Logi snýr aftur í Njarðvíkurliðið: „Ofboðslega spennandi tími” Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 10:00 Logi Gunnarsson er kominn aftur í slaginn en þó ekki sem leikmaður. Vísir/Hulda Margrét Logi Gunnarsson er orðinn aftur hluti af karlaliði Njarðvíkur eftir eins árs fjarveru en hann er nú mættur aftur í nýtt hlutverk. Njarðvíkingar tilkynntu það í gær að Logi Gunnarsson verði aðstoðarþjálfari hjá Rúnari Inga Erlingssyni í Bónus-deildinni á komandi tímabili. Þetta er fyrsta þjálfunarstaða Loga í meistaraflokki en síðastliðinn áratug hefur hann verið yfirþjálfari yngri flokka í Njarðvík og á síðasta vetri stýrði hann 10. og 12. flokki karla hjá Njarðvík. Logi lagði skóna á hilluna vorið 2023. Hann lék alls 379 leiki fyrir Njarðvík á Íslandsmóti, 291 í deild og 88 í úrslitakeppni, og skoraði í þeim 730 þrista og 5016 alls stig. Aðeins þrír leikmenn hafa spilað fleiri leiki fyrir Njarðvík í úrvalsdeild (Teitur Örlygsson, Friðrik Ragnarsson og Friðrik Stefánsson) og aðeins Teitur hefur skorað fleiri stig. Þá eru ótalin tíu ár Loga sem atvinnumaður í Evrópu. Nú kemur Logi inn í nýtt hlutverk hjá Njarðvíkingum og reynsla hans ætti að nýtast liðinu afar vel. Rúnar Ingi tók við karlaliðinu í sumar en hann hefur haldið þétt um taumana hjá kvennaliði Njarðvíkur síðustu tímabil, gerði liðið meðal annars að Íslandsmeisturum vorið 2023 og fór með liðið í lokaúrslitin á síðasta tímabili. „Logi kemur með mikla reynslu að borðinu og við í stjórn erum mjög ánægð með þetta öfluga teymi sem mun stýra karlaliðinu okkar í vetur. Rúnar og Logi fá það verðuga verkefni að fara með Njarðvíkurliðið á nýjan heimavöll og skapa þar nýjar og góðar minningar með leikmönnum, stuðningsmönnum og samstarfsaðilium. Það er ofboðslega spennandi tími framundan hjá Njarðvíkingum og við bíðum spennt eftir að sjá samstarf Rúnars og Loga hefjast,” sagði Halldór Karlsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í frétt á síðu Njarðvíkur. View this post on Instagram A post shared by Njarðvík (@umfnofficial) UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Njarðvíkingar tilkynntu það í gær að Logi Gunnarsson verði aðstoðarþjálfari hjá Rúnari Inga Erlingssyni í Bónus-deildinni á komandi tímabili. Þetta er fyrsta þjálfunarstaða Loga í meistaraflokki en síðastliðinn áratug hefur hann verið yfirþjálfari yngri flokka í Njarðvík og á síðasta vetri stýrði hann 10. og 12. flokki karla hjá Njarðvík. Logi lagði skóna á hilluna vorið 2023. Hann lék alls 379 leiki fyrir Njarðvík á Íslandsmóti, 291 í deild og 88 í úrslitakeppni, og skoraði í þeim 730 þrista og 5016 alls stig. Aðeins þrír leikmenn hafa spilað fleiri leiki fyrir Njarðvík í úrvalsdeild (Teitur Örlygsson, Friðrik Ragnarsson og Friðrik Stefánsson) og aðeins Teitur hefur skorað fleiri stig. Þá eru ótalin tíu ár Loga sem atvinnumaður í Evrópu. Nú kemur Logi inn í nýtt hlutverk hjá Njarðvíkingum og reynsla hans ætti að nýtast liðinu afar vel. Rúnar Ingi tók við karlaliðinu í sumar en hann hefur haldið þétt um taumana hjá kvennaliði Njarðvíkur síðustu tímabil, gerði liðið meðal annars að Íslandsmeisturum vorið 2023 og fór með liðið í lokaúrslitin á síðasta tímabili. „Logi kemur með mikla reynslu að borðinu og við í stjórn erum mjög ánægð með þetta öfluga teymi sem mun stýra karlaliðinu okkar í vetur. Rúnar og Logi fá það verðuga verkefni að fara með Njarðvíkurliðið á nýjan heimavöll og skapa þar nýjar og góðar minningar með leikmönnum, stuðningsmönnum og samstarfsaðilium. Það er ofboðslega spennandi tími framundan hjá Njarðvíkingum og við bíðum spennt eftir að sjá samstarf Rúnars og Loga hefjast,” sagði Halldór Karlsson formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, í frétt á síðu Njarðvíkur. View this post on Instagram A post shared by Njarðvík (@umfnofficial)
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira