Kjósum alvöru forseta en ekki óbreytt ástand Kári Allansson skrifar 27. maí 2024 16:00 Þeir sem eru fyllilega ánægðir með íslenska stjórnmálamenningu þurfa ekki að lesa lengra. Brýn þörf er á að gefa íslenskum stjórnmálum gula spjaldið. Það verður best gert með því að hefja íslensku stjórnarskrána og forsetaembættið til vegs og virðingar á ný. Ekki tala það niður eins og sumir hafa kappkostað. Sumir segja að forsetinn sé valdalaus og táknrænn. Þjóðaratkvæðagreiðslurnar um IceSave skuldina hafa væntanlega farið fram hjá þeim sem og þegar Ólafur Ragnar neitaði Sigmundi Davíð um að rjúfa þing 2016, svo dæmi séu tekin. Ekki má gleyma því að það eitt að vald forseta sé til staðar, án þess að því sé beitt, hefur áhrif á hvað stjórnmálamenn þora að ganga langt gagnvart kjósendum. Svo til allan lýðveldistímann hafa starfað nefndir til endurskoðunar á stjórnarskránni. Niðurstaðan hefur ætíð verið sú að breyta ekki stjórnarskránni umfram það sem gert hefur verið. Hugmyndir Stjórnlagaráðs voru í veigamiklum atriðum innleiðing félagslegra, efnahagslegra og menningarlegra mannréttinda í íslenska stjórnskipun. Allt gert í nafni félagslegs réttlætis. Slíkt réttlæti byggist á tilfærslu fjármuna úr einum vasa í annan með valdboði. Það er svo auðvelt að vera góður við „lítilmagnann” fyrir annarra manna peninga. Þeir sem barist hafa fyrir sjálfstæði Íslendinga í gegnum tíðina hafa ekki gert það í nafni félagslegs réttlætis, heldur á grunni þeirra klassísku gilda sem stjórnarskráin okkar endurspeglar og hefur gert frá upphafi. Á grunni sjálfsákvörðunarréttar í stað valdboðs - frelsis í stað helsis. Enn hefur ekki verið pólitískur vilji til að breyta íslenskri stjórnskipun í valdboðsparadís „góða fólksins”. Sem betur fer. Sú staðreynd að stjórnarskráin hefur staðið af sér slíkar tilraunir er til marks um ágæti hennar sem hefur verið ítrekað staðfest á lýðveldistímanum. En blikur eru á lofti. Opinber umræða á Íslandi er fársjúk af sjálfsmyndarstjórnmálum því gagnrýnin hugsun er á undanhaldi. Allt skal nú vera afstætt og félagslega ákvarðað. Þeir sárafáu sem voga sér að efast um forsendur þess sem fullyrt er hverju sinni í opinberri umræðu, eru að ósekju dæmdir úr leik sem t.d. hatarar, öfgamenn, samsæriskenningasmiðir með álhatta, Trump-istar, lýðskrumarar, á móti fóstureyðingum, andstæðingar bólusetninga og afneitarar loftlagsbreytinga. Fyrir það eitt að spyrja gagnrýninna og málefnalegra spurninga. Þetta sjúklega ástand veldur sjálfsritskoðun margra þeirra sem annars myndu spyrja gagnrýninna spurninga í eðlilegu árferði. Þótt flestir forsetaframbjóðendur myndu vera glæsilegir fulltrúar lands og þjóðar út á við, þá hafa þeir ekki mikið að bjóða íslensku þjóðinni inn á við, annað en eigið ágæti og glæsileika. Forsetakosningar eiga ekki að vera fegurðarsamkeppni. Þær eiga að vera árétting á þeim gildum sem Íslendingar hafa hingað til lifað eftir, að mestu leyti, með einstaklega góðum árangri. Forsetakosningar eiga að upphefja íslenska stjórnskipun, sem er ekki dönsk heldur klassísk og vestræn. Einkenni kosningabaráttunnar nú hafa endurspeglað íslenska stjórnmálamenningu. Áherslan hefur verið á innihaldslausa frasa og dyggðaskreytingar. Hvernig væri að spyrja forsetaframbjóðendur um hver séu þau gildi sem íslensk stjórnskipun hefur byggt á og hvað í þeim felist nákvæmlega? Kannski er flestum alveg sama um gildismatið sem stjórnskipunin byggir á. Vilja bara græða á daginn, grilla á kvöldin og mögulega sniðganga Júróvisjón. Fólk fær hins vegar þau stjórnvöld sem það á skilið. Þar með talinn þann forseta sem það á skilið. Þeir sem finnst þeir eiga betra skilið en óbreytt ástand kjósa Arnar Þór Jónsson og klassískt frjálslyndi. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Þeir sem eru fyllilega ánægðir með íslenska stjórnmálamenningu þurfa ekki að lesa lengra. Brýn þörf er á að gefa íslenskum stjórnmálum gula spjaldið. Það verður best gert með því að hefja íslensku stjórnarskrána og forsetaembættið til vegs og virðingar á ný. Ekki tala það niður eins og sumir hafa kappkostað. Sumir segja að forsetinn sé valdalaus og táknrænn. Þjóðaratkvæðagreiðslurnar um IceSave skuldina hafa væntanlega farið fram hjá þeim sem og þegar Ólafur Ragnar neitaði Sigmundi Davíð um að rjúfa þing 2016, svo dæmi séu tekin. Ekki má gleyma því að það eitt að vald forseta sé til staðar, án þess að því sé beitt, hefur áhrif á hvað stjórnmálamenn þora að ganga langt gagnvart kjósendum. Svo til allan lýðveldistímann hafa starfað nefndir til endurskoðunar á stjórnarskránni. Niðurstaðan hefur ætíð verið sú að breyta ekki stjórnarskránni umfram það sem gert hefur verið. Hugmyndir Stjórnlagaráðs voru í veigamiklum atriðum innleiðing félagslegra, efnahagslegra og menningarlegra mannréttinda í íslenska stjórnskipun. Allt gert í nafni félagslegs réttlætis. Slíkt réttlæti byggist á tilfærslu fjármuna úr einum vasa í annan með valdboði. Það er svo auðvelt að vera góður við „lítilmagnann” fyrir annarra manna peninga. Þeir sem barist hafa fyrir sjálfstæði Íslendinga í gegnum tíðina hafa ekki gert það í nafni félagslegs réttlætis, heldur á grunni þeirra klassísku gilda sem stjórnarskráin okkar endurspeglar og hefur gert frá upphafi. Á grunni sjálfsákvörðunarréttar í stað valdboðs - frelsis í stað helsis. Enn hefur ekki verið pólitískur vilji til að breyta íslenskri stjórnskipun í valdboðsparadís „góða fólksins”. Sem betur fer. Sú staðreynd að stjórnarskráin hefur staðið af sér slíkar tilraunir er til marks um ágæti hennar sem hefur verið ítrekað staðfest á lýðveldistímanum. En blikur eru á lofti. Opinber umræða á Íslandi er fársjúk af sjálfsmyndarstjórnmálum því gagnrýnin hugsun er á undanhaldi. Allt skal nú vera afstætt og félagslega ákvarðað. Þeir sárafáu sem voga sér að efast um forsendur þess sem fullyrt er hverju sinni í opinberri umræðu, eru að ósekju dæmdir úr leik sem t.d. hatarar, öfgamenn, samsæriskenningasmiðir með álhatta, Trump-istar, lýðskrumarar, á móti fóstureyðingum, andstæðingar bólusetninga og afneitarar loftlagsbreytinga. Fyrir það eitt að spyrja gagnrýninna og málefnalegra spurninga. Þetta sjúklega ástand veldur sjálfsritskoðun margra þeirra sem annars myndu spyrja gagnrýninna spurninga í eðlilegu árferði. Þótt flestir forsetaframbjóðendur myndu vera glæsilegir fulltrúar lands og þjóðar út á við, þá hafa þeir ekki mikið að bjóða íslensku þjóðinni inn á við, annað en eigið ágæti og glæsileika. Forsetakosningar eiga ekki að vera fegurðarsamkeppni. Þær eiga að vera árétting á þeim gildum sem Íslendingar hafa hingað til lifað eftir, að mestu leyti, með einstaklega góðum árangri. Forsetakosningar eiga að upphefja íslenska stjórnskipun, sem er ekki dönsk heldur klassísk og vestræn. Einkenni kosningabaráttunnar nú hafa endurspeglað íslenska stjórnmálamenningu. Áherslan hefur verið á innihaldslausa frasa og dyggðaskreytingar. Hvernig væri að spyrja forsetaframbjóðendur um hver séu þau gildi sem íslensk stjórnskipun hefur byggt á og hvað í þeim felist nákvæmlega? Kannski er flestum alveg sama um gildismatið sem stjórnskipunin byggir á. Vilja bara græða á daginn, grilla á kvöldin og mögulega sniðganga Júróvisjón. Fólk fær hins vegar þau stjórnvöld sem það á skilið. Þar með talinn þann forseta sem það á skilið. Þeir sem finnst þeir eiga betra skilið en óbreytt ástand kjósa Arnar Þór Jónsson og klassískt frjálslyndi. Höfundur er lögfræðingur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun