10 sekir menn gangi lausir Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 5. júní 2024 10:30 Árið 1978 lét Steingrímur Hermannsson þau orð falla í þingsal að frekar myndi hann vilja sjá tíu seka ganga lausa en einn saklaus lendi í fangelsi. Við heyrum þessa setningu bergmála í nútímanum í orðum landsliðsþjálfara í knattspyrnu karla sem vildi að þolandi í kynferðisbrotamáli myndi biðja þjóðina afsökunar á því að leita réttar síns með að kæra niðurfellingu málsins síns hjá ríkissaksóknara. Hverjar eru líkurnar á því að saklausir menn fari í fangelsi á Íslandi ? Það gerist í það minnsta ekki í kynferðisbrotamálum og þegar kemur að röngum sakargiftum voru þetta á seinasta ári átta mál af rúmlega fimm þúsund sem lentu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sumir vilja meina, án þess að séu til um það gögn, að þessar röngu sakargiftir hafi orðið í kynferðisbrotamálum. Það er tími til kominn að slíta sig úr feðraveldinu og fjötrum fortíðarinnar og fara að huga að því að þolendur kynferðisofbeldis fái réttláta meðferð innan kerfisins. Það er með engu móti boðlegt að þolendur kynferðisofbeldis þurfi ítrekað að sitja undir ásökunum um mannorðsmorð, peningagræðgi og að við séum allar lygasjúkar drósir eins og sumir í kommentakerfinu hafa leyft sér að skrifa. Það þarf ekki útskýra fyrir fólki sem haldið er einhverri manngæsku og samkennd hversu þungbært og mikið áfall það er að verða fyrir kynferðisofbeldi. Sárin rista svo djúpt á líkama og sál að oft tekur það alla ævina að vinna úr því. Íslenskt réttarkerfi margfaldar svo sársaukann með því að fela sig á bakvið þunga sönnunarbyrði og fella mál niður oft þrátt fyrir játningar. En hvers vegna er þessi þróun að eiga sér stað ? Þegar við veltum fyrir okkur hvað gerist þegar við verðum fyrir broti reiknum við með að við getum kært það, að það sé rannsakað af fagmennsku og að gögn og frásagnir þolenda hafi vægi. Það sem gerist í raunveruleikanum er að sakborningur býr yfir trompi sem er einfaldlega eitt orð; ,,nei.” Vitað er af málum þar sem játningar lágu fyrir en þær voru ekki teknar gildar því sakborningurinn játaði áður en hann hafði stöðu grunaðs manns, þá telst það ekki með. Í sumum málum liggur fyrir myndbandsupptaka af nauguninni en það er ekki heldur nóg því sakborningur segir bara; ,,neinei þetta var ekki svona, hún vildi þetta.” Ef að játningar og myndbönd af nauðgunum duga ekki til að sakfella mann, hvað þarf þá til ? Þróun dóma í kynferðisbrotamálum er á uggvænlegum stað, að sjálfsögðu vill enginn að saklaus maður fari í fangelsi. Við hljótum að sjálfsögðu vilja sjá alla þá seku þurfa að taka ábyrgðina og ekki sleppa við refsingu fyrir einn alvarlegasta glæp sem hægt er að fremja samkvæmt íslenskum lögum. Kynbundið ofbeldi er faraldur í samfélaginu okkar og réttarkerfi sem bregst þeim sem fyrir því verða. Dómarar hafa opinberlega sakað þolendur kynferðisofbeldi um lygar, hunsað sönnunargögnin og tekið frásögn sakbornings eina gilda. Réttur sakbornings til að verja sig með öllum ráðum vegur þyngst í þessum málum, réttur hans til að ljúga fyrir dómi er meira að segja varinn með lögum á meðan þolendur eru lagalega skyldaðir til að segja satt. Hver er þá að ljúga ? Þetta skýtur skökku við í því sem við köllum réttarríki og jafnréttisparadís. Við eigum að geta treyst því að mál borgara fái réttláta og mannúðlega meðferð. Það er ekki lengur árið 1978 og tími til kominn að 10 sekir menn fari í fangelsi. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Árið 1978 lét Steingrímur Hermannsson þau orð falla í þingsal að frekar myndi hann vilja sjá tíu seka ganga lausa en einn saklaus lendi í fangelsi. Við heyrum þessa setningu bergmála í nútímanum í orðum landsliðsþjálfara í knattspyrnu karla sem vildi að þolandi í kynferðisbrotamáli myndi biðja þjóðina afsökunar á því að leita réttar síns með að kæra niðurfellingu málsins síns hjá ríkissaksóknara. Hverjar eru líkurnar á því að saklausir menn fari í fangelsi á Íslandi ? Það gerist í það minnsta ekki í kynferðisbrotamálum og þegar kemur að röngum sakargiftum voru þetta á seinasta ári átta mál af rúmlega fimm þúsund sem lentu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sumir vilja meina, án þess að séu til um það gögn, að þessar röngu sakargiftir hafi orðið í kynferðisbrotamálum. Það er tími til kominn að slíta sig úr feðraveldinu og fjötrum fortíðarinnar og fara að huga að því að þolendur kynferðisofbeldis fái réttláta meðferð innan kerfisins. Það er með engu móti boðlegt að þolendur kynferðisofbeldis þurfi ítrekað að sitja undir ásökunum um mannorðsmorð, peningagræðgi og að við séum allar lygasjúkar drósir eins og sumir í kommentakerfinu hafa leyft sér að skrifa. Það þarf ekki útskýra fyrir fólki sem haldið er einhverri manngæsku og samkennd hversu þungbært og mikið áfall það er að verða fyrir kynferðisofbeldi. Sárin rista svo djúpt á líkama og sál að oft tekur það alla ævina að vinna úr því. Íslenskt réttarkerfi margfaldar svo sársaukann með því að fela sig á bakvið þunga sönnunarbyrði og fella mál niður oft þrátt fyrir játningar. En hvers vegna er þessi þróun að eiga sér stað ? Þegar við veltum fyrir okkur hvað gerist þegar við verðum fyrir broti reiknum við með að við getum kært það, að það sé rannsakað af fagmennsku og að gögn og frásagnir þolenda hafi vægi. Það sem gerist í raunveruleikanum er að sakborningur býr yfir trompi sem er einfaldlega eitt orð; ,,nei.” Vitað er af málum þar sem játningar lágu fyrir en þær voru ekki teknar gildar því sakborningurinn játaði áður en hann hafði stöðu grunaðs manns, þá telst það ekki með. Í sumum málum liggur fyrir myndbandsupptaka af nauguninni en það er ekki heldur nóg því sakborningur segir bara; ,,neinei þetta var ekki svona, hún vildi þetta.” Ef að játningar og myndbönd af nauðgunum duga ekki til að sakfella mann, hvað þarf þá til ? Þróun dóma í kynferðisbrotamálum er á uggvænlegum stað, að sjálfsögðu vill enginn að saklaus maður fari í fangelsi. Við hljótum að sjálfsögðu vilja sjá alla þá seku þurfa að taka ábyrgðina og ekki sleppa við refsingu fyrir einn alvarlegasta glæp sem hægt er að fremja samkvæmt íslenskum lögum. Kynbundið ofbeldi er faraldur í samfélaginu okkar og réttarkerfi sem bregst þeim sem fyrir því verða. Dómarar hafa opinberlega sakað þolendur kynferðisofbeldi um lygar, hunsað sönnunargögnin og tekið frásögn sakbornings eina gilda. Réttur sakbornings til að verja sig með öllum ráðum vegur þyngst í þessum málum, réttur hans til að ljúga fyrir dómi er meira að segja varinn með lögum á meðan þolendur eru lagalega skyldaðir til að segja satt. Hver er þá að ljúga ? Þetta skýtur skökku við í því sem við köllum réttarríki og jafnréttisparadís. Við eigum að geta treyst því að mál borgara fái réttláta og mannúðlega meðferð. Það er ekki lengur árið 1978 og tími til kominn að 10 sekir menn fari í fangelsi. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun