„Ekki vera þessi heimski náungi“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2024 07:01 Mikil stemmning er í kringum Frakklandshjólreiðarnar á hverju ári. Vísir/Getty Ansi sérstakt atvik átti sér stað í Tour de France hjólreiðakeppninni í dag þegar áhorfandi hljóp inn á brautina og truflaði forystusauð keppninnar á nokkuð frumlegan hátt. Frakklandshjólreiðarnar eru stærsti viðburður ársins í hjólaheiminum á ári hverju en keppnin fór fyrst fram árið 1903. Hjólaleiðin breytist örlítið á milli ára en á hverju ári er meðal annars hjólað í Alpafjöllunum og Pýreneafjöllunum. Mótið í ár er í fullum gangi og í dag hjóluðu keppendur frá Pau til Saint-Lary í Frakklandi en ótrúlegt atvik átti sér stað á sérleið dagsins. Hinn 25 ára gamli Tadej Pogacar frá Slóveníu átti tvo kílómetra eftir á þessari fjórtándu sérleið og var á fullri ferð í brautinni með áhorfendur allt í kring. Skyndilega hljóp einn áhorfandanna inn á brautina og tæmdi úr snakkpoka framan í Pogacar sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. 😡 In a world where you can be anything, don't be this stupid guy.😡 Dans un monde où vous pouvez être qui vous voulez, ne soyez pas cet idiot. pic.twitter.com/oLTkNsXlNK— Tour de France™ (@LeTour) July 13, 2024 „Í veröld þar sem þú getur verið hvað sem er, ekki vera þessi heimski náungi,“ var skrifað á opinberan X-aðgang Frakklandshjólreiðanna. Atvikið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og fékk áhorfandinn mikla gagnrýni fyrir uppátækið. Pogacar fór með sigur af hólmi á sérleiðinni með töluverðum yfirburðum þrátt fyrir atvikið. Pogacar hefur tvisvar farið með sigur af hólmi í Frakklandshjólreiðunum og er á höttunum á eftir sínum þriðja sigri. Hann er með 39 sekúndna forystu í keppninni en henni lýkur í Nice þann 21. júlí. Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira
Frakklandshjólreiðarnar eru stærsti viðburður ársins í hjólaheiminum á ári hverju en keppnin fór fyrst fram árið 1903. Hjólaleiðin breytist örlítið á milli ára en á hverju ári er meðal annars hjólað í Alpafjöllunum og Pýreneafjöllunum. Mótið í ár er í fullum gangi og í dag hjóluðu keppendur frá Pau til Saint-Lary í Frakklandi en ótrúlegt atvik átti sér stað á sérleið dagsins. Hinn 25 ára gamli Tadej Pogacar frá Slóveníu átti tvo kílómetra eftir á þessari fjórtándu sérleið og var á fullri ferð í brautinni með áhorfendur allt í kring. Skyndilega hljóp einn áhorfandanna inn á brautina og tæmdi úr snakkpoka framan í Pogacar sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. 😡 In a world where you can be anything, don't be this stupid guy.😡 Dans un monde où vous pouvez être qui vous voulez, ne soyez pas cet idiot. pic.twitter.com/oLTkNsXlNK— Tour de France™ (@LeTour) July 13, 2024 „Í veröld þar sem þú getur verið hvað sem er, ekki vera þessi heimski náungi,“ var skrifað á opinberan X-aðgang Frakklandshjólreiðanna. Atvikið vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og fékk áhorfandinn mikla gagnrýni fyrir uppátækið. Pogacar fór með sigur af hólmi á sérleiðinni með töluverðum yfirburðum þrátt fyrir atvikið. Pogacar hefur tvisvar farið með sigur af hólmi í Frakklandshjólreiðunum og er á höttunum á eftir sínum þriðja sigri. Hann er með 39 sekúndna forystu í keppninni en henni lýkur í Nice þann 21. júlí.
Hjólreiðar Frakklandshjólreiðarnar Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira