Eru nýbakaðar mæður komnar aftur á bak við eldavélina, á TikTok? Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar 30. júlí 2024 10:30 Í starfi mínu sem mannauðsráðgjafi fæ ég oft til mín nýbakaðar mæður sem eru að snúa til baka til vinnu eftir fæðingarorlof. Flestar, ef ekki allar eru undir miklu álagi vegna þeirrar stöðu sem blasir við þeim í íslensku velferðarkerfi. Ekki er hægt að treysta því að börnin komist inn á réttum tíma á leikskóla og það þarf að brúa þetta bil á einhvern hátt. Á sama tíma eru þessar ungu mæður oft að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og búnar að fjárfesta í góðri menntun. Í fyrsta skipti á mínum starfsferli upplifi ég ákveðna afturför í jafnrétti kynjanna. Ég hef því verulegar áhyggjur af þessari þróun. Margar ungar mæður nefna nýja hluti sem ég hef áhyggjur af, s.s. að makinn vilji ekki taka fæðingarorlof, þær séu að dragast aftur úr í launaþróun, samfélagsmiðlar hafi mjög neikvæð áhrif, þær þurfi að hafa heimilið fullkomið, hreint og fínt og helst sótthreinsað eins og hjá áhrifavöldunum, helst þurfi þær að elda allt frá grunni, engan sykur, hveiti eða unnar kjötvörur fyrir börnin, unga fjölskyldan þurfi að klæðast réttum merkjavörum, kröfur um ferðalög innanlands og erlendis, miklar kröfur um útlit og heilsu og ímyndaðan lífsstíl. Þessar konur eru margar háskólamenntaðar og með mastersgráður, og koma úr góðu starfi en vegna þessa samverkandi þátta eru þær komnar aftur inn á heimilið, og að eigin sögn „á bak við eldavélina að baka fyrir TikTok“. Yfirleitt endar þetta á einn veg – í depurð og kvíða vegna fullkomnunaráráttu. Á dögunum birtist áhugaverð grein í Harvard Business Review um stöðu kvenna í Bandaríkjunum sem snéru aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Niðurstöður rannsóknarinnar sýnir að nýbakaðar mæður meta eftirfarandi þætti mest við endurkomu eftir fæðingarorlof: Skýrir mannauðsferlar í fyrirtækinu er snúa að fæðingarorlofi og stuðningi við endurkomu. Nýbökuð móðir þarf að vita hvaða rétt hún hefur á fæðingarorlofi, auknu orlofi, hvaða sveigjanleiki er í boði, hvernig starfsmannastefnan tekur á endurkomu og aðlögun, hlutastarfi, fjarvinnu, heimavinnu og hvort einhverjar leiðir séu til að lengja fæðingarorlofstímann og aðstoð við að mæta þörfum foreldra við breyttum aðstæðum. Skapað sé rými fyrir móðurhlutverkið. Þetta gerir móður eftir fæðingu kleift að hafa stað og tíma til að taka þátt í skyldum sem tengjast móðurhlutverkinu. Til dæmis að hvetja til sveigjanlegs vinnutíma, veita aðgang að brjóstagjöfum og þægilegu sæti, skipuleggja hlé sem gera kleift að dæla og það séu skil á milli vinnu og einkalífs. Starfið. Við endurkomu er mikilvægt að nýbökuð móðir finni að hún fái verkefni við hæfi, henni sé úthlutað þróunarverkefnum og nýjum tækifærum og henni sýnt traust að aðlagast breyttum aðstæðum. Sjálfsmynd. Það er mikilvægt að samstarfsfólk og stjórnendur sýni nýbökuðum mæðrum áhuga á þeirra nýja hlutverki, t.d. með því að sýna hluttekningu, áhuga, athuga velferð móðurinnar og hlusta af samúð á reynslu hennar. Þessir þættir úr þessari rannsókn eru mikilvægir, en þeir snúa hins vegar allir að fyrirtækjunum sjálfum og vantar inn í rannsóknina ytra umhverfi og þeirra nærumhverfi á heimilinu. Þar sem nýbakaðar mæður standa frammi fyrir í dag er þessi skelfilegu áskorun að sýna sig sem „ofurkonur“ sem verða samtímis að mæta og helga sig kröfum starfsferils síns og barna sinna, heimilinu og samfélagsmiðlum. Þetta er að mínu mati mikið áhyggjuefni. Eigum við ekki að slaka aðeins á í þessu ofurkonutali. Lítum okkur nær, fræðum okkar ungu kynslóð um jafnrétti kynjanna, ræðum saman og skoðum hvaða leið við erum að fara. Höfundur er meðeigandi og ráðgjafi hjá Attentus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í starfi mínu sem mannauðsráðgjafi fæ ég oft til mín nýbakaðar mæður sem eru að snúa til baka til vinnu eftir fæðingarorlof. Flestar, ef ekki allar eru undir miklu álagi vegna þeirrar stöðu sem blasir við þeim í íslensku velferðarkerfi. Ekki er hægt að treysta því að börnin komist inn á réttum tíma á leikskóla og það þarf að brúa þetta bil á einhvern hátt. Á sama tíma eru þessar ungu mæður oft að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og búnar að fjárfesta í góðri menntun. Í fyrsta skipti á mínum starfsferli upplifi ég ákveðna afturför í jafnrétti kynjanna. Ég hef því verulegar áhyggjur af þessari þróun. Margar ungar mæður nefna nýja hluti sem ég hef áhyggjur af, s.s. að makinn vilji ekki taka fæðingarorlof, þær séu að dragast aftur úr í launaþróun, samfélagsmiðlar hafi mjög neikvæð áhrif, þær þurfi að hafa heimilið fullkomið, hreint og fínt og helst sótthreinsað eins og hjá áhrifavöldunum, helst þurfi þær að elda allt frá grunni, engan sykur, hveiti eða unnar kjötvörur fyrir börnin, unga fjölskyldan þurfi að klæðast réttum merkjavörum, kröfur um ferðalög innanlands og erlendis, miklar kröfur um útlit og heilsu og ímyndaðan lífsstíl. Þessar konur eru margar háskólamenntaðar og með mastersgráður, og koma úr góðu starfi en vegna þessa samverkandi þátta eru þær komnar aftur inn á heimilið, og að eigin sögn „á bak við eldavélina að baka fyrir TikTok“. Yfirleitt endar þetta á einn veg – í depurð og kvíða vegna fullkomnunaráráttu. Á dögunum birtist áhugaverð grein í Harvard Business Review um stöðu kvenna í Bandaríkjunum sem snéru aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Niðurstöður rannsóknarinnar sýnir að nýbakaðar mæður meta eftirfarandi þætti mest við endurkomu eftir fæðingarorlof: Skýrir mannauðsferlar í fyrirtækinu er snúa að fæðingarorlofi og stuðningi við endurkomu. Nýbökuð móðir þarf að vita hvaða rétt hún hefur á fæðingarorlofi, auknu orlofi, hvaða sveigjanleiki er í boði, hvernig starfsmannastefnan tekur á endurkomu og aðlögun, hlutastarfi, fjarvinnu, heimavinnu og hvort einhverjar leiðir séu til að lengja fæðingarorlofstímann og aðstoð við að mæta þörfum foreldra við breyttum aðstæðum. Skapað sé rými fyrir móðurhlutverkið. Þetta gerir móður eftir fæðingu kleift að hafa stað og tíma til að taka þátt í skyldum sem tengjast móðurhlutverkinu. Til dæmis að hvetja til sveigjanlegs vinnutíma, veita aðgang að brjóstagjöfum og þægilegu sæti, skipuleggja hlé sem gera kleift að dæla og það séu skil á milli vinnu og einkalífs. Starfið. Við endurkomu er mikilvægt að nýbökuð móðir finni að hún fái verkefni við hæfi, henni sé úthlutað þróunarverkefnum og nýjum tækifærum og henni sýnt traust að aðlagast breyttum aðstæðum. Sjálfsmynd. Það er mikilvægt að samstarfsfólk og stjórnendur sýni nýbökuðum mæðrum áhuga á þeirra nýja hlutverki, t.d. með því að sýna hluttekningu, áhuga, athuga velferð móðurinnar og hlusta af samúð á reynslu hennar. Þessir þættir úr þessari rannsókn eru mikilvægir, en þeir snúa hins vegar allir að fyrirtækjunum sjálfum og vantar inn í rannsóknina ytra umhverfi og þeirra nærumhverfi á heimilinu. Þar sem nýbakaðar mæður standa frammi fyrir í dag er þessi skelfilegu áskorun að sýna sig sem „ofurkonur“ sem verða samtímis að mæta og helga sig kröfum starfsferils síns og barna sinna, heimilinu og samfélagsmiðlum. Þetta er að mínu mati mikið áhyggjuefni. Eigum við ekki að slaka aðeins á í þessu ofurkonutali. Lítum okkur nær, fræðum okkar ungu kynslóð um jafnrétti kynjanna, ræðum saman og skoðum hvaða leið við erum að fara. Höfundur er meðeigandi og ráðgjafi hjá Attentus.
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun