Að verða fórnarlamb íslenskra skattyfirvalda Arnar Pálsson skrifar 17. júlí 2024 15:00 Tilefni þessarar greinaskrifa er vekja athygli á fimm ára baráttu eftirlaunaþega við Íslensk skattyfirvöld vegna tvísköttunar og synjun um undanþágu á skattlagningu lífeyristekna samkvæmt tvísköttunarsamningi. Þar sem ég bý erlendis og hef gert sl. 18 ár er mér refsað fyrir að yfirgefa Ísland. Borgaðu vinur, ella hefur það afleiðingar. Íslensk skattyfirvöld segja bara, „Ég má“.Ef skoðuð er heimasíða embættisins segir þar um hlutverk hennar: Hlutverk Skattsins Samfélaginu öllu til heilla Við erum framsækin þjónustustofnun sem leggur grunn að samfélagslegri þjónustu með því að tryggja tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. Með virku eftirliti, rannsóknum og tollgæslu stuðlum við að jafnræði og virkri samkeppni og leggjum okkar af mörkum til að vernda samfélagið. Gildi Skattsins Fagmennska - Framsækni – Samvinna“ Á þeim tæplega sjötíu árum sem ég hef lifað, hef ég samviskulega borgað álagða skatta, án athugasemda, eftir að ég fór að afla tekna. Nú bregður svo við, eftir að ég tók þá ákvörðun um að hefja útborgun uppsafnaðs lífeyris frá lífeyrissjóðum á Íslandi, sem ég hef í gegnum ævina greitt til, og nú síðar lögbundins ellilífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins, er mér gert að greiða tekjuskatt og útsvar á Íslandi sem er skattlagður einnig í því ríki sem ég hef nú heimilisfesti í og lögheimili. Mér ber skylda að upplýsa um eftirlaunatekjur mínar frá Íslandi í búsetu landinu. Þótt tvísköttunarsamningur sé í gildi á milli Íslands og búsetulandsins, taka Íslensk skattyfirvöld ekkert mark á samningningum. Segja bara „ég má“. Er þetta liður í að stuðla að jafnræði milli ríkisborgara? Þetta er í mínum huga grófleg misbeiting valds, að hunsa tvísköttunarsamninga.. Á þessum sl. fimm árum hef ég greitt útsvar á Íslandi, tæplega um þrjá milljónir króna (íslenskar krónur) og annað eins í tekjuskatt. Fram að þessu hef ég notið persónuafsláttar en nú verður breyting á um næstkomandi áramót (2024/2025) ef reglan um erlenda búsetu tekur gildi. Hvernig fara íslensk skattyfirvöld að? Þau nota 18 ára gamla lögheimilisskráningu á Íslandi sem grundvöll fyrir ákvörðun útsvars og ákvarða dvaladaga á Íslandi, þvert ofan í þær staðreyndir að ég hafi ekki dvalið á landinu, nema í örfárra daga. Þvert á lög um lögheimilisskráningu og heimilisfesti. Þau segja bara „ég má“. Það er dýrt að vera fátækur ellilífeyrisþegi og verður enn dýrara á næsta ári ef að breytingarnar verða að veruleika. Ég ætti að vera stoltur af í augun skattsins að vera einn af þessum svokölluðu breiðu bökum í samfélaginu sem íslenskur ríkisborgari. Í raun er svo ekki. Ég hef þurft að skera niður allan kostnað, til að geta lifað af. Takmarkað ferðir mínar til Íslands við að heimsækja barnabörn mín og fjölskyldu. Er í raun orðin fórnarlamb íslenskra skattyfirvalda. Verðugt verkefni dómstóla til að skoða nánar sem/og umboðsmanns Alþingis, hvort vegferð íslenska skattyfirvalda sé á réttri leið. Ennfremur íslenskra stjórnvalda, undir slagorðinu „Það er gott að eldast“ þar sem gengið út frá því að tryggja eldra fólki þjónustu við hæfi á réttu þjónustustigi. Íslensk skattyfirvöld eru að mínu mati ekki sú framsækna þjónustustofnun, sem þau vilja láta vera af. Þau segja bara „ég má“ burtséð frá tvísköttunarsamningum við erlend ríki. Höfundur er eftirlauna- og ellilífeyrisþegi, búsettur í útlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Íslendingar erlendis Skattar og tollar Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Tilefni þessarar greinaskrifa er vekja athygli á fimm ára baráttu eftirlaunaþega við Íslensk skattyfirvöld vegna tvísköttunar og synjun um undanþágu á skattlagningu lífeyristekna samkvæmt tvísköttunarsamningi. Þar sem ég bý erlendis og hef gert sl. 18 ár er mér refsað fyrir að yfirgefa Ísland. Borgaðu vinur, ella hefur það afleiðingar. Íslensk skattyfirvöld segja bara, „Ég má“.Ef skoðuð er heimasíða embættisins segir þar um hlutverk hennar: Hlutverk Skattsins Samfélaginu öllu til heilla Við erum framsækin þjónustustofnun sem leggur grunn að samfélagslegri þjónustu með því að tryggja tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. Með virku eftirliti, rannsóknum og tollgæslu stuðlum við að jafnræði og virkri samkeppni og leggjum okkar af mörkum til að vernda samfélagið. Gildi Skattsins Fagmennska - Framsækni – Samvinna“ Á þeim tæplega sjötíu árum sem ég hef lifað, hef ég samviskulega borgað álagða skatta, án athugasemda, eftir að ég fór að afla tekna. Nú bregður svo við, eftir að ég tók þá ákvörðun um að hefja útborgun uppsafnaðs lífeyris frá lífeyrissjóðum á Íslandi, sem ég hef í gegnum ævina greitt til, og nú síðar lögbundins ellilífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins, er mér gert að greiða tekjuskatt og útsvar á Íslandi sem er skattlagður einnig í því ríki sem ég hef nú heimilisfesti í og lögheimili. Mér ber skylda að upplýsa um eftirlaunatekjur mínar frá Íslandi í búsetu landinu. Þótt tvísköttunarsamningur sé í gildi á milli Íslands og búsetulandsins, taka Íslensk skattyfirvöld ekkert mark á samningningum. Segja bara „ég má“. Er þetta liður í að stuðla að jafnræði milli ríkisborgara? Þetta er í mínum huga grófleg misbeiting valds, að hunsa tvísköttunarsamninga.. Á þessum sl. fimm árum hef ég greitt útsvar á Íslandi, tæplega um þrjá milljónir króna (íslenskar krónur) og annað eins í tekjuskatt. Fram að þessu hef ég notið persónuafsláttar en nú verður breyting á um næstkomandi áramót (2024/2025) ef reglan um erlenda búsetu tekur gildi. Hvernig fara íslensk skattyfirvöld að? Þau nota 18 ára gamla lögheimilisskráningu á Íslandi sem grundvöll fyrir ákvörðun útsvars og ákvarða dvaladaga á Íslandi, þvert ofan í þær staðreyndir að ég hafi ekki dvalið á landinu, nema í örfárra daga. Þvert á lög um lögheimilisskráningu og heimilisfesti. Þau segja bara „ég má“. Það er dýrt að vera fátækur ellilífeyrisþegi og verður enn dýrara á næsta ári ef að breytingarnar verða að veruleika. Ég ætti að vera stoltur af í augun skattsins að vera einn af þessum svokölluðu breiðu bökum í samfélaginu sem íslenskur ríkisborgari. Í raun er svo ekki. Ég hef þurft að skera niður allan kostnað, til að geta lifað af. Takmarkað ferðir mínar til Íslands við að heimsækja barnabörn mín og fjölskyldu. Er í raun orðin fórnarlamb íslenskra skattyfirvalda. Verðugt verkefni dómstóla til að skoða nánar sem/og umboðsmanns Alþingis, hvort vegferð íslenska skattyfirvalda sé á réttri leið. Ennfremur íslenskra stjórnvalda, undir slagorðinu „Það er gott að eldast“ þar sem gengið út frá því að tryggja eldra fólki þjónustu við hæfi á réttu þjónustustigi. Íslensk skattyfirvöld eru að mínu mati ekki sú framsækna þjónustustofnun, sem þau vilja láta vera af. Þau segja bara „ég má“ burtséð frá tvísköttunarsamningum við erlend ríki. Höfundur er eftirlauna- og ellilífeyrisþegi, búsettur í útlöndum.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun