Séreign er ekki það sama og séreign Björn Berg Gunnarsson skrifar 9. júní 2024 08:01 Hvernig þætti okkur ef íþróttafréttamenn færu nú í sífellu að tala um að Evrópumót karla í íþróttum væri að hefjast? „Hvaða íþrótt?“ geri ég ráð fyrir að yrði spurt og þá fyrst yrði tekið fram að um fótbolta væri að ræða. „Hvers vegna sögðuð þið þá ekki að Evrópumótið í fótbolta væri að hefjast?“ - Nú af því að fótbolti er íþrótt! Hættum að kalla viðbótarlífeyrissparnað séreign Ég átta mig á að fótbolti er íþrótt, rétt eins og að viðbótarlífeyrissparnaður er ein tegund séreignarsparnaðar, en er þá ekki kjörið að kalla hann viðbótarlífeyrissparnað svo allir viti hvað um er rætt? Séreignarsparnaður er hugtak sem nær yfir ýmsar tegundir lífeyris. Ein þeirra er viðbótarlífeyrissparnaður, valfrjáls viðbót við lífeyrissöfnun okkar sem fylgja heilmikil fríðindi á borð við mótframlag frá vinnuveitanda. Fleiri tegundir eru þó til og þær geta í grundavallaratriðum verið ólíkar viðbótarlífeyri. Nýtt og vinsælt dæmi er tilgreind séreign, sem fylgt hefur kjarasamningum undanfarin misseri. Ólíkt viðbótarlífeyri getur tilgreindri séreign verið safnað um leið og greitt er skylduiðgjald í lífeyrissjóð, úttekt hennar skerðir greiðslur almannatrygginga og almennt er ekki hægt að nálgast hana með jafn sveigjanlegum hætti. 67 ára getum við sótt hana alla en milli 62 og 67 ára er hún yfirleitt greidd út mánaðarlega. Munurinn skiptir máli Þessi eðlismunur tveggja tegunda séreignar hefur mikil áhrif á lífeyristöku og því viljum við auðvitað þekkja muninn. En við erum rétt að byrja. Auk þessa má til dæmis nefna fjálsa séreign úr skyldusparnaði og séreignarhluta lágmarksiðgjalds, sem að mestu líkist viðbótarlífeyrissparnaði við úttekt en hefur áhrif á greiðslur almannatrygginga. Loks er það bundna séreignin, sem bundin er við tiltekið greiðsluflæði, oft fram á níræðisaldur. Lærum á sparnaðinn okkar Séreign er því ekki bara séreign. Þetta er flókið og óþægilegt, en svona er þetta og við þurfum að þekkja okkar lífeyri. Þar sem ekkert heildaryfirlit er til yfir séreignarsparnað Íslendinga þurfum við að leita hann uppi og kynna okkur hvaða reglur gilda um þann sparnað sem við eigum. Þetta er ekki eitthvað sem er gott að vita, heldur nauðsynlegt að vita. Við verðum að hafa á hreinu hvers kyns lífeyri við söfnum, hversu háar fjárhæðir hafa og munu safnast, hvaða valkostir eru í boði við úttekt síðar meir og hvaða áhrif slík úttekt kemur til með að hafa. Við þurfum að velja Séreignarsparnaður er að verða sífellt stærra hlutfall lífeyris okkar og oft er honum safnað með skylduiðgjaldi í lífeyrissjóð. Þar getur þó verið mikill munur milli lífeyrissjóða og jafnvel leiða sem valdar eru í þeim lífeyrissjóðum. Sumir bjóða okkur eingöngu upp á valið milli þess að safna að hluta tilgreindri séreign eða alfarið samtryggingu en aðrir geta ráðstafað töluverðum hluta iðgjalds í einhverja aðra tegund séreignar. Við getum öll valið eitthvað og haft áhrif á okkar lífeyrissöfnun en við verðum þá að skilja um hvað valið snýst. Vísa má í eldri grein hér á Vísi um kosti þess og galla að skrá sig í tilgreinda séreign. Reynum að einfalda flókið kerfi Þegar við köllum viðbótarlífeyrissparnað í sífellu séreign og aðrar tegundir séreignar sömuleiðis, bjóðum við upp á kostnaðarsaman misskilning hjá notendum kerfis sem nógu flókið er nú fyrir. Mikið væri unnið með því að auðvelda fólki að skilja lífeyririnn sinn og gott fyrsta skref væri að tala með skýrari hætti. Höfundur er fyrirlesari og fjármálaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Hvernig þætti okkur ef íþróttafréttamenn færu nú í sífellu að tala um að Evrópumót karla í íþróttum væri að hefjast? „Hvaða íþrótt?“ geri ég ráð fyrir að yrði spurt og þá fyrst yrði tekið fram að um fótbolta væri að ræða. „Hvers vegna sögðuð þið þá ekki að Evrópumótið í fótbolta væri að hefjast?“ - Nú af því að fótbolti er íþrótt! Hættum að kalla viðbótarlífeyrissparnað séreign Ég átta mig á að fótbolti er íþrótt, rétt eins og að viðbótarlífeyrissparnaður er ein tegund séreignarsparnaðar, en er þá ekki kjörið að kalla hann viðbótarlífeyrissparnað svo allir viti hvað um er rætt? Séreignarsparnaður er hugtak sem nær yfir ýmsar tegundir lífeyris. Ein þeirra er viðbótarlífeyrissparnaður, valfrjáls viðbót við lífeyrissöfnun okkar sem fylgja heilmikil fríðindi á borð við mótframlag frá vinnuveitanda. Fleiri tegundir eru þó til og þær geta í grundavallaratriðum verið ólíkar viðbótarlífeyri. Nýtt og vinsælt dæmi er tilgreind séreign, sem fylgt hefur kjarasamningum undanfarin misseri. Ólíkt viðbótarlífeyri getur tilgreindri séreign verið safnað um leið og greitt er skylduiðgjald í lífeyrissjóð, úttekt hennar skerðir greiðslur almannatrygginga og almennt er ekki hægt að nálgast hana með jafn sveigjanlegum hætti. 67 ára getum við sótt hana alla en milli 62 og 67 ára er hún yfirleitt greidd út mánaðarlega. Munurinn skiptir máli Þessi eðlismunur tveggja tegunda séreignar hefur mikil áhrif á lífeyristöku og því viljum við auðvitað þekkja muninn. En við erum rétt að byrja. Auk þessa má til dæmis nefna fjálsa séreign úr skyldusparnaði og séreignarhluta lágmarksiðgjalds, sem að mestu líkist viðbótarlífeyrissparnaði við úttekt en hefur áhrif á greiðslur almannatrygginga. Loks er það bundna séreignin, sem bundin er við tiltekið greiðsluflæði, oft fram á níræðisaldur. Lærum á sparnaðinn okkar Séreign er því ekki bara séreign. Þetta er flókið og óþægilegt, en svona er þetta og við þurfum að þekkja okkar lífeyri. Þar sem ekkert heildaryfirlit er til yfir séreignarsparnað Íslendinga þurfum við að leita hann uppi og kynna okkur hvaða reglur gilda um þann sparnað sem við eigum. Þetta er ekki eitthvað sem er gott að vita, heldur nauðsynlegt að vita. Við verðum að hafa á hreinu hvers kyns lífeyri við söfnum, hversu háar fjárhæðir hafa og munu safnast, hvaða valkostir eru í boði við úttekt síðar meir og hvaða áhrif slík úttekt kemur til með að hafa. Við þurfum að velja Séreignarsparnaður er að verða sífellt stærra hlutfall lífeyris okkar og oft er honum safnað með skylduiðgjaldi í lífeyrissjóð. Þar getur þó verið mikill munur milli lífeyrissjóða og jafnvel leiða sem valdar eru í þeim lífeyrissjóðum. Sumir bjóða okkur eingöngu upp á valið milli þess að safna að hluta tilgreindri séreign eða alfarið samtryggingu en aðrir geta ráðstafað töluverðum hluta iðgjalds í einhverja aðra tegund séreignar. Við getum öll valið eitthvað og haft áhrif á okkar lífeyrissöfnun en við verðum þá að skilja um hvað valið snýst. Vísa má í eldri grein hér á Vísi um kosti þess og galla að skrá sig í tilgreinda séreign. Reynum að einfalda flókið kerfi Þegar við köllum viðbótarlífeyrissparnað í sífellu séreign og aðrar tegundir séreignar sömuleiðis, bjóðum við upp á kostnaðarsaman misskilning hjá notendum kerfis sem nógu flókið er nú fyrir. Mikið væri unnið með því að auðvelda fólki að skilja lífeyririnn sinn og gott fyrsta skref væri að tala með skýrari hætti. Höfundur er fyrirlesari og fjármálaráðgjafi.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun