Hvalveiðar: Vaxandi áskorun fyrir íslenskt vistkerfi 8. ágúst 2024 20:00 Hvalveiðar hafa lengi verið umdeildar á Íslandi og skiptar skoðanir meðal almennings og sérfræðinga. Með vaxandi fjölda hvala á Íslandsmiðum hefur samkeppni við manninn um verðmæta fiskistofna eins og þorsk aukist verulega. Hafrannsóknir hafa sýnt fram á að hvalir taka mikið magn af fiski úr sjónum, sem hefur áhrif á bæði íslenskan sjávarútveg og vistkerfið í heild. Með því að stjórna hvalastofnum betur getum við stuðlað að sjálfbærari nýtingu sjávarauðlinda og auknum auðlindatekjum. Hvalatalningar og samkeppni við manninn Samkvæmt nýlegum talningum Hafrannsóknastofnunar hefur fjöldi hvala á Íslandsmiðum aukist verulega á undanförnum árum. Þetta hefur vakið áhyggjur meðal vísindamanna og fólks í sjávarútvegi sem benda á að hvalirnir eru í beinni samkeppni við manninn um fiskistofna eins og þorsk, loðnu og fleiri tegundir. Áætlað er að það séu hátt í milljón hvalir við Ísland og þeir taki 4 til 6 milljónir tonna til sín í formi fæðu. Stór hluti þeirrar fæðu er úr okkar nytjastofnum. Benda má á að til þess að þorskstofninn aukist um 100 þúsund tonn þarf allt að 1 milljón tonna af fæðu. Áhrif á þorskstofninn Þorskstofninn hefur vaxið verulega á undanförnum árum en það er áhyggjuefni að þorskurinn er að horast. Vísindamenn telja að þetta megi rekja til aukinnar samkeppni um fæðu frá hvölum. Þegar magn mikilvægra fisktegunda fyrir þorsk minnkar, hefur það bein áhrif á þorskstofninn. Skortur á fæðu leiðir til minni vaxtar og minni þyngdar þorsks, sem hefur áhrif á gæði og verðmæti afla. Þorskurinn gæti þurft að leita að fæðu á nýjum svæðum og þess vegna farið af veiðisvæðum sem getur breytt dreifingu hans og haft áhrif á veiðar. Skortur á fæðu getur leitt til aukinnar samkeppni milli þorsks og annarra fisktegunda um þær fáu fæðutegundir sem eru til staðar og að öllum líkindum aukið sjálfsát þorsks, þar sem sá stærri étur þann minni. Minni og lakari afli hefur veruleg neikvæð efnahagsleg áhrif á sjávarútveginn, sem er mikilvæg atvinnugrein á Íslandi og þar með neikvæð áhrif á allan efnahag landsmanna. Vísindaleg nálgun og rannsóknir Vísindaleg nálgun og rannsóknir eru nauðsynlegar til að skilja betur þessi áhrif og til að geta metið hvernig best er að stýra fiskveiðum og hvalveiðum á sjálfbæran hátt. Hafrannsóknastofnunin hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að auka rannsóknir á áhrifum hvala á fiskistofna, og benda á að með betri þekkingu getum við tekið upplýstari ákvarðanir um veiðistjórnun. Mikilvægt er að stofnuninni sé gert kleift að vinna slíkar grunnrannsóknir. Samfélagslegur ávinningur Hvalveiðar hafa ekki aðeins áhrif á vistkerfið heldur einnig á samfélagið. Með því að halda hvalastofnum í skefjum getur íslenskur sjávarútvegur aukið afrakstur fiskveiða, sérstaklega þorskveiða, sem leiðir til aukinna auðlindatekna. Auknar þorskveiðar skapa störf í fiskvinnslu og tengdum greinum, sem styrkir efnahag byggðarlaga og stuðlar að betri lífskjörum. Að auki stuðla auknar auðlindatekjur að bættri innviðaþjónustu og félagslegri þróun á landsbyggðinni. Niðurstaða Hvalir taka verulegt magn af fiski úr sjónum, sem veldur samkeppni við manninn um mikilvæga fiskistofna eins og þorsk. Til að tryggja jafnvægi í vistkerfinu og vernda fiskistofna, er nauðsynlegt að auka rannsóknir og beita vísindalegum aðferðum til stýringar á veiðum. Þrátt fyrir að hvalveiðar séu umdeildar, geta þær verið nauðsynlegar til að vernda fiskistofna og tryggja sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Af þessu sést að samfélagslegur ávinningur hvalveiða verulegur, þar sem þær stuðla að auknum auðlindatekjum, bættu efnahagsástandi og betri lífskjörum. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins og sjávarútvegsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Svanur Guðmundsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Sjá meira
Hvalveiðar hafa lengi verið umdeildar á Íslandi og skiptar skoðanir meðal almennings og sérfræðinga. Með vaxandi fjölda hvala á Íslandsmiðum hefur samkeppni við manninn um verðmæta fiskistofna eins og þorsk aukist verulega. Hafrannsóknir hafa sýnt fram á að hvalir taka mikið magn af fiski úr sjónum, sem hefur áhrif á bæði íslenskan sjávarútveg og vistkerfið í heild. Með því að stjórna hvalastofnum betur getum við stuðlað að sjálfbærari nýtingu sjávarauðlinda og auknum auðlindatekjum. Hvalatalningar og samkeppni við manninn Samkvæmt nýlegum talningum Hafrannsóknastofnunar hefur fjöldi hvala á Íslandsmiðum aukist verulega á undanförnum árum. Þetta hefur vakið áhyggjur meðal vísindamanna og fólks í sjávarútvegi sem benda á að hvalirnir eru í beinni samkeppni við manninn um fiskistofna eins og þorsk, loðnu og fleiri tegundir. Áætlað er að það séu hátt í milljón hvalir við Ísland og þeir taki 4 til 6 milljónir tonna til sín í formi fæðu. Stór hluti þeirrar fæðu er úr okkar nytjastofnum. Benda má á að til þess að þorskstofninn aukist um 100 þúsund tonn þarf allt að 1 milljón tonna af fæðu. Áhrif á þorskstofninn Þorskstofninn hefur vaxið verulega á undanförnum árum en það er áhyggjuefni að þorskurinn er að horast. Vísindamenn telja að þetta megi rekja til aukinnar samkeppni um fæðu frá hvölum. Þegar magn mikilvægra fisktegunda fyrir þorsk minnkar, hefur það bein áhrif á þorskstofninn. Skortur á fæðu leiðir til minni vaxtar og minni þyngdar þorsks, sem hefur áhrif á gæði og verðmæti afla. Þorskurinn gæti þurft að leita að fæðu á nýjum svæðum og þess vegna farið af veiðisvæðum sem getur breytt dreifingu hans og haft áhrif á veiðar. Skortur á fæðu getur leitt til aukinnar samkeppni milli þorsks og annarra fisktegunda um þær fáu fæðutegundir sem eru til staðar og að öllum líkindum aukið sjálfsát þorsks, þar sem sá stærri étur þann minni. Minni og lakari afli hefur veruleg neikvæð efnahagsleg áhrif á sjávarútveginn, sem er mikilvæg atvinnugrein á Íslandi og þar með neikvæð áhrif á allan efnahag landsmanna. Vísindaleg nálgun og rannsóknir Vísindaleg nálgun og rannsóknir eru nauðsynlegar til að skilja betur þessi áhrif og til að geta metið hvernig best er að stýra fiskveiðum og hvalveiðum á sjálfbæran hátt. Hafrannsóknastofnunin hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að auka rannsóknir á áhrifum hvala á fiskistofna, og benda á að með betri þekkingu getum við tekið upplýstari ákvarðanir um veiðistjórnun. Mikilvægt er að stofnuninni sé gert kleift að vinna slíkar grunnrannsóknir. Samfélagslegur ávinningur Hvalveiðar hafa ekki aðeins áhrif á vistkerfið heldur einnig á samfélagið. Með því að halda hvalastofnum í skefjum getur íslenskur sjávarútvegur aukið afrakstur fiskveiða, sérstaklega þorskveiða, sem leiðir til aukinna auðlindatekna. Auknar þorskveiðar skapa störf í fiskvinnslu og tengdum greinum, sem styrkir efnahag byggðarlaga og stuðlar að betri lífskjörum. Að auki stuðla auknar auðlindatekjur að bættri innviðaþjónustu og félagslegri þróun á landsbyggðinni. Niðurstaða Hvalir taka verulegt magn af fiski úr sjónum, sem veldur samkeppni við manninn um mikilvæga fiskistofna eins og þorsk. Til að tryggja jafnvægi í vistkerfinu og vernda fiskistofna, er nauðsynlegt að auka rannsóknir og beita vísindalegum aðferðum til stýringar á veiðum. Þrátt fyrir að hvalveiðar séu umdeildar, geta þær verið nauðsynlegar til að vernda fiskistofna og tryggja sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Af þessu sést að samfélagslegur ávinningur hvalveiða verulegur, þar sem þær stuðla að auknum auðlindatekjum, bættu efnahagsástandi og betri lífskjörum. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins og sjávarútvegsfræðingur.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun