Hefur allt til brunns að bera Árný Björg Blandon skrifar 27. maí 2024 15:02 Ég ákvað fyrir þessar forsetakosningar að kynna mér allar hliðar á öllum frambjóðendum, hlusta, lesa og skoða með opnum hug. Ég var ekki að rýna sérstaklega í þeirra persónulegu skoðanir heldur einfaldlega hæfni þeirra til þess að gegna forsetaembættinu. Þetta hef ég samviskusamlega gert og komist að niðurstöðu um það, eftir að hafa rýnt í allt og alla, hvaða frambjóðanda ég vil sjá sem forseta á Bessastöðum. Það er hún Katrín Jakobsdóttir. Ég vissi vel að ég fengi ádeilur og krítík fyrir það. Þegar maður hins vegar veit að hjartað slær fyrir réttan forsetaframbjóðanda skiptir það engu máli. Þetta er mitt val, ég stend við það enda sjálfsagt og eðlilegt að fá að kjósa þann einstakling sem manni finnst skara framúr. Katrín hefur sannarlega verið umdeild enda þurft að standa í ströngu og taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Oft hefur verið vont að lesa og heyra henni vera kennt um ýmislegt úr hennar fortíð á þingi, í ríkisstjórn og sem forsætisráðherra. En ég vil bara minna okkur öll á það að hún var þar ekki ein að störfum. Ég hef unnið á vinnustað þar sem engu var hægt að koma í framkvæmd vegna tiltekins samstarfsmanns og ég valdi þann kost að hætta því ég gat ekki horft upp á óreiðuna. Mér flaug í hug að mögulega hafi Katrín hugsað stöðuna þannig. Allavega hefur hún lagt stjórnmálin til hliðar með afgerandi hætti til að sinna öðrum hugðarefnum. Ég veit af afspurn að hún er hlý og nægjusöm enda kemur hún þannig fyrir. Full af orku og gífurlegri þekkingu sem ég veit að við munum njóta góðs af verði hún kosin forseti Íslands. Katrín hefur að mínu mati allt til brunns að bera sem hún þarf til að verða sá þjóðhöfðingi sem við þurfum á að halda, bæði innanlands og utan. Höfundur starfar við þýðingar og ritvinnslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Árný Björg Blandon Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Ég ákvað fyrir þessar forsetakosningar að kynna mér allar hliðar á öllum frambjóðendum, hlusta, lesa og skoða með opnum hug. Ég var ekki að rýna sérstaklega í þeirra persónulegu skoðanir heldur einfaldlega hæfni þeirra til þess að gegna forsetaembættinu. Þetta hef ég samviskusamlega gert og komist að niðurstöðu um það, eftir að hafa rýnt í allt og alla, hvaða frambjóðanda ég vil sjá sem forseta á Bessastöðum. Það er hún Katrín Jakobsdóttir. Ég vissi vel að ég fengi ádeilur og krítík fyrir það. Þegar maður hins vegar veit að hjartað slær fyrir réttan forsetaframbjóðanda skiptir það engu máli. Þetta er mitt val, ég stend við það enda sjálfsagt og eðlilegt að fá að kjósa þann einstakling sem manni finnst skara framúr. Katrín hefur sannarlega verið umdeild enda þurft að standa í ströngu og taka ýmsar erfiðar ákvarðanir. Oft hefur verið vont að lesa og heyra henni vera kennt um ýmislegt úr hennar fortíð á þingi, í ríkisstjórn og sem forsætisráðherra. En ég vil bara minna okkur öll á það að hún var þar ekki ein að störfum. Ég hef unnið á vinnustað þar sem engu var hægt að koma í framkvæmd vegna tiltekins samstarfsmanns og ég valdi þann kost að hætta því ég gat ekki horft upp á óreiðuna. Mér flaug í hug að mögulega hafi Katrín hugsað stöðuna þannig. Allavega hefur hún lagt stjórnmálin til hliðar með afgerandi hætti til að sinna öðrum hugðarefnum. Ég veit af afspurn að hún er hlý og nægjusöm enda kemur hún þannig fyrir. Full af orku og gífurlegri þekkingu sem ég veit að við munum njóta góðs af verði hún kosin forseti Íslands. Katrín hefur að mínu mati allt til brunns að bera sem hún þarf til að verða sá þjóðhöfðingi sem við þurfum á að halda, bæði innanlands og utan. Höfundur starfar við þýðingar og ritvinnslu.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar