Mavericks dauðmóðir og Celtics taka tveggja leikja forystu Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júní 2024 07:20 Luka Doncic var alveg sprunginn undir það síðasta. Maddie Meyer/Getty Images Boston Celtics tóku afgerandi tveggja leikja forystu í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar með 105-98 sigri gegn Dallas Mavericks í nótt. Mavericks byrjuðu leikinn nokkuð vel og leiddu fyrsta leikhlutann en Celtics voru aldrei langt undan. Þegar út í þriðja leikhlutann var haldið höfðu liðin skipst nokkuð jafnt á því að taka forystuna. Þá áttu Celtics frábæran kafla og fóru úr þriggja stiga í þrettán stiga forystu, 80-67 þegar tvær mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. PAYTON PRITCHARD AT THE 3Q BUZZER 🚨CELTICS LEAD BY 9 HEADING INTO THE 4TH! pic.twitter.com/Rokx71T9pc— ESPN (@espn) June 10, 2024 Sá fjórði var ágætlega fjörugur en Celtics voru allan tímann í bílstjórasætinu. Héldu Mavericks í hæfilegri fjarlægð og hleyptu lítilli spennu að. Forysta Celtics minnkaði mest niður í 5 stig þegar rúm mínúta var eftir en nær komust þeir ekki, lokatölur 98-105. JRUE HOLIDAY.BANG‼️ pic.twitter.com/W5tnr7rfO0— ESPN (@espn) June 10, 2024 Luka Doncic var ólíkur sjálfum sér og virkaði algjörlega örmagna undir lokin. Skotin stutt, átta tapaðir boltar og fjögur vítaskot í leiknum sem geiguðu hjá honum. Í fjórða leikhluta hitti hann aðeins einu af sex skotum sínum. Jaylen Brown's defense on Kyrie 🔒🍿 ABC pic.twitter.com/BpMK0xXoE5— ESPN (@espn) June 10, 2024 Það verður hins vegar ekkert tekið af varnarleik Celtics manna sem lokuðu virkilega vel á bæði Doncic og Kyrie Irving, lang hættulegustu menn Mavericks. Nú verður haldið til Dallas þar sem Mavericks bjóða Celtics heim næstu tvo leiki. Þeir fara fram klukkan 00:30 aðfaranótt fimmtudags og aðfaranótt laugardags. Stöð 2 Sport verður með upphitun og beina útsendingu frá miðnætti. NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira
Mavericks byrjuðu leikinn nokkuð vel og leiddu fyrsta leikhlutann en Celtics voru aldrei langt undan. Þegar út í þriðja leikhlutann var haldið höfðu liðin skipst nokkuð jafnt á því að taka forystuna. Þá áttu Celtics frábæran kafla og fóru úr þriggja stiga í þrettán stiga forystu, 80-67 þegar tvær mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum. PAYTON PRITCHARD AT THE 3Q BUZZER 🚨CELTICS LEAD BY 9 HEADING INTO THE 4TH! pic.twitter.com/Rokx71T9pc— ESPN (@espn) June 10, 2024 Sá fjórði var ágætlega fjörugur en Celtics voru allan tímann í bílstjórasætinu. Héldu Mavericks í hæfilegri fjarlægð og hleyptu lítilli spennu að. Forysta Celtics minnkaði mest niður í 5 stig þegar rúm mínúta var eftir en nær komust þeir ekki, lokatölur 98-105. JRUE HOLIDAY.BANG‼️ pic.twitter.com/W5tnr7rfO0— ESPN (@espn) June 10, 2024 Luka Doncic var ólíkur sjálfum sér og virkaði algjörlega örmagna undir lokin. Skotin stutt, átta tapaðir boltar og fjögur vítaskot í leiknum sem geiguðu hjá honum. Í fjórða leikhluta hitti hann aðeins einu af sex skotum sínum. Jaylen Brown's defense on Kyrie 🔒🍿 ABC pic.twitter.com/BpMK0xXoE5— ESPN (@espn) June 10, 2024 Það verður hins vegar ekkert tekið af varnarleik Celtics manna sem lokuðu virkilega vel á bæði Doncic og Kyrie Irving, lang hættulegustu menn Mavericks. Nú verður haldið til Dallas þar sem Mavericks bjóða Celtics heim næstu tvo leiki. Þeir fara fram klukkan 00:30 aðfaranótt fimmtudags og aðfaranótt laugardags. Stöð 2 Sport verður með upphitun og beina útsendingu frá miðnætti.
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Sjá meira