Samið um kjaraskerðingu í 4 ár? Kristófer Ingi Svavarsson skrifar 19. júní 2024 16:01 I Forystusveit Sameykis hefur samið við ríkið um kjarabreytingar næstu fjögur ár. Samningsdrögin voru kynnt trúnaðarmönnum stéttarfélagsins á net-fundi í morgun. Sérhver félagi á kost á því að kynna sér samninginn á Mínum síðum Sameykis og greiða atkvæði um þau. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan 11 í dag, en lýkur klukkan 14 mánudaginn 24. júní. II. Í samningsdrögunum er sitthvað harla gott. Til að mynda virðist stytting vinnuvikunnar í 36 klukkustundir vera til frambúðar. Einnig eru hnýttir lausir endar. Þannig verða ákvæði um vaktaauka, orlofsrétt, matarhlé og ýmislegt fleira færð í skýrara horf og á allt að því skiljanlegt mál fyrir alþýðu manna. III. Á Landakoti, mínum vinnustað, hefur fólk borið sig illa yfir kjaraskerðingu frá því síðast var samið. Þetta er láglaunafólk, margt af því ungt að árum, sem ekki lætur sig einu sinni dreyma um að eignast þak yfir höfuðið. Verðbólga hefur geisað frá síðast var samið um "hófsama" hækkun á launum þessa fólks og skert kaupgetu þess til muna. Tíðar hækkanir stýrivaxta og aðrir verðbólguvaldar hafa fyrir löngu þurrkað út ávinningin af "hófseminni" síðustu og því átti þetta fólk von á að samið yrði nokkuð myndarlega næst. IV. En fjallið tók jóðsótt og það fæddist lítil mús! Laun eiga að hækka um litlar 23.750 krónur á mánuði í ár! Síðan um eitthvað svipað næstu 3 ár. Þessi "hækkun" bætir ekki nema smáræði af kjaraskerðingu síðustu ára. Þetta dugar varla fyrir nokkrum kílóum af ýsu eða þorski, fáeinum lítrum af bensíni og einum gallabuxum (í Costco). Ja, sveiattan!! "Hófsemin" verður varla meiri, auðmýktin og niðurlægingin! V. Og enn er samið til fjögurra ára. Í röðum hagfræðinga, og annarra hálaunaðra teknókrata, ríkis, atvinnurekenda og jafnvel stéttarfélaga, ber mikið á bjartsýni um að verðbólgan sé ýmist á undanhaldi, eða hún sé að hjaðna, hún sé jafnvel á niðurleið (bólga á niðurleið?). Enginn launþegi leggur trúnað á þetta hálaunaða atvinnuskraf "sérfæðinga." Alla grunar að þetta sé keyptur málflutningur! Engin verðbótaákvæði eru í samningnum en gengið út frá þeirri forsendu að stjórnvöld og aðrir atvinnurekendur vinni af einlægni að því að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Mikil er trú þín maður! Hér eru fyrirvarar um "forsendubrest" og uppsögn samnings allt of langsóttir og torræðir. Og hver reiknar út verðbólgu? Þar virðist enginn hagfræðingur sammála um forsendur, svo þessi fyrirvari er meira skraut en öryggisráðstöfun. VI Með því að samþykkja þessi samnigsdrög myndu Sameykisfélagar lýsa yfir því að þeir hefðu velþóknun á kjaraskerðingu næstliðinna ára og vafra inní nýja fjögurra ára verðbólguþoku! Því væri ég næsta samviskulaus mannleysa ef ég mælti með samþykkt þeirra. Höfundur er trúnaðarmaður Sameykis á Landakoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Ingi Svavarsson Kjaramál Stéttarfélög Landspítalinn Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
I Forystusveit Sameykis hefur samið við ríkið um kjarabreytingar næstu fjögur ár. Samningsdrögin voru kynnt trúnaðarmönnum stéttarfélagsins á net-fundi í morgun. Sérhver félagi á kost á því að kynna sér samninginn á Mínum síðum Sameykis og greiða atkvæði um þau. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan 11 í dag, en lýkur klukkan 14 mánudaginn 24. júní. II. Í samningsdrögunum er sitthvað harla gott. Til að mynda virðist stytting vinnuvikunnar í 36 klukkustundir vera til frambúðar. Einnig eru hnýttir lausir endar. Þannig verða ákvæði um vaktaauka, orlofsrétt, matarhlé og ýmislegt fleira færð í skýrara horf og á allt að því skiljanlegt mál fyrir alþýðu manna. III. Á Landakoti, mínum vinnustað, hefur fólk borið sig illa yfir kjaraskerðingu frá því síðast var samið. Þetta er láglaunafólk, margt af því ungt að árum, sem ekki lætur sig einu sinni dreyma um að eignast þak yfir höfuðið. Verðbólga hefur geisað frá síðast var samið um "hófsama" hækkun á launum þessa fólks og skert kaupgetu þess til muna. Tíðar hækkanir stýrivaxta og aðrir verðbólguvaldar hafa fyrir löngu þurrkað út ávinningin af "hófseminni" síðustu og því átti þetta fólk von á að samið yrði nokkuð myndarlega næst. IV. En fjallið tók jóðsótt og það fæddist lítil mús! Laun eiga að hækka um litlar 23.750 krónur á mánuði í ár! Síðan um eitthvað svipað næstu 3 ár. Þessi "hækkun" bætir ekki nema smáræði af kjaraskerðingu síðustu ára. Þetta dugar varla fyrir nokkrum kílóum af ýsu eða þorski, fáeinum lítrum af bensíni og einum gallabuxum (í Costco). Ja, sveiattan!! "Hófsemin" verður varla meiri, auðmýktin og niðurlægingin! V. Og enn er samið til fjögurra ára. Í röðum hagfræðinga, og annarra hálaunaðra teknókrata, ríkis, atvinnurekenda og jafnvel stéttarfélaga, ber mikið á bjartsýni um að verðbólgan sé ýmist á undanhaldi, eða hún sé að hjaðna, hún sé jafnvel á niðurleið (bólga á niðurleið?). Enginn launþegi leggur trúnað á þetta hálaunaða atvinnuskraf "sérfæðinga." Alla grunar að þetta sé keyptur málflutningur! Engin verðbótaákvæði eru í samningnum en gengið út frá þeirri forsendu að stjórnvöld og aðrir atvinnurekendur vinni af einlægni að því að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Mikil er trú þín maður! Hér eru fyrirvarar um "forsendubrest" og uppsögn samnings allt of langsóttir og torræðir. Og hver reiknar út verðbólgu? Þar virðist enginn hagfræðingur sammála um forsendur, svo þessi fyrirvari er meira skraut en öryggisráðstöfun. VI Með því að samþykkja þessi samnigsdrög myndu Sameykisfélagar lýsa yfir því að þeir hefðu velþóknun á kjaraskerðingu næstliðinna ára og vafra inní nýja fjögurra ára verðbólguþoku! Því væri ég næsta samviskulaus mannleysa ef ég mælti með samþykkt þeirra. Höfundur er trúnaðarmaður Sameykis á Landakoti.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun