Breytt orðfæri, breytt hugsun Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 19. júní 2024 14:01 Ég er með tillögu. Hættum að nota persónufornafnið „þau“ þegar við ræðum um meðborgara okkar í samfélaginu. Þegar við notum orðið „þau“ erum við að afmarka ákveðinn hóp og í leiðinni undirstrika að „við“ tilheyrum honum ekki, að við stöndum utan við hann og horfum á „þau“ úr ákveðinni fjarlægð. Og þar af leiðandi snerta vandamál „þeirra“ ekki eins djúpt og ef þau væru vandamál „okkar“, sem leiðir til þess að „við“ tökum þau ekki alvarlega, finnum ekki til eins mikillar samkenndar og látum okkur málið ekki varða eins mikið og ef það snerti einhvern úr „okkar“ hópi.Þegar við skiptum samfélaginu upp í fleiri og fleiri hópa – sem „við“ teljum okkur ekki tilheyra eða eiga samleið með – leggjum „við“ síður eitthvað á okkur til að skilja og leysa vanda „þeirra“. Þetta gerist ekki af illu innræti eða sjálfselsku, þetta er einfaldlega hugsunarháttur sem við ólumst upp við og þykir svo sjálfsagður að við komum ekki auga á hann. Okkur þykir eðlilegt að flokka allt upp í hópa. Evrópuþjóðir, Afríkuþjóðir, kristnir, trúlausir, útlendingar, Íslendingar, aðfluttir, heimamenn, hvítir, litaðir, karlar, konur, fatlaðir, ófatlaðir, vinnufærir, óvinnufærir, fátækir, efnaðir, aldraðir og ungir. Og það er í eðli okkar að þykja hópurinn sem við tilheyrum vera sá eini sem er „normal“ (annað orð sem ætti að útrýma) því við þekkjum ekkert annað, við höfum alltaf verið í ákveðinni fjarlægð frá öðrum hópum og því finnst okkur „við“ vera það sem allt samfélagið ætti að miðast við. Og, ef „við“ tilheyrum hópunum sem hafa öryggið, peningana, heilsuna og völdin eigum við mjög erfitt með að skilja að meirihluti samfélagsins sé ekki í sömu aðstæðum og stöndum í þeirri trú að „þau“ fáu sem ná að láta til sín heyrast vegna slæmra aðstæðna séu undantekningin sem sannar regluna. Og það sem verra er, að „þau“ geri meira úr vandanum en tilefni sé til, því „við“ þekkjum ekki aðstæður þeirra og getum illa eða alls ekki sett okkur í spor þeirra. Og þannig finnst okkur óþarfi að nota völdin „okkar“ eða peningana „okkar“ til að bæta aðstæður „þeirra“ sem getur bara ekki verið stór HÓPUR í samfélaginu „okkar“, eða hvað? En svo getur eitthvað gerst. „Við“ erum ekki ónæm fyrir því að fá sjúkdóma, lenda í slysum eða einfaldlega eldast. Og skyndilega erum „við“ orðin hluti af öðrum HÓPI, við erum orðin óvinnufær, fötluð, sjúklingar, öryrkjar eða öldruð. Og þá vöknum við upp við vondan draum, „við“ erum orðin „þau“ og hópurinn sem við tilheyrðum áður hlustar ekki lengur á okkur, finnur ekki til eins mikillar samkenndar og er ekki lengur eins áfjáður í að leysa úr vanda okkar og þegar við tilheyrðum þeirra hópi. En þá er það um seinan, við höfum ekki orku, völd eða rödd til að láta til okkar taka. Og svona gengur þetta, kynslóð af kynslóð. „Við“ ætlum okkur aldrei að tilheyra „þeim“, við sjáum ekki fyrir okkur að við verðum gamalmenni einn daginn, við búumst ekki við því að missa heilsuna, við ætlum okkur ekki að missa húsnæðið og tapa niður tekjunum. Og þar af leiðandi vinnum við ekki nógu mikið í þágu „þeirra“ og sjáum ekki hið augljósa, að við erum ekki að vinna í þágu samfélagsins, að við erum ekki að búa öllu samfélaginu í haginn, að við erum ekki að leysa úr vandamálum til lengri tíma því framtíðarkynslóðirnar eru ekki „við“ heldur „þau“. Svo, ég sting upp á því að við hættum að tala um t.d. um „aldraða“ og „öryrkja“ sem HÓPA í samfélaginu, því þannig aftengjumst við innan samfélagsins – og erum þar með ekki lengur samfélag – og ýtum til hliðar einstaklingum sem eiga jafnmikinn tilverurétt og við. Hættum að kalla sjúka, aldraða, öryrkja og fátæka „þau“ og notum orðið „VIГ.Við erum samfélag og samfélagið samanstendur ekki af mismunandi hópum, það samanstendur af allskonar einstaklingum, „við“ erum bara fjölbreytt samfélag. Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er með tillögu. Hættum að nota persónufornafnið „þau“ þegar við ræðum um meðborgara okkar í samfélaginu. Þegar við notum orðið „þau“ erum við að afmarka ákveðinn hóp og í leiðinni undirstrika að „við“ tilheyrum honum ekki, að við stöndum utan við hann og horfum á „þau“ úr ákveðinni fjarlægð. Og þar af leiðandi snerta vandamál „þeirra“ ekki eins djúpt og ef þau væru vandamál „okkar“, sem leiðir til þess að „við“ tökum þau ekki alvarlega, finnum ekki til eins mikillar samkenndar og látum okkur málið ekki varða eins mikið og ef það snerti einhvern úr „okkar“ hópi.Þegar við skiptum samfélaginu upp í fleiri og fleiri hópa – sem „við“ teljum okkur ekki tilheyra eða eiga samleið með – leggjum „við“ síður eitthvað á okkur til að skilja og leysa vanda „þeirra“. Þetta gerist ekki af illu innræti eða sjálfselsku, þetta er einfaldlega hugsunarháttur sem við ólumst upp við og þykir svo sjálfsagður að við komum ekki auga á hann. Okkur þykir eðlilegt að flokka allt upp í hópa. Evrópuþjóðir, Afríkuþjóðir, kristnir, trúlausir, útlendingar, Íslendingar, aðfluttir, heimamenn, hvítir, litaðir, karlar, konur, fatlaðir, ófatlaðir, vinnufærir, óvinnufærir, fátækir, efnaðir, aldraðir og ungir. Og það er í eðli okkar að þykja hópurinn sem við tilheyrum vera sá eini sem er „normal“ (annað orð sem ætti að útrýma) því við þekkjum ekkert annað, við höfum alltaf verið í ákveðinni fjarlægð frá öðrum hópum og því finnst okkur „við“ vera það sem allt samfélagið ætti að miðast við. Og, ef „við“ tilheyrum hópunum sem hafa öryggið, peningana, heilsuna og völdin eigum við mjög erfitt með að skilja að meirihluti samfélagsins sé ekki í sömu aðstæðum og stöndum í þeirri trú að „þau“ fáu sem ná að láta til sín heyrast vegna slæmra aðstæðna séu undantekningin sem sannar regluna. Og það sem verra er, að „þau“ geri meira úr vandanum en tilefni sé til, því „við“ þekkjum ekki aðstæður þeirra og getum illa eða alls ekki sett okkur í spor þeirra. Og þannig finnst okkur óþarfi að nota völdin „okkar“ eða peningana „okkar“ til að bæta aðstæður „þeirra“ sem getur bara ekki verið stór HÓPUR í samfélaginu „okkar“, eða hvað? En svo getur eitthvað gerst. „Við“ erum ekki ónæm fyrir því að fá sjúkdóma, lenda í slysum eða einfaldlega eldast. Og skyndilega erum „við“ orðin hluti af öðrum HÓPI, við erum orðin óvinnufær, fötluð, sjúklingar, öryrkjar eða öldruð. Og þá vöknum við upp við vondan draum, „við“ erum orðin „þau“ og hópurinn sem við tilheyrðum áður hlustar ekki lengur á okkur, finnur ekki til eins mikillar samkenndar og er ekki lengur eins áfjáður í að leysa úr vanda okkar og þegar við tilheyrðum þeirra hópi. En þá er það um seinan, við höfum ekki orku, völd eða rödd til að láta til okkar taka. Og svona gengur þetta, kynslóð af kynslóð. „Við“ ætlum okkur aldrei að tilheyra „þeim“, við sjáum ekki fyrir okkur að við verðum gamalmenni einn daginn, við búumst ekki við því að missa heilsuna, við ætlum okkur ekki að missa húsnæðið og tapa niður tekjunum. Og þar af leiðandi vinnum við ekki nógu mikið í þágu „þeirra“ og sjáum ekki hið augljósa, að við erum ekki að vinna í þágu samfélagsins, að við erum ekki að búa öllu samfélaginu í haginn, að við erum ekki að leysa úr vandamálum til lengri tíma því framtíðarkynslóðirnar eru ekki „við“ heldur „þau“. Svo, ég sting upp á því að við hættum að tala um t.d. um „aldraða“ og „öryrkja“ sem HÓPA í samfélaginu, því þannig aftengjumst við innan samfélagsins – og erum þar með ekki lengur samfélag – og ýtum til hliðar einstaklingum sem eiga jafnmikinn tilverurétt og við. Hættum að kalla sjúka, aldraða, öryrkja og fátæka „þau“ og notum orðið „VIГ.Við erum samfélag og samfélagið samanstendur ekki af mismunandi hópum, það samanstendur af allskonar einstaklingum, „við“ erum bara fjölbreytt samfélag. Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun