Kvöldstund á öldrunarspítalanum Sigrún Þorgrímsdóttir skrifar 23. júní 2024 13:30 Það er að koma kvöldmatur. Gamla fólkið hugsar sér til hreyfings, flestir þurfa a.m.k. að styðjast við göngugrind, en sumir þurfa að auki aðstoð starfsfólks. Upp úr klukkan fimm fer fólk að koma sér fyrir við borðin, því maturinn er serveraður ekki seinna en hálf sex og yfirleitt reynt að drífa hann af á næsta hálftímanum. Um leið og gamalmennið er sest kemur starfsmaður og hengir orðalaust einnota smekk um hálsinn. Það er kannski korter í matinn, kannski hvorki vill viðkomandi smekk né þarfnast hans, en það er ekki til umræðu enda starfsmaðurinn oftast lítt fær um að mæla á eða skilja tungu gamlingjanna. Ekki er líklegt að starfsmaðurinn hafi heldur fengið neina fræðslu um persónumiðaða þjónustu, enda kemur hann oft frá löndum þar sem fjölskyldan sér um gamla fólkið sitt og öldrunarþjónusta að hætti Íslendinga er því framandi. – Í Suðaustur Asíu, en þangað kemur stærstur hluti starfsmannanna, er það hrein skömm að þurfa að búa á hjúkrunarheimili, og jafnvel á sjúkrahúsi er langlíklegast að fjölskyldan sjái um umönnun fyrir viðkomandi. Einungis fátækir einstæðingar þurfa opinbera þjónustu í ellinni. "Jæja, þá erum við komin á leikskólann" segir ein öldruð kona og brosir, tilbúin að leiða auðmýkinguna hjá sér. Henni væri alveg óhætt að halda langa ræðu um málið, því starfsfólkið myndi ekki skilja hana. Íslenskukunnátta þeirra – flestra – nær varla yfir að skilja einföld skilaboð, þau misskiljast iðulega. - Hér að ofan lýsi ég dæmigerðum kvöldmatartíma á svokallaðri endurhæfingardeild fyrir aldraða. Það ríkir virðingarröð í heilbrigðiskerfinu okkar og hún er í framkvæmd mjög skýr, þótt hún finnist ekki í opinberum skjölum. Mikilvægt ákvæði óopinberu virðingarraðarinnar gæti litið svona út á pappír: Ef starfsemin er sérstaklega ætluð öldruðum þarf ekki mikið af fagfólki. – Þetta ákvæði hefur ætíð gilt, en á seinni árum hefur bæst við: Fólkið þarf ekki að tala né skilja íslensku. Já, ég veit, það er hægt að finna ákvæði á pappírum sem kveða á um hið gagnstæða, en það skiptir jú engu máli andspænis raunveruleikanum. Inni í mengi öldrunar-heilbrigðisþjónustu er einnig ákveðin virðingarröð. Deildir eins og sú sem hér var verið að segja frá er þar í efstu röð. Hjúkrunarheimilin eru þar neðst. En þau hafa samt ýmislegt til síns ágætis, sem ekki er endilega að heilsa á spítalanum. Þannig eru flestir núorðið með sitt eigið herbergi, og oft eigið baðherbergi einnig. Á deildinni sem hér er lýst eru tvíbýli og meira að segja eitt þríbýli – þar er svo þröngt að ekki er hægt að loka dyrunum. Það er erfitt að koma í heimsókn þar sem svona háttar til. – Einkalíf er minna en ekkert. Sem dæmi um samskiptavandann má nefna að á þrem vikum hafði ekki tekist að meta hvort sjúklingur einn væri fær um að tyggja kjöt. Því fékk hann samviskusamlega gráleitt hakk á diskinn sinn þegar aðrir borðuðu steikur. Þó þykir viðkomandi fátt betra en steikur. - Viðleitni til að fá fæðinu breytt bar ekki árangur fyrr en eftir mikið röfl í rúma tíu daga. Samskipti við starfsfólk vegna hagsmuna sjúklings – margir veikir aldraðir eru illa færir um að tala sjálfir máli sínu – eru eðlilega erfið. Jafnvel þótt enska sé notuð virðist leiðin í gegn óörugg. Aðstandendur upplifa mikið óöryggi þegar tungumálaörðugleikar – og menningarmismunur – er kominn á þetta stig. Það get ég vitnað um af eigin reynslu, reynslu sem ég hefði gjarnan viljað vera án. Um ástand „endurhæfingar“ á deild sem ekki einu sinni ræður við að meta getu sjúklinganna til að matast ætla ég sem fæst að segja. „Geymsla“ virðist þó nærtækara hugtak ef dæma skal af því sem ég hef orðið vitni að. Enda hefur dvölin skilað sér í afturför í því tilviki sem ég þekki og ég efast ekki um það að svo sé um fleiri, einkum þá sem hrumastir eru og mesta þörf hafa fyrir hvatningu og aðstoð til að geta tekið framförum. Ég lærði það á sínum tíma að hjúkrun væri samskiptafag að verulegu leyti. Virk hlustun, fræðsla og fleira slíkt sem útheimtir samskipti á tungumáli sem starfsmaður og sjúklingur tala og skilja eru þar nauðsynleg tæki. Það liggur raunar í augum uppi og ætti ekki að þurfa að taka fram. En greinilega skiptir það ekki máli þegar í hlut eiga aldraðir hér í landinu. Mér þykir leiðinlegt að vera að skrifa þetta. Mér þykir vænt um íslenska öldrunarþjónustu og um þær stofnanir sem ég þekki og reyna að sinna henni, iðulega af miklum vanefnum. En nú get ég ekki orða bundist. Ekki er þetta heldur skrifað í því skyni að ráðast að þjónustunni. Miklu fremur er hér reynt að koma henni til varnar. Því ef enginn segir frá upphátt og opinberlega hvar við erum á vegi stödd, hvað verður þá? Aðgerða er þörf. Ég skora á heilbrigðisyfirvöld, á Landspítala, á fagfélög sem í hlut eiga og þá fyrst og fremst mitt eigið félag, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga að taka höndum saman og ráðast í úrbætur. Þetta ástand er daglegt og stórfellt mannréttindabrot á gömlu veiku fólki sem ekki getur sjálft borið hönd fyrir höfuð sér. Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun og auk þess aldraður Íslendingur. Og aðstandandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Landspítalinn Heilbrigðismál Mannréttindi Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er að koma kvöldmatur. Gamla fólkið hugsar sér til hreyfings, flestir þurfa a.m.k. að styðjast við göngugrind, en sumir þurfa að auki aðstoð starfsfólks. Upp úr klukkan fimm fer fólk að koma sér fyrir við borðin, því maturinn er serveraður ekki seinna en hálf sex og yfirleitt reynt að drífa hann af á næsta hálftímanum. Um leið og gamalmennið er sest kemur starfsmaður og hengir orðalaust einnota smekk um hálsinn. Það er kannski korter í matinn, kannski hvorki vill viðkomandi smekk né þarfnast hans, en það er ekki til umræðu enda starfsmaðurinn oftast lítt fær um að mæla á eða skilja tungu gamlingjanna. Ekki er líklegt að starfsmaðurinn hafi heldur fengið neina fræðslu um persónumiðaða þjónustu, enda kemur hann oft frá löndum þar sem fjölskyldan sér um gamla fólkið sitt og öldrunarþjónusta að hætti Íslendinga er því framandi. – Í Suðaustur Asíu, en þangað kemur stærstur hluti starfsmannanna, er það hrein skömm að þurfa að búa á hjúkrunarheimili, og jafnvel á sjúkrahúsi er langlíklegast að fjölskyldan sjái um umönnun fyrir viðkomandi. Einungis fátækir einstæðingar þurfa opinbera þjónustu í ellinni. "Jæja, þá erum við komin á leikskólann" segir ein öldruð kona og brosir, tilbúin að leiða auðmýkinguna hjá sér. Henni væri alveg óhætt að halda langa ræðu um málið, því starfsfólkið myndi ekki skilja hana. Íslenskukunnátta þeirra – flestra – nær varla yfir að skilja einföld skilaboð, þau misskiljast iðulega. - Hér að ofan lýsi ég dæmigerðum kvöldmatartíma á svokallaðri endurhæfingardeild fyrir aldraða. Það ríkir virðingarröð í heilbrigðiskerfinu okkar og hún er í framkvæmd mjög skýr, þótt hún finnist ekki í opinberum skjölum. Mikilvægt ákvæði óopinberu virðingarraðarinnar gæti litið svona út á pappír: Ef starfsemin er sérstaklega ætluð öldruðum þarf ekki mikið af fagfólki. – Þetta ákvæði hefur ætíð gilt, en á seinni árum hefur bæst við: Fólkið þarf ekki að tala né skilja íslensku. Já, ég veit, það er hægt að finna ákvæði á pappírum sem kveða á um hið gagnstæða, en það skiptir jú engu máli andspænis raunveruleikanum. Inni í mengi öldrunar-heilbrigðisþjónustu er einnig ákveðin virðingarröð. Deildir eins og sú sem hér var verið að segja frá er þar í efstu röð. Hjúkrunarheimilin eru þar neðst. En þau hafa samt ýmislegt til síns ágætis, sem ekki er endilega að heilsa á spítalanum. Þannig eru flestir núorðið með sitt eigið herbergi, og oft eigið baðherbergi einnig. Á deildinni sem hér er lýst eru tvíbýli og meira að segja eitt þríbýli – þar er svo þröngt að ekki er hægt að loka dyrunum. Það er erfitt að koma í heimsókn þar sem svona háttar til. – Einkalíf er minna en ekkert. Sem dæmi um samskiptavandann má nefna að á þrem vikum hafði ekki tekist að meta hvort sjúklingur einn væri fær um að tyggja kjöt. Því fékk hann samviskusamlega gráleitt hakk á diskinn sinn þegar aðrir borðuðu steikur. Þó þykir viðkomandi fátt betra en steikur. - Viðleitni til að fá fæðinu breytt bar ekki árangur fyrr en eftir mikið röfl í rúma tíu daga. Samskipti við starfsfólk vegna hagsmuna sjúklings – margir veikir aldraðir eru illa færir um að tala sjálfir máli sínu – eru eðlilega erfið. Jafnvel þótt enska sé notuð virðist leiðin í gegn óörugg. Aðstandendur upplifa mikið óöryggi þegar tungumálaörðugleikar – og menningarmismunur – er kominn á þetta stig. Það get ég vitnað um af eigin reynslu, reynslu sem ég hefði gjarnan viljað vera án. Um ástand „endurhæfingar“ á deild sem ekki einu sinni ræður við að meta getu sjúklinganna til að matast ætla ég sem fæst að segja. „Geymsla“ virðist þó nærtækara hugtak ef dæma skal af því sem ég hef orðið vitni að. Enda hefur dvölin skilað sér í afturför í því tilviki sem ég þekki og ég efast ekki um það að svo sé um fleiri, einkum þá sem hrumastir eru og mesta þörf hafa fyrir hvatningu og aðstoð til að geta tekið framförum. Ég lærði það á sínum tíma að hjúkrun væri samskiptafag að verulegu leyti. Virk hlustun, fræðsla og fleira slíkt sem útheimtir samskipti á tungumáli sem starfsmaður og sjúklingur tala og skilja eru þar nauðsynleg tæki. Það liggur raunar í augum uppi og ætti ekki að þurfa að taka fram. En greinilega skiptir það ekki máli þegar í hlut eiga aldraðir hér í landinu. Mér þykir leiðinlegt að vera að skrifa þetta. Mér þykir vænt um íslenska öldrunarþjónustu og um þær stofnanir sem ég þekki og reyna að sinna henni, iðulega af miklum vanefnum. En nú get ég ekki orða bundist. Ekki er þetta heldur skrifað í því skyni að ráðast að þjónustunni. Miklu fremur er hér reynt að koma henni til varnar. Því ef enginn segir frá upphátt og opinberlega hvar við erum á vegi stödd, hvað verður þá? Aðgerða er þörf. Ég skora á heilbrigðisyfirvöld, á Landspítala, á fagfélög sem í hlut eiga og þá fyrst og fremst mitt eigið félag, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga að taka höndum saman og ráðast í úrbætur. Þetta ástand er daglegt og stórfellt mannréttindabrot á gömlu veiku fólki sem ekki getur sjálft borið hönd fyrir höfuð sér. Höfundur er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun og auk þess aldraður Íslendingur. Og aðstandandi.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun