Ráðherrar hafa áhyggjur af valdbeitingu Tómas Ingvason skrifar 2. júní 2024 13:31 Á fréttamiðlum í gær mátti lesa að ráðherra í ríkisstjórn Íslands telur mikilvægt að farið sé vandlega yfir verkferla þegar lögregla beitir valdi gegn borgurum landsins. Þetta kemur í kjölfar þess að nokkrir kjósendur hans fengu yfir sig piparúða þegar þeir mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Ráðherran segist nú hafa gefið út fyrirmæli til ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis að fara ætti yfir verkferla og ákvarðanir lögreglu í svona málum. Það er gott þegar kjörnum fulltrúum okkar stendur ekki á sama um fólkið í landinu. Það eru hinir kjörnu fulltrúar sem eiga að gæta að hagsmunum almennings og tryggja að valdinu sé ekki gefinn laus taumurinn gegn sínum eigin borgurum. En þess vegna velti ég fyrir mér, afhverju er ekki farið yfir ferla þegar fólk deyr í fangelsum? Afhverju er ekki farið yfir ákvarðanir lögreglu þegar ungir drengir eru frelsisviptir án dóms og laga og settir inn á Litla hraun í kjölfar ásakana sem ekki hafa verið rannsakaðar? Er það ekki rannsóknarefni í sjálfu sér? Drengurinn minn grátbað um hjálp vegna andlegrar líðan sinnar þegar hann var lokaður inni í klefa á hrauninu. Hjálpina var hvergi að fá og daginn eftir var hann allur. Pólitíkin er söm við sig. Vinstri sinnaður ráðherra kallar auðvitað eftir rannsókn þegar hans eigið fólk verður fyrir piparúða (vegna óláta). Þetta er fólkið sem ráðherrann vill halda sem stuðningsmönnum sínum áfram. En hvað vill ráðherrann gera fyrir fanga, fíkla og aðstandendur þeirra? Sem faðir tveggja drengja sem báðir hafa tapað sinni lífsbaráttu í þessu kerfi verð ég að lýsa yfir miklum vonbrigðum með okkar kjörnu fulltrúa. Stjórnmálamenn sem í orðu kveðnu segjast vera fulltrúa mannúðar og réttlætis en láta grafalvarlegt ástand í málefnum fanga og fíkla sér í léttu rúmi liggja ættu að íhuga erindi sitt vel og vandlega. Það er í það minnsta mín skoðun. Höfundur er pabbi hans Ingva Hrafns Tómassonar sem tók líf sitt inni á Litla-Hrauni 5.5.2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Geðheilbrigði Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að koma komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Á fréttamiðlum í gær mátti lesa að ráðherra í ríkisstjórn Íslands telur mikilvægt að farið sé vandlega yfir verkferla þegar lögregla beitir valdi gegn borgurum landsins. Þetta kemur í kjölfar þess að nokkrir kjósendur hans fengu yfir sig piparúða þegar þeir mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Ráðherran segist nú hafa gefið út fyrirmæli til ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis að fara ætti yfir verkferla og ákvarðanir lögreglu í svona málum. Það er gott þegar kjörnum fulltrúum okkar stendur ekki á sama um fólkið í landinu. Það eru hinir kjörnu fulltrúar sem eiga að gæta að hagsmunum almennings og tryggja að valdinu sé ekki gefinn laus taumurinn gegn sínum eigin borgurum. En þess vegna velti ég fyrir mér, afhverju er ekki farið yfir ferla þegar fólk deyr í fangelsum? Afhverju er ekki farið yfir ákvarðanir lögreglu þegar ungir drengir eru frelsisviptir án dóms og laga og settir inn á Litla hraun í kjölfar ásakana sem ekki hafa verið rannsakaðar? Er það ekki rannsóknarefni í sjálfu sér? Drengurinn minn grátbað um hjálp vegna andlegrar líðan sinnar þegar hann var lokaður inni í klefa á hrauninu. Hjálpina var hvergi að fá og daginn eftir var hann allur. Pólitíkin er söm við sig. Vinstri sinnaður ráðherra kallar auðvitað eftir rannsókn þegar hans eigið fólk verður fyrir piparúða (vegna óláta). Þetta er fólkið sem ráðherrann vill halda sem stuðningsmönnum sínum áfram. En hvað vill ráðherrann gera fyrir fanga, fíkla og aðstandendur þeirra? Sem faðir tveggja drengja sem báðir hafa tapað sinni lífsbaráttu í þessu kerfi verð ég að lýsa yfir miklum vonbrigðum með okkar kjörnu fulltrúa. Stjórnmálamenn sem í orðu kveðnu segjast vera fulltrúa mannúðar og réttlætis en láta grafalvarlegt ástand í málefnum fanga og fíkla sér í léttu rúmi liggja ættu að íhuga erindi sitt vel og vandlega. Það er í það minnsta mín skoðun. Höfundur er pabbi hans Ingva Hrafns Tómassonar sem tók líf sitt inni á Litla-Hrauni 5.5.2024.
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að koma komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar