Hefur fólk á Íslandi efni á barneignum? María Rut Kristinsdóttir skrifar 18. júní 2024 13:00 Það hefur verið algjörlega magnað að finna þann kraft sem ungt fjölskyldufólk hefur knúið áfram eftir að Sylvía Briem Friðjónsdóttir opnaði á umræðu á Instagram í því skyni að vekja athygli á raunveruleika fjölskyldufólks á Íslandi. Ég vakti athygli á þessari ómögulegu stöðu á Alþingi á föstudaginn. Þar spurði ég hvort íslensk samfélagsgerð sé að virka fyrir barnafólk? Er ekki eitthvað skakkt og brotið í kerfinu okkar þegar að ungt fjölskyldufólk nær ekki að púsla saman veruleikanum og halda sjó eftir barneignir? Ég hvatti þingheim til að vakna og raunverulega gera eitthvað í málunum. Brýning mín til þingheims fór í dreifingu á samfélagsmiðlum og nú þegar hafa yfir 120 þúsund einstaklingar horft á hana á Instagram. Málið virðist því snerta taug hjá þúsundum einstaklinga og fjölskyldum þeirra. Hvert sem ég fer eru í kröftugir einstaklingar í kringum mig að bugast undan álaginu sem fylgir því að reyna að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar. Hvert sem ég fer eru sömu einstaklingar að bugast vegna tvöföldunar á greiðslubyrði lána, rándýrrar matarkörfu og þeytivindu sem virðist engan enda taka. Þetta er raunveruleikinn sem blasir við fólki en hann virðist ekki vera í takti við hugmyndir stjórnvalda um raunveruleikann – hér er allt best í heimi ekki satt? Það er alvarlegt misræmi í gangi hér. Hvert fer tími þingmanna? Á Alþingi eyðum við alveg ótrúlega miklum tíma í að ræða dauða hluti, steinsteypu, stofnanir, framkvæmdir, stöðugildi, reglugerðir og lagaramma. Að mínu mati er löngu orðið tímabært að setja meiri fókus á fólk – stöðu þess og áskoranir. Og það á við um miklu fleiri málaflokka en þennan. Ég dáist að langlundargeði minnar kynslóðar. Sem lætur það sífellt yfir sig ganga að vangetu ráðamanna sé velt yfir á þeirra herðar í formi okurvaxta, undirmönnunar og skilningsleysis á raunverulegum aðstæðum. Finnst fólki svo skrýtið að hér sé meðaltal barneigna komið undir tvö börn? Kvíðavaldur í manngerðu kerfi Það á ekki að vera kvíðavaldur í sjálfu sér að eignast börn á Íslandi. Það á að vera gefandi. Okkar litla og samheldna samfélag hlýtur að geta gert betur. Ég trúi því að það sé hægt að ná samstöðu um þetta mál þvert á flokka, þvert á hagsmuni. Því þetta er málefni sem varðar okkur öll. Hér gætum við raunverulega orðið samkeppnishæf með því að gera Ísland að besta landi á Norðurlöndunum til að ala upp börn. Látum ekki einhverjar manngerðar kerfisvillur og skort á pólitískum áhuga á að fjárfesta í framtíðinni ráða för. Ég hvet ykkur öll til að skrifa undir undirskriftarlista og þrýsta á stjórnvöld og krefjast þess að þau setji börnin okkar í forgang. Það á ekki að vera munaður á færi fárra að eignast börn á Íslandi. Höfundur er varaþingmaður og aðstoðarmaður formanns Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið algjörlega magnað að finna þann kraft sem ungt fjölskyldufólk hefur knúið áfram eftir að Sylvía Briem Friðjónsdóttir opnaði á umræðu á Instagram í því skyni að vekja athygli á raunveruleika fjölskyldufólks á Íslandi. Ég vakti athygli á þessari ómögulegu stöðu á Alþingi á föstudaginn. Þar spurði ég hvort íslensk samfélagsgerð sé að virka fyrir barnafólk? Er ekki eitthvað skakkt og brotið í kerfinu okkar þegar að ungt fjölskyldufólk nær ekki að púsla saman veruleikanum og halda sjó eftir barneignir? Ég hvatti þingheim til að vakna og raunverulega gera eitthvað í málunum. Brýning mín til þingheims fór í dreifingu á samfélagsmiðlum og nú þegar hafa yfir 120 þúsund einstaklingar horft á hana á Instagram. Málið virðist því snerta taug hjá þúsundum einstaklinga og fjölskyldum þeirra. Hvert sem ég fer eru í kröftugir einstaklingar í kringum mig að bugast undan álaginu sem fylgir því að reyna að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar. Hvert sem ég fer eru sömu einstaklingar að bugast vegna tvöföldunar á greiðslubyrði lána, rándýrrar matarkörfu og þeytivindu sem virðist engan enda taka. Þetta er raunveruleikinn sem blasir við fólki en hann virðist ekki vera í takti við hugmyndir stjórnvalda um raunveruleikann – hér er allt best í heimi ekki satt? Það er alvarlegt misræmi í gangi hér. Hvert fer tími þingmanna? Á Alþingi eyðum við alveg ótrúlega miklum tíma í að ræða dauða hluti, steinsteypu, stofnanir, framkvæmdir, stöðugildi, reglugerðir og lagaramma. Að mínu mati er löngu orðið tímabært að setja meiri fókus á fólk – stöðu þess og áskoranir. Og það á við um miklu fleiri málaflokka en þennan. Ég dáist að langlundargeði minnar kynslóðar. Sem lætur það sífellt yfir sig ganga að vangetu ráðamanna sé velt yfir á þeirra herðar í formi okurvaxta, undirmönnunar og skilningsleysis á raunverulegum aðstæðum. Finnst fólki svo skrýtið að hér sé meðaltal barneigna komið undir tvö börn? Kvíðavaldur í manngerðu kerfi Það á ekki að vera kvíðavaldur í sjálfu sér að eignast börn á Íslandi. Það á að vera gefandi. Okkar litla og samheldna samfélag hlýtur að geta gert betur. Ég trúi því að það sé hægt að ná samstöðu um þetta mál þvert á flokka, þvert á hagsmuni. Því þetta er málefni sem varðar okkur öll. Hér gætum við raunverulega orðið samkeppnishæf með því að gera Ísland að besta landi á Norðurlöndunum til að ala upp börn. Látum ekki einhverjar manngerðar kerfisvillur og skort á pólitískum áhuga á að fjárfesta í framtíðinni ráða för. Ég hvet ykkur öll til að skrifa undir undirskriftarlista og þrýsta á stjórnvöld og krefjast þess að þau setji börnin okkar í forgang. Það á ekki að vera munaður á færi fárra að eignast börn á Íslandi. Höfundur er varaþingmaður og aðstoðarmaður formanns Viðreisnar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun