Í skugga sílóa og sandryks Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 8. júní 2024 10:00 Þorlákshöfn var á síðasta ári 41. sveitarfélagið til að taka þátt í verkefni Embætti landlæknis um Heilsueflandi samfélag. Á heimasíðu Ölfuss segir að meginmarkmið sveitarfélagsins sé að skapa tækifæri fyrir íbúa til bættra lífsgæða með fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar, útiveru, íþróttaiðkunar og annarrar afþreyingar og frístundaiðju. Það skýtur því skökku við að ætla að reisa risavaxna mölunarverksmiðju í landi Þorlákshafnar, í heilsueflandi sveitarfélagi. Auk óprýði og stærðar verksmiðjunnar er hætta á umhverfisslysum, hljóð og umhverfismengun og öðru sem slíkur iðnaður hefur í för með sér. Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun, Vegagerðin, Samgöngustofa og Heilbrigðiseftirlit Suðurnlands hafa réttilega látið í ljós áhyggjur af fyrirhugaðri framkvæmd. Ef fram fer sem horfir og Heidelberg fær að reisa verksmiðju á landi sem samsvarar rúmlega þremur Klambratúnum í Reykjavík (Klambratún er 10ha, svæðin sem Heidelberg hefur til umráða 26 ha/ auk 7ha á hafnarsvæði) í aðeins 2,5 km fjarlægð frá nýrri íbúabyggð yrði það fordæmalaust og sannarlega óafturkræft skref fyrir íbúa Þorlákshafnar. Þarna yrði risastór verksmiðja sem mun skarta stórum sílóum, mögulega allt að 18 talsins, 52 metra háum og auðsýnt að slík verksmiðja muni hafa margvísleg neikvæð áhrif á umhverfið. Jarðefnaverksmiðju sem þessari munu fylgja miklir þungaflutningar með tilheyrandi megnun, raski og hávaða en áætlað er viðbótarumferð þungra ökutækja, sem talið er að tvöfaldist, muni hafa neikvæð áhrif á umferðaöryggi og væntanlega fjölga umferðaslysum um 1-2 á ári að mati Vegagerðarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart er Heidelberg einnig með áætlanir um námuvinnslu af hafsbotni sem mun hafa gríðarleg óafturkræf áhrif á lífríki sveitarfélagsins og landsins alls. Námusvæðið er innan mikilvægs hrygningarsvæðis verðmætra nytjastofna, mögulega verðmætasta hrygningarsvæði landsins og því einstakt náttúrufyribæri. Þá mun fuglalíf einnig verða fyrir skaða þar sem sandsíli sem halda sig í fjörunni og eru lykiltegund í vistkerfi Selvogsbanka eru mikilvægasta fæða flestra sjófuglategunda. Þessar hugmyndir um efnistöku við Selvogsbanka sem, eins og lesa má, er afar verðmætt svæði eru því afar varhugaverðar. Þorlákshöfn býr yfir þeirri sérstöðu að þar er brimbrettasvæði sem þykir einstakt á heimsvísu. Brimbrettafélag Íslands er ungt, stofnað 2021, og tilgangur þess að vernda brimbrettastaði á Íslandi í samstarfi við yfirvöld. Markmið félagsins er einnig að fá helstu brimbrettastaði landsins skráða sem útivistarsvæði á aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga og beita sér fyrir verndun tærleika sjávar við strendur landsins. Enda bendir Brimbrettafélagið réttilega á að náttúra landsins er viðkvæm og aukinnar vitundar og verndar er þörf ef tryggja á að komandi kynslóðir fái notið hennar. Brimbrettaiðkun við Þorlákshöfn á sér fáar hliðstæður og bagalegt að sveitarfélagið sjái ekki hag sinn í að styðja við og efla samstarf við félagið. Slík nýsköpun og uppbygging ætti að vera leiðarljós í heilsueflandi samfélagi enda starfsemin í takt við umhverfi og náttúru svo ekki sé minnst á heilsusamlegt gildi hennar. Nýtilkomnar hugmyndir um landfyllingu á brimbrettasvæðinu fela ekkert í sem nema eyðileggingu og eru fullkomlega órökstuddar. Þetta umfangsmikla verkefni styður á engan hátt við bætt lífsgæði íbúa og þá barna sem munu leika sér í skugga sílóa, í sandryki og í umferðarþunga þar sem áætlað er að byggja leikskóla steinsnar frá verksmiðjunni. Hvað þá heldur náttúru- og umhverfisvernd til framtíðar. Þarna virðist sem hagsmunum íbúa verði fórnað fyrir gróða fárra. Tilraunir minnihlutans í Ölfusi um að tala gegn þungaiðnaði í byggð og með því að hafa þarfir og vilja íbúa að leiðarljósi hafi fallið í grýttan jarðveg. Það er augljóst að vilji meirihluta íbúa fer ekki saman við vilja meirihlutans í bæjarstjórn. Við búum í gjöfulu landi umkringd þeim forréttindum sem ferskt loft, heilnæmt umhverfi og falleg náttúra býður upp á og ættum þess vegna öll að vinna saman að náttúru- og umhverfisvernd. Það hlýtur að vera önnur atvinnustarfsemi sem hægt er að ráðast í ef og þegar þörf er á. Starfsemi sem styður við vaxandi og öflugt samfélag þar sem börn, heldri borgarar og öll þar á milli geta unað sér í hreinni náttúru við áhugamál, störf, útiveru og afþreyingu sem sómi er að í heilsueflandi og barnvænu samfélagi. Höfundur er leik- og grunnskólakennari, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Ölfus Heilsa Umhverfismál Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Þorlákshöfn var á síðasta ári 41. sveitarfélagið til að taka þátt í verkefni Embætti landlæknis um Heilsueflandi samfélag. Á heimasíðu Ölfuss segir að meginmarkmið sveitarfélagsins sé að skapa tækifæri fyrir íbúa til bættra lífsgæða með fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar, útiveru, íþróttaiðkunar og annarrar afþreyingar og frístundaiðju. Það skýtur því skökku við að ætla að reisa risavaxna mölunarverksmiðju í landi Þorlákshafnar, í heilsueflandi sveitarfélagi. Auk óprýði og stærðar verksmiðjunnar er hætta á umhverfisslysum, hljóð og umhverfismengun og öðru sem slíkur iðnaður hefur í för með sér. Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun, Vegagerðin, Samgöngustofa og Heilbrigðiseftirlit Suðurnlands hafa réttilega látið í ljós áhyggjur af fyrirhugaðri framkvæmd. Ef fram fer sem horfir og Heidelberg fær að reisa verksmiðju á landi sem samsvarar rúmlega þremur Klambratúnum í Reykjavík (Klambratún er 10ha, svæðin sem Heidelberg hefur til umráða 26 ha/ auk 7ha á hafnarsvæði) í aðeins 2,5 km fjarlægð frá nýrri íbúabyggð yrði það fordæmalaust og sannarlega óafturkræft skref fyrir íbúa Þorlákshafnar. Þarna yrði risastór verksmiðja sem mun skarta stórum sílóum, mögulega allt að 18 talsins, 52 metra háum og auðsýnt að slík verksmiðja muni hafa margvísleg neikvæð áhrif á umhverfið. Jarðefnaverksmiðju sem þessari munu fylgja miklir þungaflutningar með tilheyrandi megnun, raski og hávaða en áætlað er viðbótarumferð þungra ökutækja, sem talið er að tvöfaldist, muni hafa neikvæð áhrif á umferðaöryggi og væntanlega fjölga umferðaslysum um 1-2 á ári að mati Vegagerðarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart er Heidelberg einnig með áætlanir um námuvinnslu af hafsbotni sem mun hafa gríðarleg óafturkræf áhrif á lífríki sveitarfélagsins og landsins alls. Námusvæðið er innan mikilvægs hrygningarsvæðis verðmætra nytjastofna, mögulega verðmætasta hrygningarsvæði landsins og því einstakt náttúrufyribæri. Þá mun fuglalíf einnig verða fyrir skaða þar sem sandsíli sem halda sig í fjörunni og eru lykiltegund í vistkerfi Selvogsbanka eru mikilvægasta fæða flestra sjófuglategunda. Þessar hugmyndir um efnistöku við Selvogsbanka sem, eins og lesa má, er afar verðmætt svæði eru því afar varhugaverðar. Þorlákshöfn býr yfir þeirri sérstöðu að þar er brimbrettasvæði sem þykir einstakt á heimsvísu. Brimbrettafélag Íslands er ungt, stofnað 2021, og tilgangur þess að vernda brimbrettastaði á Íslandi í samstarfi við yfirvöld. Markmið félagsins er einnig að fá helstu brimbrettastaði landsins skráða sem útivistarsvæði á aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga og beita sér fyrir verndun tærleika sjávar við strendur landsins. Enda bendir Brimbrettafélagið réttilega á að náttúra landsins er viðkvæm og aukinnar vitundar og verndar er þörf ef tryggja á að komandi kynslóðir fái notið hennar. Brimbrettaiðkun við Þorlákshöfn á sér fáar hliðstæður og bagalegt að sveitarfélagið sjái ekki hag sinn í að styðja við og efla samstarf við félagið. Slík nýsköpun og uppbygging ætti að vera leiðarljós í heilsueflandi samfélagi enda starfsemin í takt við umhverfi og náttúru svo ekki sé minnst á heilsusamlegt gildi hennar. Nýtilkomnar hugmyndir um landfyllingu á brimbrettasvæðinu fela ekkert í sem nema eyðileggingu og eru fullkomlega órökstuddar. Þetta umfangsmikla verkefni styður á engan hátt við bætt lífsgæði íbúa og þá barna sem munu leika sér í skugga sílóa, í sandryki og í umferðarþunga þar sem áætlað er að byggja leikskóla steinsnar frá verksmiðjunni. Hvað þá heldur náttúru- og umhverfisvernd til framtíðar. Þarna virðist sem hagsmunum íbúa verði fórnað fyrir gróða fárra. Tilraunir minnihlutans í Ölfusi um að tala gegn þungaiðnaði í byggð og með því að hafa þarfir og vilja íbúa að leiðarljósi hafi fallið í grýttan jarðveg. Það er augljóst að vilji meirihluta íbúa fer ekki saman við vilja meirihlutans í bæjarstjórn. Við búum í gjöfulu landi umkringd þeim forréttindum sem ferskt loft, heilnæmt umhverfi og falleg náttúra býður upp á og ættum þess vegna öll að vinna saman að náttúru- og umhverfisvernd. Það hlýtur að vera önnur atvinnustarfsemi sem hægt er að ráðast í ef og þegar þörf er á. Starfsemi sem styður við vaxandi og öflugt samfélag þar sem börn, heldri borgarar og öll þar á milli geta unað sér í hreinni náttúru við áhugamál, störf, útiveru og afþreyingu sem sómi er að í heilsueflandi og barnvænu samfélagi. Höfundur er leik- og grunnskólakennari, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona hreyfingarinnar.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun