Skuldum við 17 þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu? Sigurður Stefánsson skrifar 14. júní 2024 11:30 Breytt aldurssamsetning og fjölskyldumynstur hafa aukið íbúðaþörf sem ekki hefur verið mætt. Mannfjöldaþróun og væntingar um þróun í ferðaþjónustu hafa lengi legið til grundvallar við mat á framtíðarþörf fyrir húsnæði á Íslandi. Nú er okkur að verða ljóst að aðrir þættir vega einnig þungt. Frá aldamótum hefur breytt aldurssamsetning þjóðarinnar vegna fjölmennra kynslóða á þriðja æviskeiði, fjölgun einbýla, hraðar breytingar á vinnumarkaði og breytt fjölskyldumynstur skapað aukna þörf fyrir húsnæði. Henni hefur ekki verið mætt. Segja má að safnast hafi upp skuld. Þegar allir þættir undirliggjandi íbúðaþarfar eru teknir saman kemur í ljós að íbúðaskuldin á höfuðborgarsvæðinu er um 12 þúsund íbúðir og stefnir í að verða allt að 17 þúsund íbúðir í árslok 2026. Einbúum fjölgar hratt Íbúum í hverri íbúð hér á landi fækkar mjög hratt, líkt og gerst hefur á hinum Norðurlöndunum. Því veldur m.a. að fjölmennar kynslóðir eftirstríðsáranna eru komnar á þriðja æviskeiðið þar sem yfir 40% búa einir og íbúafjöldi í hverri íbúð er um 1,4 að meðaltali. Langlífi okkar ýtir enn frekar undir þessa þróun sem býr til kröftuga undirliggjandi eftirspurn eftir húsnæði. Breytingar á búsetu- og fjölskyldumynstri frá aldamótum sýna þessa þróun vel (myndir 1 og 2). Mynd 1. Fjölskyldum án barna fjölgar mest en barnafjölskyldum hefur lítið fjölgað þrátt fyrir mikla mannfjöldaaukningu. Þannig hefur fjöldi þeirra sem tilheyra fjölskyldu með börn á heimili aukist um 9% frá aldamótum. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem búa einir aukist um 102% og fjölskyldna án barna aukist um 62%. Fæðingartíðni hríðlækkar Fæðingartíðni okkar Íslendinga er orðin lág á heimsvísu. Hún hefur hríðlækkað á undanförnum áratugum og nálgast hin Norðurlöndin. Haldi þróun síðustu ára áfram gæti tíðnin orðið lægri hér en í nágrannalöndunum. Aðstæður okkar eins og erfiður húsnæðismarkaður og skortur á leikskólaplássum geta gert ungu fólki erfiðara fyrir að stofna fjölskyldu. Þróunin er skýr. Um 34% kvenna sem fæddar voru 1980 áttu eitt barn eða ekkert en horfur eru á að þetta hlutfall hækki í 60% hjá konum sem fæddar eru árið 2025 (mynd 3). Mynd 2. Mynd 3. Sjá má að íslenska kjarnafjölskyldan, með tvö börn eða fleiri, er á undanhaldi í okkar samfélagi en segja má að þarfir hennar hafi mótað þróun, skipulag og uppbyggingu íbúða og íbúðahverfa í áratugi. Þvingun – skuldin vex Minnkandi kjarnafjölskyldur og ört stækkandi hópur fólks sem er eldra en 65 ára eykur augljóslega þörfina fyrir íbúðahúsnæði sem leiðir til þess að færri búa í hverri íbúð. Það kemur því á óvart að á höfuðborgarsvæðinu hefur fjöldi íbúa í hverri íbúð staðið í stað frá árinu 2012 (mynd 4). Mynd 4. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði mátt reikna með að frá árunum eftir hrun myndi fjöldi íbúa í hverri íbúð lækka samhliða þeim breytingum sem hafa orðið á fjölskyldusamsetningu og lýðfræðilegri þróun samfélagsins. Það hefur ekki gerst. Þvert á móti hefur fjöldinn í íbúð staðið í stað.[1] Eru það skýr og augljós merki um þvingaðar aðstæður og að undirliggjandi þörfum samfélagsins sé ekki sinnt. Lögmálin um framboð og eftirspurn svara þannig ekki undirliggjandi og vaxandi þörf fyrir húsnæði. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði mátt reikna með að frá árunum eftir hrun myndi fjöldi íbúa í hverri íbúð lækka samhliða þeim breytingum sem hafa orðið á fjölskyldusamsetningu og lýðfræðilegri þróun samfélagsins. Það hefur ekki gerst. Myndin af óleystri og vaxandi þörf skýrist þegar litið er til hlutfalls einstaklinga á aldrinum 20-24 ára sem búa í foreldrahúsum. Á hinum Norðurlöndunum hefur hlutfallið verið á milli 20-40% en á Íslandi er það umtalsvert hærra eða um 60% og fer hækkandi (mynd 5). Þegar aldurshópurinn 25–29 ára er skoðaður blasir við sama þróun. Mynd 5. Við Íslendingar erum yngri þjóð en grannar okkar á Norðurlöndum. Við ættum því að geta litið til samfélagsþróunar þar til að átta okkur á þróun hér til framtíðar, m.a. hver undirliggjandi íbúðaeftirspurn verður næstu 15 árin. Hvað skuldum við margar íbúðir? Hver er þá íbúðaskuldin í dag á höfuðborgarsvæðinu? Hvað vantar margar íbúðir til að uppfylla íbúðaþörf sem er m.a. komin til vegna samfélagsbreytinga sem ekki hefur verið gert ráð fyrir og hafa aukið undirliggjandi þörf fyrir íbúðir? Ef litið er til þróunar á höfuðborgarsvæðinu má sjá að í kjölfar hrunsins var verulegur brottflutningur frá landinu eftir mikinn uppgang þar á undan. Ætla má að nokkurs konar jafnvægi hafi verið náð á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu í krinum árið 2010 og því er gagnlegt að skoða þróun frá þeim tíma. Fyrir liggur hversu mikið hefur verið byggt frá árinu 2010. Það er þekkt hver áhrif líffræðilegra breytinga á fjölda íbúða hefðu átt að vera. Þá liggja fyrir upplýsingar um mannfjöldaaukningu frá þessum tíma sem skýrist mest af flutningi fólks til landsins umfram þá sem fluttu á brott. Fæðingartíðni hér á landi er orðin það lág að hún viðheldur ekki núverandi mannfjölda. Árleg fjölgun íbúa sem nemur um 1,8% skýrist nær eingöngu af fjölda aðfluttra umfram brottflutta. Með því að reikna út íbúðaþörfina og draga síðan frá íbúðir sem byggðar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu sést hver íbúðaskuldin er (sjá mynd 6). (Skv. tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og gögnum frá sveitarfélögunum verður íbúðauppbygging árin 2024-2026 um 1600 íbúðir á ári en það er svipað íbúðamagn á ári og síðustu 10 árin). Ljóst er að íbúðaskuldin er verulega vanmetin og hún mun halda áfram að vaxa, a.m.k. til ársloka 2026. Miðað við þær opinberu áætlanir sem fyrir liggja hefur íbúðaskuldin verið nánast stöðug eða um þrjú til fjögur þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Sú aðferðafræði við útreikninga á íbúðaþörf sem hér hefur verið rökstudd og stuðst við dregur upp aðra mynd. Samkvæmt henni var íbúðaskuldin á höfuðborgarsvæðinu í árslok 2023 um 12 þúsund íbúðir og spáir fyrir að í árslok 2026 verður hún komin í um 17 þúsund íbúðir.[2] Verðbólga og misskipting eru vextir af íbúðaskuld Húsnæði er meðal grunnþarfa fólks í öllum samfélögum. Staðan á húsnæðismarkaðnum hefur mikil áhrif á samfélagið í heild og því mikilvægt að skilja stöðuna hverju sinni og hvert stefnir. Jafnvægi á húsnæðismarkaði er ein lykilforsenda framleiðni núverandi og nýrra atvinnuvega sem ákvarða lífsgæði samfélagsins. Íbúðaskuldin á stóran þátt í verðhækkun á húsnæði sem hefur síðan verið drifkraftur verðbólgu. Hátt fasteignaverð hefur jafnframt verið hindrun í vegi ungs fólks á undanförnum árum að kaupa sína fyrstu eign og hefja þannig þá einu uppsöfnun eigin fjár sem almenningur á Íslandi hefur í raun átt kost á í áratugi. Á Íslandi leynist hin raunverulega efnahagslega misskipting í því hverjir eiga fasteign og hverjir ekki. Skortur á íbúðum og hátt fasteignaverð getur því stuðlað að aukinni misskiptingu sem fáir hér á landi tala fyrir. Það má því segja að vextina af íbúðaskuldinni greiði almenningur með verðbólgu og samfélagsþróun sem allir vilja forðast. Höfundur er framkvæmdastjóri Aflvaka Þróunarfélags sem hefur að markmiði að auka lífsgæði fólks á efri árum með sérhæfðum búsetuúrræðum. [1] Hér er tekið tillit til nýs mats Hagstofunnar á íbúafjölda hér á landi frá því í febrúar 2024. [2] Þá hefur ekki verið tekið mið af öðrum þáttum eins og stöðunnar í Grindavík og áhrifum hennar á húsnæðismarkaðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mannfjöldi Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Breytt aldurssamsetning og fjölskyldumynstur hafa aukið íbúðaþörf sem ekki hefur verið mætt. Mannfjöldaþróun og væntingar um þróun í ferðaþjónustu hafa lengi legið til grundvallar við mat á framtíðarþörf fyrir húsnæði á Íslandi. Nú er okkur að verða ljóst að aðrir þættir vega einnig þungt. Frá aldamótum hefur breytt aldurssamsetning þjóðarinnar vegna fjölmennra kynslóða á þriðja æviskeiði, fjölgun einbýla, hraðar breytingar á vinnumarkaði og breytt fjölskyldumynstur skapað aukna þörf fyrir húsnæði. Henni hefur ekki verið mætt. Segja má að safnast hafi upp skuld. Þegar allir þættir undirliggjandi íbúðaþarfar eru teknir saman kemur í ljós að íbúðaskuldin á höfuðborgarsvæðinu er um 12 þúsund íbúðir og stefnir í að verða allt að 17 þúsund íbúðir í árslok 2026. Einbúum fjölgar hratt Íbúum í hverri íbúð hér á landi fækkar mjög hratt, líkt og gerst hefur á hinum Norðurlöndunum. Því veldur m.a. að fjölmennar kynslóðir eftirstríðsáranna eru komnar á þriðja æviskeiðið þar sem yfir 40% búa einir og íbúafjöldi í hverri íbúð er um 1,4 að meðaltali. Langlífi okkar ýtir enn frekar undir þessa þróun sem býr til kröftuga undirliggjandi eftirspurn eftir húsnæði. Breytingar á búsetu- og fjölskyldumynstri frá aldamótum sýna þessa þróun vel (myndir 1 og 2). Mynd 1. Fjölskyldum án barna fjölgar mest en barnafjölskyldum hefur lítið fjölgað þrátt fyrir mikla mannfjöldaaukningu. Þannig hefur fjöldi þeirra sem tilheyra fjölskyldu með börn á heimili aukist um 9% frá aldamótum. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem búa einir aukist um 102% og fjölskyldna án barna aukist um 62%. Fæðingartíðni hríðlækkar Fæðingartíðni okkar Íslendinga er orðin lág á heimsvísu. Hún hefur hríðlækkað á undanförnum áratugum og nálgast hin Norðurlöndin. Haldi þróun síðustu ára áfram gæti tíðnin orðið lægri hér en í nágrannalöndunum. Aðstæður okkar eins og erfiður húsnæðismarkaður og skortur á leikskólaplássum geta gert ungu fólki erfiðara fyrir að stofna fjölskyldu. Þróunin er skýr. Um 34% kvenna sem fæddar voru 1980 áttu eitt barn eða ekkert en horfur eru á að þetta hlutfall hækki í 60% hjá konum sem fæddar eru árið 2025 (mynd 3). Mynd 2. Mynd 3. Sjá má að íslenska kjarnafjölskyldan, með tvö börn eða fleiri, er á undanhaldi í okkar samfélagi en segja má að þarfir hennar hafi mótað þróun, skipulag og uppbyggingu íbúða og íbúðahverfa í áratugi. Þvingun – skuldin vex Minnkandi kjarnafjölskyldur og ört stækkandi hópur fólks sem er eldra en 65 ára eykur augljóslega þörfina fyrir íbúðahúsnæði sem leiðir til þess að færri búa í hverri íbúð. Það kemur því á óvart að á höfuðborgarsvæðinu hefur fjöldi íbúa í hverri íbúð staðið í stað frá árinu 2012 (mynd 4). Mynd 4. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði mátt reikna með að frá árunum eftir hrun myndi fjöldi íbúa í hverri íbúð lækka samhliða þeim breytingum sem hafa orðið á fjölskyldusamsetningu og lýðfræðilegri þróun samfélagsins. Það hefur ekki gerst. Þvert á móti hefur fjöldinn í íbúð staðið í stað.[1] Eru það skýr og augljós merki um þvingaðar aðstæður og að undirliggjandi þörfum samfélagsins sé ekki sinnt. Lögmálin um framboð og eftirspurn svara þannig ekki undirliggjandi og vaxandi þörf fyrir húsnæði. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði mátt reikna með að frá árunum eftir hrun myndi fjöldi íbúa í hverri íbúð lækka samhliða þeim breytingum sem hafa orðið á fjölskyldusamsetningu og lýðfræðilegri þróun samfélagsins. Það hefur ekki gerst. Myndin af óleystri og vaxandi þörf skýrist þegar litið er til hlutfalls einstaklinga á aldrinum 20-24 ára sem búa í foreldrahúsum. Á hinum Norðurlöndunum hefur hlutfallið verið á milli 20-40% en á Íslandi er það umtalsvert hærra eða um 60% og fer hækkandi (mynd 5). Þegar aldurshópurinn 25–29 ára er skoðaður blasir við sama þróun. Mynd 5. Við Íslendingar erum yngri þjóð en grannar okkar á Norðurlöndum. Við ættum því að geta litið til samfélagsþróunar þar til að átta okkur á þróun hér til framtíðar, m.a. hver undirliggjandi íbúðaeftirspurn verður næstu 15 árin. Hvað skuldum við margar íbúðir? Hver er þá íbúðaskuldin í dag á höfuðborgarsvæðinu? Hvað vantar margar íbúðir til að uppfylla íbúðaþörf sem er m.a. komin til vegna samfélagsbreytinga sem ekki hefur verið gert ráð fyrir og hafa aukið undirliggjandi þörf fyrir íbúðir? Ef litið er til þróunar á höfuðborgarsvæðinu má sjá að í kjölfar hrunsins var verulegur brottflutningur frá landinu eftir mikinn uppgang þar á undan. Ætla má að nokkurs konar jafnvægi hafi verið náð á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu í krinum árið 2010 og því er gagnlegt að skoða þróun frá þeim tíma. Fyrir liggur hversu mikið hefur verið byggt frá árinu 2010. Það er þekkt hver áhrif líffræðilegra breytinga á fjölda íbúða hefðu átt að vera. Þá liggja fyrir upplýsingar um mannfjöldaaukningu frá þessum tíma sem skýrist mest af flutningi fólks til landsins umfram þá sem fluttu á brott. Fæðingartíðni hér á landi er orðin það lág að hún viðheldur ekki núverandi mannfjölda. Árleg fjölgun íbúa sem nemur um 1,8% skýrist nær eingöngu af fjölda aðfluttra umfram brottflutta. Með því að reikna út íbúðaþörfina og draga síðan frá íbúðir sem byggðar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu sést hver íbúðaskuldin er (sjá mynd 6). (Skv. tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og gögnum frá sveitarfélögunum verður íbúðauppbygging árin 2024-2026 um 1600 íbúðir á ári en það er svipað íbúðamagn á ári og síðustu 10 árin). Ljóst er að íbúðaskuldin er verulega vanmetin og hún mun halda áfram að vaxa, a.m.k. til ársloka 2026. Miðað við þær opinberu áætlanir sem fyrir liggja hefur íbúðaskuldin verið nánast stöðug eða um þrjú til fjögur þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Sú aðferðafræði við útreikninga á íbúðaþörf sem hér hefur verið rökstudd og stuðst við dregur upp aðra mynd. Samkvæmt henni var íbúðaskuldin á höfuðborgarsvæðinu í árslok 2023 um 12 þúsund íbúðir og spáir fyrir að í árslok 2026 verður hún komin í um 17 þúsund íbúðir.[2] Verðbólga og misskipting eru vextir af íbúðaskuld Húsnæði er meðal grunnþarfa fólks í öllum samfélögum. Staðan á húsnæðismarkaðnum hefur mikil áhrif á samfélagið í heild og því mikilvægt að skilja stöðuna hverju sinni og hvert stefnir. Jafnvægi á húsnæðismarkaði er ein lykilforsenda framleiðni núverandi og nýrra atvinnuvega sem ákvarða lífsgæði samfélagsins. Íbúðaskuldin á stóran þátt í verðhækkun á húsnæði sem hefur síðan verið drifkraftur verðbólgu. Hátt fasteignaverð hefur jafnframt verið hindrun í vegi ungs fólks á undanförnum árum að kaupa sína fyrstu eign og hefja þannig þá einu uppsöfnun eigin fjár sem almenningur á Íslandi hefur í raun átt kost á í áratugi. Á Íslandi leynist hin raunverulega efnahagslega misskipting í því hverjir eiga fasteign og hverjir ekki. Skortur á íbúðum og hátt fasteignaverð getur því stuðlað að aukinni misskiptingu sem fáir hér á landi tala fyrir. Það má því segja að vextina af íbúðaskuldinni greiði almenningur með verðbólgu og samfélagsþróun sem allir vilja forðast. Höfundur er framkvæmdastjóri Aflvaka Þróunarfélags sem hefur að markmiði að auka lífsgæði fólks á efri árum með sérhæfðum búsetuúrræðum. [1] Hér er tekið tillit til nýs mats Hagstofunnar á íbúafjölda hér á landi frá því í febrúar 2024. [2] Þá hefur ekki verið tekið mið af öðrum þáttum eins og stöðunnar í Grindavík og áhrifum hennar á húsnæðismarkaðinn.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun