Um söguleg tíðindi gæti verið að ræða ef aðeins er litið á þá staðreynd að aldrei áður hafa feðgar spilað með sama liðinu í leik í NBA deildinni. Það gæti breyst á næsta tímabili en með fimmtugasta og fimmta valrétt sínum valdi Los Angeles Lakers Bronny James í lið sitt.
Bronny James is selected 55th overall by the @Lakers in the 2024 #NBADraft presented by State Farm!
— NBA (@NBA) June 27, 2024
Watch the Second Round on ESPN. pic.twitter.com/BnxozT7CGj
Bronny, nítján ára gamall, er elsti sonur LeBron James sem hefur skipað sér nafn sem einn allra besti körfuboltamaður sögunnar og hefur hann á sínum ferli fjórum sinnum orðið NBA meistari og fjórum sinnum verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar.
Bronny ákvað að gefa kost á sér í nýliðaval NBA deildarinnar eftir aðeins eitt tímabil með liði USC háskólans þar sem að hann var að meðaltali með 4,8 stig í leik, 2,8 fráköst og 2,1 stoðsendingu og spilaði að meðaltali 19,4 mínútur í leik.
Bronny gekk til liðs við lið USC á miðju tímabili en þar áður hafði hann gengið í gegnum krefjandi tíma utanvallar eftir að hafa farið í hjartastopp.
BRON AND BRONNY ON THE SAME TEAM 🟡 🟣
— ESPN (@espn) June 27, 2024
The Lakers select Bronny James with the 55th pick‼️ pic.twitter.com/g1w5Cg3B6T
Samningur LeBron James við Los Angeles Lakers er að renna út og hefur hann til 29.júní næstkomandi til þess að virkja ákvæði í þeim samningi og halda inn í næsta tímabil með liðinu. Það yrðu nú að teljast tíðindi ef faðirinn myndi ekki virkja það ákvæði og kveðja liðið nú þegar að sonurinn er mættur.