Viktor Gísli lagðist undir hnífinn: „Best að klára þetta núna þar sem við erum ekki að fara á Ólympíuleikana“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júní 2024 08:31 Viktor Gísli Hallgrímsson hefur ekki spilað handbolta síðan í lok febrúar þegar liðband í olnboganum rifnaði. Hann er nú laus úr spelku eftir aðgerð og farinn að æfa í lyftingasalnum. VÍSIR/VILHELM Landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, Viktor Gísli Hallgrímsson, gekkst undir aðgerð vegna meiðsla sem hafa plagað hann undanfarin tvö ár. Hann stefnir nú á að spila handbolta á ný, laus við alla verki. Viktor hefur verið að glíma við eymsli í olnboga undanfarin tvö ár, allt frá því hann gekk til liðs við franska félagið Nantes. „Bara á annarri æfingunni með Nantes sem þetta gerðist í fyrsta skipti. Þá alltaf on/off í tvö ár. Maður spilaði með spelku en það kom aldrei alveg í veg fyrir yfirspennuna sem var vandamálið. Þetta var á innanverðum olnboganum, rifa í liðbandi.“ Í mars síðastliðnum þurfti Viktor að draga sig úr landsliðshópi Íslands fyrir leiki gegn Grikklandi. Eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga ákvað hann svo að gangast undir aðgerð. Aðgerðin gekk vel og Viktor er farinn að æfa í lyftingasalnum verkjalaus. „Var að losna úr spelku og er bara góður núna finnst mér, byrjaður að nota höndina alveg eðlilega. Nota hana í lyftingasalnum, ekkert vesen og enginn verkur.“ Missti af lokasprettinum Þrátt fyrir það var auðvitað gríðarlega svekkjandi að hafa misst af síðasta hluta tímabilsins með Nantes, sem varð franskur bikarmeistari, endaði í 2. sæti deildarinnar og komst í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. „Það var alveg smá súrt að vera á hliðarlínunni að horfa á, sérstaklega leikinn á móti Fusche Berlin [í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar]. Það eru leikirnir sem maður vill mest spila en ég ákvað að það yrði best að klára þetta núna þar sem við erum ekki að fara á Ólympíuleikana.“ Lagðist undir hnífinn eftir að ÓL-draumurinn var úti Íslenska landsliðið missti einmitt af sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Næsta stórmót hjá strákunum okkar er Heimsmeistaramótið í janúar á næsta ári. Þar verður Ísland í riðli með Kúbu, Grænhöfðaeyjum og Slóveníu. „Slóvenarnir eru með gott lið, mikið af leikmönnum sem spila í stærstu deildum Evrópu. Það verður stærsti leikurinn en maður fer ekki að vanmeta hin liðin, þau eru tricky og spila öðruvísi handbolta en maður er vanur. Menn eru bara bjartsýnir, seinasta mót var svekkjandi en mér fannst við gera marga góða hluti. Erum með geggjaðan hóp, geggjaða leikmenn og eigum séns á að fara langt, það er markmiðið.“ Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur Sjá meira
Viktor hefur verið að glíma við eymsli í olnboga undanfarin tvö ár, allt frá því hann gekk til liðs við franska félagið Nantes. „Bara á annarri æfingunni með Nantes sem þetta gerðist í fyrsta skipti. Þá alltaf on/off í tvö ár. Maður spilaði með spelku en það kom aldrei alveg í veg fyrir yfirspennuna sem var vandamálið. Þetta var á innanverðum olnboganum, rifa í liðbandi.“ Í mars síðastliðnum þurfti Viktor að draga sig úr landsliðshópi Íslands fyrir leiki gegn Grikklandi. Eftir að hafa ráðfært sig við sérfræðinga ákvað hann svo að gangast undir aðgerð. Aðgerðin gekk vel og Viktor er farinn að æfa í lyftingasalnum verkjalaus. „Var að losna úr spelku og er bara góður núna finnst mér, byrjaður að nota höndina alveg eðlilega. Nota hana í lyftingasalnum, ekkert vesen og enginn verkur.“ Missti af lokasprettinum Þrátt fyrir það var auðvitað gríðarlega svekkjandi að hafa misst af síðasta hluta tímabilsins með Nantes, sem varð franskur bikarmeistari, endaði í 2. sæti deildarinnar og komst í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. „Það var alveg smá súrt að vera á hliðarlínunni að horfa á, sérstaklega leikinn á móti Fusche Berlin [í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar]. Það eru leikirnir sem maður vill mest spila en ég ákvað að það yrði best að klára þetta núna þar sem við erum ekki að fara á Ólympíuleikana.“ Lagðist undir hnífinn eftir að ÓL-draumurinn var úti Íslenska landsliðið missti einmitt af sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Næsta stórmót hjá strákunum okkar er Heimsmeistaramótið í janúar á næsta ári. Þar verður Ísland í riðli með Kúbu, Grænhöfðaeyjum og Slóveníu. „Slóvenarnir eru með gott lið, mikið af leikmönnum sem spila í stærstu deildum Evrópu. Það verður stærsti leikurinn en maður fer ekki að vanmeta hin liðin, þau eru tricky og spila öðruvísi handbolta en maður er vanur. Menn eru bara bjartsýnir, seinasta mót var svekkjandi en mér fannst við gera marga góða hluti. Erum með geggjaðan hóp, geggjaða leikmenn og eigum séns á að fara langt, það er markmiðið.“
Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur Sjá meira