Eru nýbakaðar mæður komnar aftur á bak við eldavélina, á TikTok? Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar 30. júlí 2024 10:30 Í starfi mínu sem mannauðsráðgjafi fæ ég oft til mín nýbakaðar mæður sem eru að snúa til baka til vinnu eftir fæðingarorlof. Flestar, ef ekki allar eru undir miklu álagi vegna þeirrar stöðu sem blasir við þeim í íslensku velferðarkerfi. Ekki er hægt að treysta því að börnin komist inn á réttum tíma á leikskóla og það þarf að brúa þetta bil á einhvern hátt. Á sama tíma eru þessar ungu mæður oft að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og búnar að fjárfesta í góðri menntun. Í fyrsta skipti á mínum starfsferli upplifi ég ákveðna afturför í jafnrétti kynjanna. Ég hef því verulegar áhyggjur af þessari þróun. Margar ungar mæður nefna nýja hluti sem ég hef áhyggjur af, s.s. að makinn vilji ekki taka fæðingarorlof, þær séu að dragast aftur úr í launaþróun, samfélagsmiðlar hafi mjög neikvæð áhrif, þær þurfi að hafa heimilið fullkomið, hreint og fínt og helst sótthreinsað eins og hjá áhrifavöldunum, helst þurfi þær að elda allt frá grunni, engan sykur, hveiti eða unnar kjötvörur fyrir börnin, unga fjölskyldan þurfi að klæðast réttum merkjavörum, kröfur um ferðalög innanlands og erlendis, miklar kröfur um útlit og heilsu og ímyndaðan lífsstíl. Þessar konur eru margar háskólamenntaðar og með mastersgráður, og koma úr góðu starfi en vegna þessa samverkandi þátta eru þær komnar aftur inn á heimilið, og að eigin sögn „á bak við eldavélina að baka fyrir TikTok“. Yfirleitt endar þetta á einn veg – í depurð og kvíða vegna fullkomnunaráráttu. Á dögunum birtist áhugaverð grein í Harvard Business Review um stöðu kvenna í Bandaríkjunum sem snéru aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Niðurstöður rannsóknarinnar sýnir að nýbakaðar mæður meta eftirfarandi þætti mest við endurkomu eftir fæðingarorlof: Skýrir mannauðsferlar í fyrirtækinu er snúa að fæðingarorlofi og stuðningi við endurkomu. Nýbökuð móðir þarf að vita hvaða rétt hún hefur á fæðingarorlofi, auknu orlofi, hvaða sveigjanleiki er í boði, hvernig starfsmannastefnan tekur á endurkomu og aðlögun, hlutastarfi, fjarvinnu, heimavinnu og hvort einhverjar leiðir séu til að lengja fæðingarorlofstímann og aðstoð við að mæta þörfum foreldra við breyttum aðstæðum. Skapað sé rými fyrir móðurhlutverkið. Þetta gerir móður eftir fæðingu kleift að hafa stað og tíma til að taka þátt í skyldum sem tengjast móðurhlutverkinu. Til dæmis að hvetja til sveigjanlegs vinnutíma, veita aðgang að brjóstagjöfum og þægilegu sæti, skipuleggja hlé sem gera kleift að dæla og það séu skil á milli vinnu og einkalífs. Starfið. Við endurkomu er mikilvægt að nýbökuð móðir finni að hún fái verkefni við hæfi, henni sé úthlutað þróunarverkefnum og nýjum tækifærum og henni sýnt traust að aðlagast breyttum aðstæðum. Sjálfsmynd. Það er mikilvægt að samstarfsfólk og stjórnendur sýni nýbökuðum mæðrum áhuga á þeirra nýja hlutverki, t.d. með því að sýna hluttekningu, áhuga, athuga velferð móðurinnar og hlusta af samúð á reynslu hennar. Þessir þættir úr þessari rannsókn eru mikilvægir, en þeir snúa hins vegar allir að fyrirtækjunum sjálfum og vantar inn í rannsóknina ytra umhverfi og þeirra nærumhverfi á heimilinu. Þar sem nýbakaðar mæður standa frammi fyrir í dag er þessi skelfilegu áskorun að sýna sig sem „ofurkonur“ sem verða samtímis að mæta og helga sig kröfum starfsferils síns og barna sinna, heimilinu og samfélagsmiðlum. Þetta er að mínu mati mikið áhyggjuefni. Eigum við ekki að slaka aðeins á í þessu ofurkonutali. Lítum okkur nær, fræðum okkar ungu kynslóð um jafnrétti kynjanna, ræðum saman og skoðum hvaða leið við erum að fara. Höfundur er meðeigandi og ráðgjafi hjá Attentus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í starfi mínu sem mannauðsráðgjafi fæ ég oft til mín nýbakaðar mæður sem eru að snúa til baka til vinnu eftir fæðingarorlof. Flestar, ef ekki allar eru undir miklu álagi vegna þeirrar stöðu sem blasir við þeim í íslensku velferðarkerfi. Ekki er hægt að treysta því að börnin komist inn á réttum tíma á leikskóla og það þarf að brúa þetta bil á einhvern hátt. Á sama tíma eru þessar ungu mæður oft að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og búnar að fjárfesta í góðri menntun. Í fyrsta skipti á mínum starfsferli upplifi ég ákveðna afturför í jafnrétti kynjanna. Ég hef því verulegar áhyggjur af þessari þróun. Margar ungar mæður nefna nýja hluti sem ég hef áhyggjur af, s.s. að makinn vilji ekki taka fæðingarorlof, þær séu að dragast aftur úr í launaþróun, samfélagsmiðlar hafi mjög neikvæð áhrif, þær þurfi að hafa heimilið fullkomið, hreint og fínt og helst sótthreinsað eins og hjá áhrifavöldunum, helst þurfi þær að elda allt frá grunni, engan sykur, hveiti eða unnar kjötvörur fyrir börnin, unga fjölskyldan þurfi að klæðast réttum merkjavörum, kröfur um ferðalög innanlands og erlendis, miklar kröfur um útlit og heilsu og ímyndaðan lífsstíl. Þessar konur eru margar háskólamenntaðar og með mastersgráður, og koma úr góðu starfi en vegna þessa samverkandi þátta eru þær komnar aftur inn á heimilið, og að eigin sögn „á bak við eldavélina að baka fyrir TikTok“. Yfirleitt endar þetta á einn veg – í depurð og kvíða vegna fullkomnunaráráttu. Á dögunum birtist áhugaverð grein í Harvard Business Review um stöðu kvenna í Bandaríkjunum sem snéru aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Niðurstöður rannsóknarinnar sýnir að nýbakaðar mæður meta eftirfarandi þætti mest við endurkomu eftir fæðingarorlof: Skýrir mannauðsferlar í fyrirtækinu er snúa að fæðingarorlofi og stuðningi við endurkomu. Nýbökuð móðir þarf að vita hvaða rétt hún hefur á fæðingarorlofi, auknu orlofi, hvaða sveigjanleiki er í boði, hvernig starfsmannastefnan tekur á endurkomu og aðlögun, hlutastarfi, fjarvinnu, heimavinnu og hvort einhverjar leiðir séu til að lengja fæðingarorlofstímann og aðstoð við að mæta þörfum foreldra við breyttum aðstæðum. Skapað sé rými fyrir móðurhlutverkið. Þetta gerir móður eftir fæðingu kleift að hafa stað og tíma til að taka þátt í skyldum sem tengjast móðurhlutverkinu. Til dæmis að hvetja til sveigjanlegs vinnutíma, veita aðgang að brjóstagjöfum og þægilegu sæti, skipuleggja hlé sem gera kleift að dæla og það séu skil á milli vinnu og einkalífs. Starfið. Við endurkomu er mikilvægt að nýbökuð móðir finni að hún fái verkefni við hæfi, henni sé úthlutað þróunarverkefnum og nýjum tækifærum og henni sýnt traust að aðlagast breyttum aðstæðum. Sjálfsmynd. Það er mikilvægt að samstarfsfólk og stjórnendur sýni nýbökuðum mæðrum áhuga á þeirra nýja hlutverki, t.d. með því að sýna hluttekningu, áhuga, athuga velferð móðurinnar og hlusta af samúð á reynslu hennar. Þessir þættir úr þessari rannsókn eru mikilvægir, en þeir snúa hins vegar allir að fyrirtækjunum sjálfum og vantar inn í rannsóknina ytra umhverfi og þeirra nærumhverfi á heimilinu. Þar sem nýbakaðar mæður standa frammi fyrir í dag er þessi skelfilegu áskorun að sýna sig sem „ofurkonur“ sem verða samtímis að mæta og helga sig kröfum starfsferils síns og barna sinna, heimilinu og samfélagsmiðlum. Þetta er að mínu mati mikið áhyggjuefni. Eigum við ekki að slaka aðeins á í þessu ofurkonutali. Lítum okkur nær, fræðum okkar ungu kynslóð um jafnrétti kynjanna, ræðum saman og skoðum hvaða leið við erum að fara. Höfundur er meðeigandi og ráðgjafi hjá Attentus.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar