Villutrú Viðskiptaráðs um tollamál og matvælaverð á Íslandi Hólmgeir Karlsson skrifar 8. ágúst 2024 19:00 Mig rak í rogastans eins og efalaust marga fleiri við lestur greinar um tollamál og matvælaverð á Íslandi sem birtist á Vísi í dag 8/8 2024 undir yfirskriftinni: „Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla.“ Þar hvetur framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs stjórnvöld til að afnema tolla á innfluttum matvörurum þar sem það yrði mikil kjarabót fyrir íslensk heimili í formi lægra vöruverðs, aukins vöruúrvals og bættra gæða. Ennfremur segir hann tolla vera ofurskatt á mat og stærstu orsök hás matvælaverðs á Íslandi. Engin af þessum fulllyrðingum er rétt og í raun fátt annað en áróður fyrir auknum innflutningi matvæla á kostnað okkar innlendu og mikilvægu matvælaframleiðslu. Hér eru hlutirnir einfaldlega teknir úr öllu samhengi þess að reka og búa í sjálfstæðu samfélagi meðal þjóða og þannig líklega ætlað að líta vel út í augum neytenda. Tollar á íslandi hafa sáralítið með hátt verð á matvöru á íslandi að gera. Fyrir það fyrsta þá eru tollar á matvæli ekki háir á Íslandi í samanburði við okkar nágrannalönd. Þá hefur líka mjög verið dregið úr tollvernd á liðnum árum sem að margra mati er löngu komið á hættumörk. Einnig er fráleitt að halda því fram að afnám tolla myndi auka gæði matvæla á íslandi með frekari innflutningi þar sem gæði innlendra matvæla eru almennt séð mjög mikil og í mörgum tilvikum mun meiri en á þeim matvælum sem hingað eru flutt erlendis frá. Hátt verð á matvælum – hvers vegna er það? Ein af mestu rangfærslum í umræðu um matvæli hér á landi er að íslensk matvæli séu dýr. það rétta er hinsvegar að það kostar fleiri krónur að framleiða okkar innlendu hollu matvæli en það sem þekkist hjá mörgum af nágrannaþjóðum okkar, einfaldlega vegna þess að hér er verðlag hátt. Þegar matvælaverð hér er skoðað sem hlutfall af ráðstöfunartekjum fólks er það með því lægsta sem gerist í Evrópu. Sem dæmi kostar matur hér fleiri krónur en á Spáni en spánverjar þurfa hinsvegar að vinna fleiri vinnustundir til að kaupa sinn mat, einfaldlega af því að kaupmáttur er þar lægri. Matur er þar því í raun dýrari. Langtímahagsmunir og það að byggja saman samfélag Það virðist stundum alveg týnt og gleymt að við sem þjóð erum hér saman í því verkefni að reka heilsteypt samfélag með langtímahagsmuni þegnanna að leiðarljósi. Samfélag sem getur sinnt öllum okkar helstu þöfum og skapað okkur öryggi. Landbúnaðurinn og innlenda matvælaframleiðslan okkar eru ein af þeim grunnstoðum sem við sem samfélag höfum sameinast um að sinna rétt eins og aðrar siðmenntaðar þjóðir. Með innlendri framleiðslu erum við að leitast við að tryggja sem best fæðuöryggi þjóðarinnar og um leið matvælaöryggið þar sem við framleiðum heilnæmar og vandaðar vörur. Við erum líka að skapa störf og stuðla að dreifðri búsetu í landinu sem er mikilvægt af mörgum ástæðum. Allar okkar nágrannaþjóðir verja sína matvælaframleiðslu og því eru tollar og aðrar innflutningshindranir á slíkum vörum alþekkt í viðskiptum landanna. Matvælaframleiðsla á Íslandi er við þessar aðstæður ekki fær um að keppa við tollalausan og óheftan innflutning matvæla. Ekki vegna þess að við séum með óarðbæran rekstur eða laka framleiðslu, heldur fyrst og fremst vegna þess að verðlag er hér annað og hærra en í mörgum af okkar samkeppnislöndum. Hvet stjórnvöld til að styrkja tollvernd og standa vörð um innlenda matvælaframleiðslu Ég vil með þessum skrifum mínum hvetja stjórnvöld til að standa í lappirnar gegn svona áróðri og styrkja frekar tollvernd frá því sem nú er og fylgja þannig af alvöru eftir góðum áformum um vöxt og mikilvægi innlends landbúnaðar og innlendrar matvælaframleiðslu sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar samfélag til langrar framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Bústólpa á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Matur Verðlag Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mig rak í rogastans eins og efalaust marga fleiri við lestur greinar um tollamál og matvælaverð á Íslandi sem birtist á Vísi í dag 8/8 2024 undir yfirskriftinni: „Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla.“ Þar hvetur framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs stjórnvöld til að afnema tolla á innfluttum matvörurum þar sem það yrði mikil kjarabót fyrir íslensk heimili í formi lægra vöruverðs, aukins vöruúrvals og bættra gæða. Ennfremur segir hann tolla vera ofurskatt á mat og stærstu orsök hás matvælaverðs á Íslandi. Engin af þessum fulllyrðingum er rétt og í raun fátt annað en áróður fyrir auknum innflutningi matvæla á kostnað okkar innlendu og mikilvægu matvælaframleiðslu. Hér eru hlutirnir einfaldlega teknir úr öllu samhengi þess að reka og búa í sjálfstæðu samfélagi meðal þjóða og þannig líklega ætlað að líta vel út í augum neytenda. Tollar á íslandi hafa sáralítið með hátt verð á matvöru á íslandi að gera. Fyrir það fyrsta þá eru tollar á matvæli ekki háir á Íslandi í samanburði við okkar nágrannalönd. Þá hefur líka mjög verið dregið úr tollvernd á liðnum árum sem að margra mati er löngu komið á hættumörk. Einnig er fráleitt að halda því fram að afnám tolla myndi auka gæði matvæla á íslandi með frekari innflutningi þar sem gæði innlendra matvæla eru almennt séð mjög mikil og í mörgum tilvikum mun meiri en á þeim matvælum sem hingað eru flutt erlendis frá. Hátt verð á matvælum – hvers vegna er það? Ein af mestu rangfærslum í umræðu um matvæli hér á landi er að íslensk matvæli séu dýr. það rétta er hinsvegar að það kostar fleiri krónur að framleiða okkar innlendu hollu matvæli en það sem þekkist hjá mörgum af nágrannaþjóðum okkar, einfaldlega vegna þess að hér er verðlag hátt. Þegar matvælaverð hér er skoðað sem hlutfall af ráðstöfunartekjum fólks er það með því lægsta sem gerist í Evrópu. Sem dæmi kostar matur hér fleiri krónur en á Spáni en spánverjar þurfa hinsvegar að vinna fleiri vinnustundir til að kaupa sinn mat, einfaldlega af því að kaupmáttur er þar lægri. Matur er þar því í raun dýrari. Langtímahagsmunir og það að byggja saman samfélag Það virðist stundum alveg týnt og gleymt að við sem þjóð erum hér saman í því verkefni að reka heilsteypt samfélag með langtímahagsmuni þegnanna að leiðarljósi. Samfélag sem getur sinnt öllum okkar helstu þöfum og skapað okkur öryggi. Landbúnaðurinn og innlenda matvælaframleiðslan okkar eru ein af þeim grunnstoðum sem við sem samfélag höfum sameinast um að sinna rétt eins og aðrar siðmenntaðar þjóðir. Með innlendri framleiðslu erum við að leitast við að tryggja sem best fæðuöryggi þjóðarinnar og um leið matvælaöryggið þar sem við framleiðum heilnæmar og vandaðar vörur. Við erum líka að skapa störf og stuðla að dreifðri búsetu í landinu sem er mikilvægt af mörgum ástæðum. Allar okkar nágrannaþjóðir verja sína matvælaframleiðslu og því eru tollar og aðrar innflutningshindranir á slíkum vörum alþekkt í viðskiptum landanna. Matvælaframleiðsla á Íslandi er við þessar aðstæður ekki fær um að keppa við tollalausan og óheftan innflutning matvæla. Ekki vegna þess að við séum með óarðbæran rekstur eða laka framleiðslu, heldur fyrst og fremst vegna þess að verðlag er hér annað og hærra en í mörgum af okkar samkeppnislöndum. Hvet stjórnvöld til að styrkja tollvernd og standa vörð um innlenda matvælaframleiðslu Ég vil með þessum skrifum mínum hvetja stjórnvöld til að standa í lappirnar gegn svona áróðri og styrkja frekar tollvernd frá því sem nú er og fylgja þannig af alvöru eftir góðum áformum um vöxt og mikilvægi innlends landbúnaðar og innlendrar matvælaframleiðslu sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar samfélag til langrar framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Bústólpa á Akureyri.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun