Villutrú Viðskiptaráðs um tollamál og matvælaverð á Íslandi Hólmgeir Karlsson skrifar 8. ágúst 2024 19:00 Mig rak í rogastans eins og efalaust marga fleiri við lestur greinar um tollamál og matvælaverð á Íslandi sem birtist á Vísi í dag 8/8 2024 undir yfirskriftinni: „Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla.“ Þar hvetur framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs stjórnvöld til að afnema tolla á innfluttum matvörurum þar sem það yrði mikil kjarabót fyrir íslensk heimili í formi lægra vöruverðs, aukins vöruúrvals og bættra gæða. Ennfremur segir hann tolla vera ofurskatt á mat og stærstu orsök hás matvælaverðs á Íslandi. Engin af þessum fulllyrðingum er rétt og í raun fátt annað en áróður fyrir auknum innflutningi matvæla á kostnað okkar innlendu og mikilvægu matvælaframleiðslu. Hér eru hlutirnir einfaldlega teknir úr öllu samhengi þess að reka og búa í sjálfstæðu samfélagi meðal þjóða og þannig líklega ætlað að líta vel út í augum neytenda. Tollar á íslandi hafa sáralítið með hátt verð á matvöru á íslandi að gera. Fyrir það fyrsta þá eru tollar á matvæli ekki háir á Íslandi í samanburði við okkar nágrannalönd. Þá hefur líka mjög verið dregið úr tollvernd á liðnum árum sem að margra mati er löngu komið á hættumörk. Einnig er fráleitt að halda því fram að afnám tolla myndi auka gæði matvæla á íslandi með frekari innflutningi þar sem gæði innlendra matvæla eru almennt séð mjög mikil og í mörgum tilvikum mun meiri en á þeim matvælum sem hingað eru flutt erlendis frá. Hátt verð á matvælum – hvers vegna er það? Ein af mestu rangfærslum í umræðu um matvæli hér á landi er að íslensk matvæli séu dýr. það rétta er hinsvegar að það kostar fleiri krónur að framleiða okkar innlendu hollu matvæli en það sem þekkist hjá mörgum af nágrannaþjóðum okkar, einfaldlega vegna þess að hér er verðlag hátt. Þegar matvælaverð hér er skoðað sem hlutfall af ráðstöfunartekjum fólks er það með því lægsta sem gerist í Evrópu. Sem dæmi kostar matur hér fleiri krónur en á Spáni en spánverjar þurfa hinsvegar að vinna fleiri vinnustundir til að kaupa sinn mat, einfaldlega af því að kaupmáttur er þar lægri. Matur er þar því í raun dýrari. Langtímahagsmunir og það að byggja saman samfélag Það virðist stundum alveg týnt og gleymt að við sem þjóð erum hér saman í því verkefni að reka heilsteypt samfélag með langtímahagsmuni þegnanna að leiðarljósi. Samfélag sem getur sinnt öllum okkar helstu þöfum og skapað okkur öryggi. Landbúnaðurinn og innlenda matvælaframleiðslan okkar eru ein af þeim grunnstoðum sem við sem samfélag höfum sameinast um að sinna rétt eins og aðrar siðmenntaðar þjóðir. Með innlendri framleiðslu erum við að leitast við að tryggja sem best fæðuöryggi þjóðarinnar og um leið matvælaöryggið þar sem við framleiðum heilnæmar og vandaðar vörur. Við erum líka að skapa störf og stuðla að dreifðri búsetu í landinu sem er mikilvægt af mörgum ástæðum. Allar okkar nágrannaþjóðir verja sína matvælaframleiðslu og því eru tollar og aðrar innflutningshindranir á slíkum vörum alþekkt í viðskiptum landanna. Matvælaframleiðsla á Íslandi er við þessar aðstæður ekki fær um að keppa við tollalausan og óheftan innflutning matvæla. Ekki vegna þess að við séum með óarðbæran rekstur eða laka framleiðslu, heldur fyrst og fremst vegna þess að verðlag er hér annað og hærra en í mörgum af okkar samkeppnislöndum. Hvet stjórnvöld til að styrkja tollvernd og standa vörð um innlenda matvælaframleiðslu Ég vil með þessum skrifum mínum hvetja stjórnvöld til að standa í lappirnar gegn svona áróðri og styrkja frekar tollvernd frá því sem nú er og fylgja þannig af alvöru eftir góðum áformum um vöxt og mikilvægi innlends landbúnaðar og innlendrar matvælaframleiðslu sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar samfélag til langrar framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Bústólpa á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Matur Verðlag Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mig rak í rogastans eins og efalaust marga fleiri við lestur greinar um tollamál og matvælaverð á Íslandi sem birtist á Vísi í dag 8/8 2024 undir yfirskriftinni: „Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla.“ Þar hvetur framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs stjórnvöld til að afnema tolla á innfluttum matvörurum þar sem það yrði mikil kjarabót fyrir íslensk heimili í formi lægra vöruverðs, aukins vöruúrvals og bættra gæða. Ennfremur segir hann tolla vera ofurskatt á mat og stærstu orsök hás matvælaverðs á Íslandi. Engin af þessum fulllyrðingum er rétt og í raun fátt annað en áróður fyrir auknum innflutningi matvæla á kostnað okkar innlendu og mikilvægu matvælaframleiðslu. Hér eru hlutirnir einfaldlega teknir úr öllu samhengi þess að reka og búa í sjálfstæðu samfélagi meðal þjóða og þannig líklega ætlað að líta vel út í augum neytenda. Tollar á íslandi hafa sáralítið með hátt verð á matvöru á íslandi að gera. Fyrir það fyrsta þá eru tollar á matvæli ekki háir á Íslandi í samanburði við okkar nágrannalönd. Þá hefur líka mjög verið dregið úr tollvernd á liðnum árum sem að margra mati er löngu komið á hættumörk. Einnig er fráleitt að halda því fram að afnám tolla myndi auka gæði matvæla á íslandi með frekari innflutningi þar sem gæði innlendra matvæla eru almennt séð mjög mikil og í mörgum tilvikum mun meiri en á þeim matvælum sem hingað eru flutt erlendis frá. Hátt verð á matvælum – hvers vegna er það? Ein af mestu rangfærslum í umræðu um matvæli hér á landi er að íslensk matvæli séu dýr. það rétta er hinsvegar að það kostar fleiri krónur að framleiða okkar innlendu hollu matvæli en það sem þekkist hjá mörgum af nágrannaþjóðum okkar, einfaldlega vegna þess að hér er verðlag hátt. Þegar matvælaverð hér er skoðað sem hlutfall af ráðstöfunartekjum fólks er það með því lægsta sem gerist í Evrópu. Sem dæmi kostar matur hér fleiri krónur en á Spáni en spánverjar þurfa hinsvegar að vinna fleiri vinnustundir til að kaupa sinn mat, einfaldlega af því að kaupmáttur er þar lægri. Matur er þar því í raun dýrari. Langtímahagsmunir og það að byggja saman samfélag Það virðist stundum alveg týnt og gleymt að við sem þjóð erum hér saman í því verkefni að reka heilsteypt samfélag með langtímahagsmuni þegnanna að leiðarljósi. Samfélag sem getur sinnt öllum okkar helstu þöfum og skapað okkur öryggi. Landbúnaðurinn og innlenda matvælaframleiðslan okkar eru ein af þeim grunnstoðum sem við sem samfélag höfum sameinast um að sinna rétt eins og aðrar siðmenntaðar þjóðir. Með innlendri framleiðslu erum við að leitast við að tryggja sem best fæðuöryggi þjóðarinnar og um leið matvælaöryggið þar sem við framleiðum heilnæmar og vandaðar vörur. Við erum líka að skapa störf og stuðla að dreifðri búsetu í landinu sem er mikilvægt af mörgum ástæðum. Allar okkar nágrannaþjóðir verja sína matvælaframleiðslu og því eru tollar og aðrar innflutningshindranir á slíkum vörum alþekkt í viðskiptum landanna. Matvælaframleiðsla á Íslandi er við þessar aðstæður ekki fær um að keppa við tollalausan og óheftan innflutning matvæla. Ekki vegna þess að við séum með óarðbæran rekstur eða laka framleiðslu, heldur fyrst og fremst vegna þess að verðlag er hér annað og hærra en í mörgum af okkar samkeppnislöndum. Hvet stjórnvöld til að styrkja tollvernd og standa vörð um innlenda matvælaframleiðslu Ég vil með þessum skrifum mínum hvetja stjórnvöld til að standa í lappirnar gegn svona áróðri og styrkja frekar tollvernd frá því sem nú er og fylgja þannig af alvöru eftir góðum áformum um vöxt og mikilvægi innlends landbúnaðar og innlendrar matvælaframleiðslu sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar samfélag til langrar framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Bústólpa á Akureyri.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun