Norðurlandameistarnir fengu stóran skell í fyrsta leik EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 15:30 Almar Orri Atlason átti mjög erfiðan dag eins og fleiri í íslenska liðinu. FIBA.basketball Íslenska tuttugu ára landslið karla í körfubolta fékk stóran skell í dag í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Gdynia í Póllandi. Litháen vann þá þrjátíu stiga sigur á Íslandi, 93-63, og skaut íslensku strákana heldur betur niður á jörðina eftir alla velgengnina á Norðurlandamótinu á dögunum. Íslenska liðið varð þá Norðurlandameistari en mætti núna einu besta liði Evrópu. Tómas Valur Þrastarson var stighæstur í íslenska liðinu með ellefu stig en Friðrik Leó Curtis skoraði tíu stig. Elías Bjarki Pálsson skoraði sjö stig og Hallgrímur Árni Þrastarson var með sex stig. Litháum tókst alveg að loka á Almar Orri Atlason og heildarskotnýting íslenska liðsins var aðeins 25 prósent (20 af 81). Almar klikkaði á tólf af þrettán skotum sínum í leiknum. Íslenska liðið var 4-2 yfir í upphafi leiks en fékk síðan á sig ellefu stig í röð og staðan var allt í einu orðin 13-4 fyrir Litháen. Litháarnir voru komnir með frumkvæðið og þeir voru tólf stigum yfir, 24-12, eftir fyrsta leikhlutann. Paulius Murauskas var íslensku strákunum erfiður og skoraði tíu stig á fyrstu sex mínútum leiksins. Hann endaði á því að skora 19 stig á 19 mínútum í leiknum. Stjarna íslenska liðsins, Almar Orri Atlason, klikkaði aftur á móti á öllum sex skotum sínum í fyrsta leikhlutanum en skotnýting íslenska liðsins í leikhlutanum var aðeins 18 prósent (4 af 23). Munurinn var orðinn 31 stig í hálfleik þegar staðan var 52-21 fyrir Litháen. Almar Orri var enn ekki búinn að hitta úr skoti (0 af 9) og var bara með eitt stig á sextán spiluðum mínútum í hálfleiknum. Tómas Valur Þrastarson skoraði meira en helming stiga íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum eða 11 af 21. Íslenska liðið náði örlítið að laga stöðuna í seinni hálfleik en ekki mikið og Litháarnir fögnuðu risasigri í fyrsta leik mósins. Það kemur dagur eftir þennan dag og nú þurfa íslensku strákarnir að rífa sig upp fyrir leik á móti Svartfellingum á morgun. Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Litháen vann þá þrjátíu stiga sigur á Íslandi, 93-63, og skaut íslensku strákana heldur betur niður á jörðina eftir alla velgengnina á Norðurlandamótinu á dögunum. Íslenska liðið varð þá Norðurlandameistari en mætti núna einu besta liði Evrópu. Tómas Valur Þrastarson var stighæstur í íslenska liðinu með ellefu stig en Friðrik Leó Curtis skoraði tíu stig. Elías Bjarki Pálsson skoraði sjö stig og Hallgrímur Árni Þrastarson var með sex stig. Litháum tókst alveg að loka á Almar Orri Atlason og heildarskotnýting íslenska liðsins var aðeins 25 prósent (20 af 81). Almar klikkaði á tólf af þrettán skotum sínum í leiknum. Íslenska liðið var 4-2 yfir í upphafi leiks en fékk síðan á sig ellefu stig í röð og staðan var allt í einu orðin 13-4 fyrir Litháen. Litháarnir voru komnir með frumkvæðið og þeir voru tólf stigum yfir, 24-12, eftir fyrsta leikhlutann. Paulius Murauskas var íslensku strákunum erfiður og skoraði tíu stig á fyrstu sex mínútum leiksins. Hann endaði á því að skora 19 stig á 19 mínútum í leiknum. Stjarna íslenska liðsins, Almar Orri Atlason, klikkaði aftur á móti á öllum sex skotum sínum í fyrsta leikhlutanum en skotnýting íslenska liðsins í leikhlutanum var aðeins 18 prósent (4 af 23). Munurinn var orðinn 31 stig í hálfleik þegar staðan var 52-21 fyrir Litháen. Almar Orri var enn ekki búinn að hitta úr skoti (0 af 9) og var bara með eitt stig á sextán spiluðum mínútum í hálfleiknum. Tómas Valur Þrastarson skoraði meira en helming stiga íslenska liðsins í fyrri hálfleiknum eða 11 af 21. Íslenska liðið náði örlítið að laga stöðuna í seinni hálfleik en ekki mikið og Litháarnir fögnuðu risasigri í fyrsta leik mósins. Það kemur dagur eftir þennan dag og nú þurfa íslensku strákarnir að rífa sig upp fyrir leik á móti Svartfellingum á morgun.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn