Maðurinn sem missir ekki úr mínútu skiptir um lið í stóra eplinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2024 16:01 Skiptir um lið innan New York. G Fiume/Getty Images Mikal Bridges hefur fært sig um set frá Brooklyn Nets til New York Knicks. Bridges hefur ekki misst úr leik síðan hann kom inn í NBA-deildina árið 2018. Hinn 27 ára gamli Bridges gekk í raðir Nets á síðasta ári þegar hann var notaður sem skiptimynt fyrir Kevin Durant sem fór til Phoenix Suns frá Nets. Eftir aðeins ár í Brooklyn hefur hann fært sig um set innan New York-borgar. Nets fær Bojan Bogdanović og heilan haug af valréttum ef marka má hinn áreiðanlega Adrian Wojnarowski. BREAKING: The Brooklyn Nets have agreed in principle on a trade to send F Mikal Bridges to the New York Knicks for Bojan Bogdanovic, four unprotected first-round picks, a protected first-round pick via Bucks, an unprotected pick swap and a second-rounder, sources tell ESPN. pic.twitter.com/TEGsIpoa3b— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 26, 2024 Það ætti að vera vel um Bridges hjá Knicks þar sem hann hittir fyrir fjóra fyrrum samherja sína úr Villanova-háskólanum. Bridges, Jalen Brunson, Josh Hart og Donte DiVencenzo urðu landsmeistarar með skólanum árið 2016 og eru í dag leikmenn Knicks. pic.twitter.com/42MK5MA40c— Josh Hart (@joshhart) June 26, 2024 Lengi vel hefur verið grínast með það að Tom Thibodeau, þjálfari Knicks, láti leikmenn sína spila alltof margar mínútur og passar Bridges vel inn í þá hugmyndafræði þar sem hann hefur ekki misst úr leik vegna meiðsla á öllum sínum ferli í NBA-deildinni. Þá var hann frábær í annars slöku liði Nets á síðustu leiktíð, skoraði Bridges tæp 20 stig að meðaltali í leik ásamt því að taka 4,5 fráköst og gefa 3,6 stoðsendingar. Knicks fór í undanúrslit Austursins á síðustu leiktíð þar sem það tapaði í oddaleik gegn Indiana Pacers. Liðið var án Julius Randle í úrslitakeppninni og það hafði sitt að segja að lokum. Með komu Bridges og mögulegum framlengdum samning OG Anunoby er liðið hins vegar til alls líklegt á komandi leiktíð. Körfubolti NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Bradley Beal til Clippers Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Bridges gekk í raðir Nets á síðasta ári þegar hann var notaður sem skiptimynt fyrir Kevin Durant sem fór til Phoenix Suns frá Nets. Eftir aðeins ár í Brooklyn hefur hann fært sig um set innan New York-borgar. Nets fær Bojan Bogdanović og heilan haug af valréttum ef marka má hinn áreiðanlega Adrian Wojnarowski. BREAKING: The Brooklyn Nets have agreed in principle on a trade to send F Mikal Bridges to the New York Knicks for Bojan Bogdanovic, four unprotected first-round picks, a protected first-round pick via Bucks, an unprotected pick swap and a second-rounder, sources tell ESPN. pic.twitter.com/TEGsIpoa3b— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 26, 2024 Það ætti að vera vel um Bridges hjá Knicks þar sem hann hittir fyrir fjóra fyrrum samherja sína úr Villanova-háskólanum. Bridges, Jalen Brunson, Josh Hart og Donte DiVencenzo urðu landsmeistarar með skólanum árið 2016 og eru í dag leikmenn Knicks. pic.twitter.com/42MK5MA40c— Josh Hart (@joshhart) June 26, 2024 Lengi vel hefur verið grínast með það að Tom Thibodeau, þjálfari Knicks, láti leikmenn sína spila alltof margar mínútur og passar Bridges vel inn í þá hugmyndafræði þar sem hann hefur ekki misst úr leik vegna meiðsla á öllum sínum ferli í NBA-deildinni. Þá var hann frábær í annars slöku liði Nets á síðustu leiktíð, skoraði Bridges tæp 20 stig að meðaltali í leik ásamt því að taka 4,5 fráköst og gefa 3,6 stoðsendingar. Knicks fór í undanúrslit Austursins á síðustu leiktíð þar sem það tapaði í oddaleik gegn Indiana Pacers. Liðið var án Julius Randle í úrslitakeppninni og það hafði sitt að segja að lokum. Með komu Bridges og mögulegum framlengdum samning OG Anunoby er liðið hins vegar til alls líklegt á komandi leiktíð.
Körfubolti NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Bradley Beal til Clippers Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira