Guðmundur fer með Fredericia í Meistaradeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2024 11:19 Guðmundur Guðmundsson stýrir liði sínu í Meistaradeildinni næsta vetur. Getty/Simon Hofmann Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia Håndbold Klub fengu í dag boð frá evrópska handboltasambandinu um að spila í Meistaradeildinni í handbolta á næstu leiktíð. Þetta er stór stund fyrir danska félagið. Guðmundur hefur gert frábæra hluti með Fredericia síðan hann tók við stjórnartaumunum þar. Liðið fór alla leið í oddaleik um danska meistaratitilinn í vor þar sem Fredericia tapaði naumlega á móti stjórstjörnulið Álaborgar. Álaborgarliðið fór einni alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem sýnir enn fremur hversu góða hluti Fredericia var að gera í úrslitakeppninni. Það var líka tekið eftir þessu hjá þeim sem ráða. Fredericia fékk svokallað boðsæti frá evrópska sambandinu en í dag var gefið út hvaða félög verða með næsta vetur. Liðin sex sem voru einnig tekin inn voru HC Zagreb (Króatía), HBC Nantes (Frakkland), OTP Bank-Pick Szeged (Unverjaland), HC Eurofarm Pelister (Norður Makedónía), Industria Kielce (Pólland) og Dinamo Búkarest (Rúmenía). Liðin sem fengu ekki náð fyrir augum ráðamanna hjá evrópska sambandinu voru aftur á móti Elverum Håndball (Noregur), FC Porto (Portúgal), Tatran Presov (Slóvakía), Bidasoa Irun (Spánn) og Kadetten Schaffhausen (Sviss). Íslenskir landsliðsmenn spila með tveimur af þessum félögum eða Porto (Þorsteinn Leó Gunnarsson) og Kadetten (Óðinn Þór Ríkharðsson). Öll þessi lið geta í staðinn tekið þátt í Evrópudeildinni. 𝟭𝟲 𝗧𝗲𝗮𝗺𝘀, 𝟭 𝗖𝗵𝗮𝗺𝗽𝗶𝗼𝗻! 🏆 The Machineseeker EHF Champions League 2️⃣0️⃣2️⃣4️⃣/2️⃣5️⃣ is set. Who will rise to the top? #ehfcl #CLM #DareToRiseFull article 📝 https://t.co/UjNUZfnSwS pic.twitter.com/fJpi6CNXhB— EHF Champions League (@ehfcl) June 21, 2024 Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
Guðmundur hefur gert frábæra hluti með Fredericia síðan hann tók við stjórnartaumunum þar. Liðið fór alla leið í oddaleik um danska meistaratitilinn í vor þar sem Fredericia tapaði naumlega á móti stjórstjörnulið Álaborgar. Álaborgarliðið fór einni alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem sýnir enn fremur hversu góða hluti Fredericia var að gera í úrslitakeppninni. Það var líka tekið eftir þessu hjá þeim sem ráða. Fredericia fékk svokallað boðsæti frá evrópska sambandinu en í dag var gefið út hvaða félög verða með næsta vetur. Liðin sex sem voru einnig tekin inn voru HC Zagreb (Króatía), HBC Nantes (Frakkland), OTP Bank-Pick Szeged (Unverjaland), HC Eurofarm Pelister (Norður Makedónía), Industria Kielce (Pólland) og Dinamo Búkarest (Rúmenía). Liðin sem fengu ekki náð fyrir augum ráðamanna hjá evrópska sambandinu voru aftur á móti Elverum Håndball (Noregur), FC Porto (Portúgal), Tatran Presov (Slóvakía), Bidasoa Irun (Spánn) og Kadetten Schaffhausen (Sviss). Íslenskir landsliðsmenn spila með tveimur af þessum félögum eða Porto (Þorsteinn Leó Gunnarsson) og Kadetten (Óðinn Þór Ríkharðsson). Öll þessi lið geta í staðinn tekið þátt í Evrópudeildinni. 𝟭𝟲 𝗧𝗲𝗮𝗺𝘀, 𝟭 𝗖𝗵𝗮𝗺𝗽𝗶𝗼𝗻! 🏆 The Machineseeker EHF Champions League 2️⃣0️⃣2️⃣4️⃣/2️⃣5️⃣ is set. Who will rise to the top? #ehfcl #CLM #DareToRiseFull article 📝 https://t.co/UjNUZfnSwS pic.twitter.com/fJpi6CNXhB— EHF Champions League (@ehfcl) June 21, 2024
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira