Pabbinn svekktur eftir að Klay valdi Mavericks yfir Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 09:00 Feðgarnir Mychal Thompson og Klay Thompson á góðri stundu. Getty/Charley Gallay Klay Thompson olli föður sínum vonbrigðum þegar hann valdi frekar að semja við Dallas Mavericks í staðinn fyrir að fara í Los Angeles Lakers. Það var ljóst að Thompson myndi ekki spila áfram með liði Golden State Warriors og fyrrnefnd tvö lið höfðu mestan áhuga á því að fá þessa öflugu skyttu til sín fyrir næsta tímabil í NBA deildinni í körfubolta. Thompson ákvað að taka þriggja ára samningstilboði frá Dallas sem skilar honum fimmtíu milljónum Bandaríkjadala eða tæpum sjö milljörðum. Mychal Thompson, father of Klay Thompson & a 2x NBA champion with the Los Angeles Lakers, says he was disappointed that his son didn’t sign with the Lakers: “I’m not feeling too much in a congratulatory mood. I was hoping & praying that he’d finish his career with the Lakers.”… pic.twitter.com/qSBWJ7eMvb— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) July 2, 2024 „Ég er ekkert svo ánægður akkúrat núna,“ sagði Mychal Thompson, faðir Klay, í útvarpsviðtali á SiriusXM NBA Radio. Hann vildi sjá son sinn spila með Lakers alveg eins og hann gerði sjálfur í fjögur ár. Mychal lék nefnilega sjálfur með Los Angeles Lakers undir lok níunda áratugarins og varð NBA meistari með liðinu 1987 og 1988. Hann kom til Lakers frá San Antonio Spurs í skiptum fyrir Pétur Guðmundsson í febrúar 1987. „Þetta er auðvitað ákvörðun sem Klay tekur sjálfur. Þetta er hans líf,“ sagði Thompson. „Hann er fullorðinn maður, orðinn 34 ára gamall. Feður okkar gefa okkur ráð en við veljum okkar eigin leið og það er í lagi. Um það snýst lífið,“ sagði Thompson. „Ég er samt virkilega svekktur. Ég var að vonast eftir því að hann færi í Lakers. Hann var líka nálægt því að fara þangað. Þetta var á endanum val á milli Lakers og Mavs og Mavs vann. Ég var samt að vona og biðja fyrir því að hann myndi enda ferilinn með Lakers,“ sagði Thompson. Klay Thompson gat fengið betri samning hjá öðrum félögum en er sagður hafa valið Dallas Mavericks til að eiga meiri möguleika á að vinna sinn fimmta NBA titil sem og að skattarnir í Texas fylki eru mjög hagstæðir. "I'm not feeling too much in a congratulatory mood."Mychal Thompson had hopes that his son, Klay Thompson, would join the Lakers.@champagnennuts | @TheFrankIsola | @Scalabrine pic.twitter.com/8TH9bV3Ktw— SiriusXM NBA Radio (@SiriusXMNBA) July 2, 2024 NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Það var ljóst að Thompson myndi ekki spila áfram með liði Golden State Warriors og fyrrnefnd tvö lið höfðu mestan áhuga á því að fá þessa öflugu skyttu til sín fyrir næsta tímabil í NBA deildinni í körfubolta. Thompson ákvað að taka þriggja ára samningstilboði frá Dallas sem skilar honum fimmtíu milljónum Bandaríkjadala eða tæpum sjö milljörðum. Mychal Thompson, father of Klay Thompson & a 2x NBA champion with the Los Angeles Lakers, says he was disappointed that his son didn’t sign with the Lakers: “I’m not feeling too much in a congratulatory mood. I was hoping & praying that he’d finish his career with the Lakers.”… pic.twitter.com/qSBWJ7eMvb— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) July 2, 2024 „Ég er ekkert svo ánægður akkúrat núna,“ sagði Mychal Thompson, faðir Klay, í útvarpsviðtali á SiriusXM NBA Radio. Hann vildi sjá son sinn spila með Lakers alveg eins og hann gerði sjálfur í fjögur ár. Mychal lék nefnilega sjálfur með Los Angeles Lakers undir lok níunda áratugarins og varð NBA meistari með liðinu 1987 og 1988. Hann kom til Lakers frá San Antonio Spurs í skiptum fyrir Pétur Guðmundsson í febrúar 1987. „Þetta er auðvitað ákvörðun sem Klay tekur sjálfur. Þetta er hans líf,“ sagði Thompson. „Hann er fullorðinn maður, orðinn 34 ára gamall. Feður okkar gefa okkur ráð en við veljum okkar eigin leið og það er í lagi. Um það snýst lífið,“ sagði Thompson. „Ég er samt virkilega svekktur. Ég var að vonast eftir því að hann færi í Lakers. Hann var líka nálægt því að fara þangað. Þetta var á endanum val á milli Lakers og Mavs og Mavs vann. Ég var samt að vona og biðja fyrir því að hann myndi enda ferilinn með Lakers,“ sagði Thompson. Klay Thompson gat fengið betri samning hjá öðrum félögum en er sagður hafa valið Dallas Mavericks til að eiga meiri möguleika á að vinna sinn fimmta NBA titil sem og að skattarnir í Texas fylki eru mjög hagstæðir. "I'm not feeling too much in a congratulatory mood."Mychal Thompson had hopes that his son, Klay Thompson, would join the Lakers.@champagnennuts | @TheFrankIsola | @Scalabrine pic.twitter.com/8TH9bV3Ktw— SiriusXM NBA Radio (@SiriusXMNBA) July 2, 2024
NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira