Bronny James hefur klikkað á öllum skotunum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 14:00 Bronny James Jr. í níunni hjá Los Angeles Lakers en hann hefur enn ekki náð að skora níu stig í einum leik í Sumardeildinni. Getty/Thearon W. Henderson Los Angeles Lakers valdi Bronny James, tvítugan son LeBron James, í nýliðavalinu á dögunum en það er ekki hægt að segja að strákurinn sé að heilla marga með frammistöðu sinni í Sumardeild NBA. Bronny var valinn númer 55 í nýliðavalinu og LeBron James fékk því ósk sína uppfyllta um að fá að spila við hlið sonar síns í NBA. Hvort að strákurinn fái margar mínútur er þó langt frá því að vera öruggt. Hann er nefnilega ekki skila merkilegri frammistöðu í Sumardeildinni. pic.twitter.com/Pou3WNdFus— Bronny (@BronnyJamesJr) July 6, 2024 Einn af kostum Bronny James átti að vera góð nýting hans fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hefur hins vegar klikkað á öllum tólf þriggja stiga skotum sínum í Sumardeildinni og er með aðeins 23 prósent skotnýtingu samtals. Bara sex skot hafa farið niður úr 26 tilraunum. Í síðasta leik skoraði hann átta stig og hitti úr 3 af 14 skotum sínum. Hann reyndi átta þriggja stiga skot án árangurs. Lakers tapaði leiknum 99-80 á móti Houston Rockets. Bronny var með fimm fráköst og enga stoðsendingu á 27 mínútum. Í fyrsta leiknum sem tapaðist 108-94 á móti Sacramento Kings var Bronny með fjögur stig á 21 mínútu auk þess að taka tvö fráköst og gefa tvær stoðsendingar. Í öðrum leiknum sem tapaðist 80-76 á móti Miami Heat var Bronny með þrjú stig á 29 mínútu auk þess að taka fimm fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Hann er því samanlagt í þremur leikjum með 15 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar á 77 mínútum í þessum þremur leikjum sínum í Sumardeildinni. Ef við uppfærum þær tölur á 30 mínútur þá eru það 5,8 stig, 4,7 fráköst og 1,9 stoðsendingar. Hann er heldur ekki að spila við bestu leikmenn NBA heldur við nýliða og leikmenn sem dreymir um að komast að í NBA deildinni. Það er þvi erfitt að vera bjartsýnn fyrir hönd NBA ferils Bronny James þessa dagana. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) NBA Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Sjá meira
Bronny var valinn númer 55 í nýliðavalinu og LeBron James fékk því ósk sína uppfyllta um að fá að spila við hlið sonar síns í NBA. Hvort að strákurinn fái margar mínútur er þó langt frá því að vera öruggt. Hann er nefnilega ekki skila merkilegri frammistöðu í Sumardeildinni. pic.twitter.com/Pou3WNdFus— Bronny (@BronnyJamesJr) July 6, 2024 Einn af kostum Bronny James átti að vera góð nýting hans fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hefur hins vegar klikkað á öllum tólf þriggja stiga skotum sínum í Sumardeildinni og er með aðeins 23 prósent skotnýtingu samtals. Bara sex skot hafa farið niður úr 26 tilraunum. Í síðasta leik skoraði hann átta stig og hitti úr 3 af 14 skotum sínum. Hann reyndi átta þriggja stiga skot án árangurs. Lakers tapaði leiknum 99-80 á móti Houston Rockets. Bronny var með fimm fráköst og enga stoðsendingu á 27 mínútum. Í fyrsta leiknum sem tapaðist 108-94 á móti Sacramento Kings var Bronny með fjögur stig á 21 mínútu auk þess að taka tvö fráköst og gefa tvær stoðsendingar. Í öðrum leiknum sem tapaðist 80-76 á móti Miami Heat var Bronny með þrjú stig á 29 mínútu auk þess að taka fimm fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Hann er því samanlagt í þremur leikjum með 15 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar á 77 mínútum í þessum þremur leikjum sínum í Sumardeildinni. Ef við uppfærum þær tölur á 30 mínútur þá eru það 5,8 stig, 4,7 fráköst og 1,9 stoðsendingar. Hann er heldur ekki að spila við bestu leikmenn NBA heldur við nýliða og leikmenn sem dreymir um að komast að í NBA deildinni. Það er þvi erfitt að vera bjartsýnn fyrir hönd NBA ferils Bronny James þessa dagana. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn)
NBA Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Sjá meira