrif í margra kílómetratuga radíus heldur sýna rannsóknir Önnu Dóru Sæþórsdóttur, Guðmundar Björnssonar og Rannveigar Ólafsdóttur við Háskóla Íslands að hugræn upplifun ferðafólks af vindmyllunum mun lifa langt upp á hálendið og skaða mjög hálendisupplifun þeirra sem framhjá þeim fara á leið sinni. Í rannsókn þeirra segir meðal annars: „Suðurhálendið er mjög mikilvægt svæði fyrir ferðaþjónustuna, en þar eru 77% af öllum skráðum gistinóttum í skálum í óbyggðum (Hagstofa Íslands, 2015). Um svæðið liggur því mikill straumur ferðamanna, sérstaklega til Landmannalauga, um Fjallabaksleið nyrðri og um Sprengisandsleið. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að fyrirhugaðar vindmyllur í Búrfellslundi munu hafa áhrif á upplifun allra þeirra ferðamanna sem leggja leið sína um þessi svæði. [...] Eitt meginaðdráttarafl Miðhálendis Íslands fyrir ferðamennsku er ósnortin náttúra eða víðerni, en slík svæði eru að verða stöðugt sjaldgæfari í hinum vestræna heimi og hafa því mikið gildi fyrir íslenska ferðaþjónustu. Bent hefur verið á að jaðarsvæði (C.M. Hall, 1992; Lesslie o.fl., 1991; Lesslie, Taylor og Sandra, 1983) víðerna sé mikilvægt tæki til að viðhalda og stýra gæðum þeirra. Þannig skiptir máli fyrir íslenska ferðaþjónustu að skipulag jaðarsvæða sé með þeim hætt að það skerði ekki gæði íslenskra víðerna.“ Landsvirkjun réttlætir byggingu Búrfellslundar með þeirri hugarsmíð að vindmyllurnar verði reistar á „þegar röskuðu virkjanasvæði“ og truflun af vindorkuverinu eigi þannig að verða lítil umfram þau virkjanamannvirki sem þegar hafa verið reist á svæðinu. Búrfellslundur yrði að sönnu staðsettur á virkjanasvæði Þjórsár-Tungnaárvirkjana Landsvirkjunar, en sjónræn truflun og hugræn áhrif af 150 metra háum vindmyllum eru af allt öðrum toga og stærðargráðu heldur en lágreistra vatnaflsvirkjana og veituskurða í kring sem blasa ekki við úr tugkílómetra fjarlægð líkt og vindmyllurnar. Rökin að svæðið sé „þegar raskað“ halda því ekki vatni. Eins væri hægt að spyrja: Hvort er meira áberandi í borgarlandinu, Hallgrímskirkja eða torgið fyrir framan hana því hvoru tveggja eru á sama raskaða blettinum. Með rökum Landsvirkjunar mætti kannski reisa vindmyllur í Elliðaárdalnum því honum var „raskað“ með byggingu Elliðaárvirkjunar fyrir hundrað árum? Það mætti jafnvel planta vindmyllum við Dráttarhlíð sunnan Þingvallavatns enda Sogið gjörvirkjað og Þingvallavatn í raun bara uppistöðulón Steingrímsstöðvar sem þurrkaði upp útfall Sogsins. Með því að reisa vindmyllur í Búrfellslundi má segja að verið sé að „virkja upp í loft“ og sjónræn og hugræn áhrif slíkra risamannvirkja eru allt önnur en vatnsaflsvirkjananna umhverfis. Það mun taka ferðafólk á leið upp á hálendið hátt í tíu mínútur að aka Sprengisandsleið meðfram vindmyllusvæðinu þar sem ystu vindmyllurnar verða í aðeins nokkur hundrað metra fjarlægð frá veginum, gnæfandi hátt yfir vegfarendum. Nýjar vatnsafls- og jarðhitavirkjanir í óbyggðum hálendisins eru að sjálfsögðu óforsvaranlegar en það eru vindmyllur á hálendisbrúninni ekki síður jafnvel þótt þær standi við hlið eldri mannvirkja sem hafa ekki nema brot af sjónrænum áhrifum vindorkuversins. Með byggingu Búrfellslundar verður helgi hálendisins rofin á miklu áþreifanlegri hátt: Upplifun og innblástur þeirra sem leita inn á hálendið sér til andagiftar og ánægju verður grynnri, jafnvel eyðilögð. Tröllvaxnar vindmyllur Landsvirkjunar munu minna vegfarendur á að umhverfið sé í raun allt háð duttlungum mannsins sem heggur sífellt stærri skörð í náttúru miðhálendisins. Vindmyllurnar munu ekki aðeins sjást frá fjölförnustu ferðamannaleiðum heldur jafnframt frá mörgum helstu fjallstoppum í nágrenninu svo sem Heklu, Löðmundi og Valafelli. Þær munu blasa við á jeppaslóðum uppi á Búðarhálsi, veginum að Háafossi og upp með Gljúfurleitum vestan Þjórsár. Allir þessir staðir og leiðir munu markast af vindmyllunum og upplifun þeirra sem um svæðin fara, hvort sem er á jeppum, hestum eða fótgangandi, mun skaddast stórlega. Með berum orðum: Búrfellslundur verður martröð fyrir íslenska ferðamenn á leið upp á hálendið og ferðaþjónustuna sem byggir tilveru sína á óspjallaðri náttúru Íslands og öræfaupplifun erlendra ferðamanna. Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Umhverfismál Orkumál Ferðamennska á Íslandi Snæbjörn Guðmundsson Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun stefnir nú á að reisa þrjátíu 150 metra háar vindmyllur í svonefndum Búrfellslundi, við inngang hálendisins á Sprengisandsleið þar sem þúsundir Íslendinga og erlendra ferðamanna halda á hverju ári upp á Sprengisand, inn í Landmannalaugar og upp í Veiðivötn til að leita á náðir öræfakyrrðar og fegurðar óbyggðanna. Vindmyllurnar munu blasa við frá allri hálendisbrúninni, kveðja þá sem halda upp í öræfin og taka á móti þeim sem snúa þaðan aftur. Vindmyllurnar munu ekki einungis hafa víðtæk sjónræn áhrif í margra kílómetratuga radíus heldur sýna rannsóknir Önnu Dóru Sæþórsdóttur, Guðmundar Björnssonar og Rannveigar Ólafsdóttur við Háskóla Íslands að hugræn upplifun ferðafólks af vindmyllunum mun lifa langt upp á hálendið og skaða mjög hálendisupplifun þeirra sem framhjá þeim fara á leið sinni. Í rannsókn þeirra segir meðal annars: „Suðurhálendið er mjög mikilvægt svæði fyrir ferðaþjónustuna, en þar eru 77% af öllum skráðum gistinóttum í skálum í óbyggðum (Hagstofa Íslands, 2015). Um svæðið liggur því mikill straumur ferðamanna, sérstaklega til Landmannalauga, um Fjallabaksleið nyrðri og um Sprengisandsleið. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að fyrirhugaðar vindmyllur í Búrfellslundi munu hafa áhrif á upplifun allra þeirra ferðamanna sem leggja leið sína um þessi svæði. [...] Eitt meginaðdráttarafl Miðhálendis Íslands fyrir ferðamennsku er ósnortin náttúra eða víðerni, en slík svæði eru að verða stöðugt sjaldgæfari í hinum vestræna heimi og hafa því mikið gildi fyrir íslenska ferðaþjónustu. Bent hefur verið á að jaðarsvæði (C.M. Hall, 1992; Lesslie o.fl., 1991; Lesslie, Taylor og Sandra, 1983) víðerna sé mikilvægt tæki til að viðhalda og stýra gæðum þeirra. Þannig skiptir máli fyrir íslenska ferðaþjónustu að skipulag jaðarsvæða sé með þeim hætt að það skerði ekki gæði íslenskra víðerna.“ Landsvirkjun réttlætir byggingu Búrfellslundar með þeirri hugarsmíð að vindmyllurnar verði reistar á „þegar röskuðu virkjanasvæði“ og truflun af vindorkuverinu eigi þannig að verða lítil umfram þau virkjanamannvirki sem þegar hafa verið reist á svæðinu. Búrfellslundur yrði að sönnu staðsettur á virkjanasvæði Þjórsár-Tungnaárvirkjana Landsvirkjunar, en sjónræn truflun og hugræn áhrif af 150 metra háum vindmyllum eru af allt öðrum toga og stærðargráðu heldur en lágreistra vatnaflsvirkjana og veituskurða í kring sem blasa ekki við úr tugkílómetra fjarlægð líkt og vindmyllurnar. Rökin að svæðið sé „þegar raskað“ halda því ekki vatni. Eins væri hægt að spyrja: Hvort er meira áberandi í borgarlandinu, Hallgrímskirkja eða torgið fyrir framan hana því hvoru tveggja eru á sama raskaða blettinum. Með rökum Landsvirkjunar mætti kannski reisa vindmyllur í Elliðaárdalnum því honum var „raskað“ með byggingu Elliðaárvirkjunar fyrir hundrað árum? Það mætti jafnvel planta vindmyllum við Dráttarhlíð sunnan Þingvallavatns enda Sogið gjörvirkjað og Þingvallavatn í raun bara uppistöðulón Steingrímsstöðvar sem þurrkaði upp útfall Sogsins. Með því að reisa vindmyllur í Búrfellslundi má segja að verið sé að „virkja upp í loft“ og sjónræn og hugræn áhrif slíkra risamannvirkja eru allt önnur en vatnsaflsvirkjananna umhverfis. Það mun taka ferðafólk á leið upp á hálendið hátt í tíu mínútur að aka Sprengisandsleið meðfram vindmyllusvæðinu þar sem ystu vindmyllurnar verða í aðeins nokkur hundrað metra fjarlægð frá veginum, gnæfandi hátt yfir vegfarendum. Nýjar vatnsafls- og jarðhitavirkjanir í óbyggðum hálendisins eru að sjálfsögðu óforsvaranlegar en það eru vindmyllur á hálendisbrúninni ekki síður jafnvel þótt þær standi við hlið eldri mannvirkja sem hafa ekki nema brot af sjónrænum áhrifum vindorkuversins. Með byggingu Búrfellslundar verður helgi hálendisins rofin á miklu áþreifanlegri hátt: Upplifun og innblástur þeirra sem leita inn á hálendið sér til andagiftar og ánægju verður grynnri, jafnvel eyðilögð. Tröllvaxnar vindmyllur Landsvirkjunar munu minna vegfarendur á að umhverfið sé í raun allt háð duttlungum mannsins sem heggur sífellt stærri skörð í náttúru miðhálendisins. Vindmyllurnar munu ekki aðeins sjást frá fjölförnustu ferðamannaleiðum heldur jafnframt frá mörgum helstu fjallstoppum í nágrenninu svo sem Heklu, Löðmundi og Valafelli. Þær munu blasa við á jeppaslóðum uppi á Búðarhálsi, veginum að Háafossi og upp með Gljúfurleitum vestan Þjórsár. Allir þessir staðir og leiðir munu markast af vindmyllunum og upplifun þeirra sem um svæðin fara, hvort sem er á jeppum, hestum eða fótgangandi, mun skaddast stórlega. Með berum orðum: Búrfellslundur verður martröð fyrir íslenska ferðamenn á leið upp á hálendið og ferðaþjónustuna sem byggir tilveru sína á óspjallaðri náttúru Íslands og öræfaupplifun erlendra ferðamanna. Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar