„Gerist ekki grátlegra“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. maí 2024 22:44 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, og Stefán Árnason, aðstoðarþjálfari, fara yfir málin á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Diego Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega súr eftir eins marks tap liðsins gegn FH í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í kvöld. „Ég veit ekki hvað er hægt að segja. Þetta gerist ekki grátlegra í leik þrjú í úrslitum. Þetta er bara ótrúlega svekkjandi og ekkert sem maður getur sagt annað en að við erum bara ótrúlega svekktir,“ sagði Gunnar í leikslok. „Mér fannst við spila leikinn frábærlega og ótrúlega svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessu.“ Hann vill þó ekki meina að það hafi verið kæruleysi sem hafi orðið liðinu að falli þegar Símon Michael Guðjónsson slapp einn í gegn á síðustu sekúndunni og tryggði FH-ingum sigurinn. „Nei, ekkert kæruleysi. Við erum í sjö á sex og þeir eru að keyra á okkur og það fara tveir í Aron Pálmarsson. Það er ekkert skrýtið að menn hugsi þannig. Þetta er bara hröð miðja og við erum að skipta markverðinum inn á og þetta eru einhver sekúndubrot sem menn eru að taka þessar ákvarðanir. Þetta er bara hluti af þessu og eitthvað sem gerist. Það er margt annað sem fór með leikinn en þetta.“ „Þetta eru bara ótrúlega jöfn lið og það er stutt á milli í þessu. Svo bara stendur þetta og fellur með einhverju einu atriði í lokin. Heilt yfir er ég bara ánægður með drengina. Við spiluðum ótrúlega vel í kvöld.“ Þá hrósaði hann sínum mönnum einnig fyrir að hafa haldið forystunni stærstan hluta leiksins þrátt fyrir að vera tveimur til þremur mönnum færri á tímabili og þrátt fyrir að hans menn hafi ekki skorað fyrstu níu mínútur síðari hálfleiks. „Það er ótrúlegur karakter í þessum strákum. Þetta var erfitt augnablik í byrjun seinni og ég veit ekki af hverju við vorum lengi í gang. Það var erfitt og svíður aðeins núna. Svo varðandi þessa brottrekstra í fyrri þá bara fórum við aðeins fram úr okkur og vorum að brjóta klaufalega. Það getur gerst á bestu bæjum.“ „Við þurfum bara að vinna næsta leik, við byrjum bara á því. Það er bara næsti leikur og planið hefur ekkert breyst. Þetta eru hörkuleikir og við þurfum að fá frammistöðu til að vinna næsta leik. Það er bara áfram gakk hjá okkur og við trúum áfram. Okkar fólk kemur og styður okkur áfram og við höfum sýnt það margoft áður að við getum unnið lið eins og FH,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
„Ég veit ekki hvað er hægt að segja. Þetta gerist ekki grátlegra í leik þrjú í úrslitum. Þetta er bara ótrúlega svekkjandi og ekkert sem maður getur sagt annað en að við erum bara ótrúlega svekktir,“ sagði Gunnar í leikslok. „Mér fannst við spila leikinn frábærlega og ótrúlega svekkjandi að fá ekki neitt út úr þessu.“ Hann vill þó ekki meina að það hafi verið kæruleysi sem hafi orðið liðinu að falli þegar Símon Michael Guðjónsson slapp einn í gegn á síðustu sekúndunni og tryggði FH-ingum sigurinn. „Nei, ekkert kæruleysi. Við erum í sjö á sex og þeir eru að keyra á okkur og það fara tveir í Aron Pálmarsson. Það er ekkert skrýtið að menn hugsi þannig. Þetta er bara hröð miðja og við erum að skipta markverðinum inn á og þetta eru einhver sekúndubrot sem menn eru að taka þessar ákvarðanir. Þetta er bara hluti af þessu og eitthvað sem gerist. Það er margt annað sem fór með leikinn en þetta.“ „Þetta eru bara ótrúlega jöfn lið og það er stutt á milli í þessu. Svo bara stendur þetta og fellur með einhverju einu atriði í lokin. Heilt yfir er ég bara ánægður með drengina. Við spiluðum ótrúlega vel í kvöld.“ Þá hrósaði hann sínum mönnum einnig fyrir að hafa haldið forystunni stærstan hluta leiksins þrátt fyrir að vera tveimur til þremur mönnum færri á tímabili og þrátt fyrir að hans menn hafi ekki skorað fyrstu níu mínútur síðari hálfleiks. „Það er ótrúlegur karakter í þessum strákum. Þetta var erfitt augnablik í byrjun seinni og ég veit ekki af hverju við vorum lengi í gang. Það var erfitt og svíður aðeins núna. Svo varðandi þessa brottrekstra í fyrri þá bara fórum við aðeins fram úr okkur og vorum að brjóta klaufalega. Það getur gerst á bestu bæjum.“ „Við þurfum bara að vinna næsta leik, við byrjum bara á því. Það er bara næsti leikur og planið hefur ekkert breyst. Þetta eru hörkuleikir og við þurfum að fá frammistöðu til að vinna næsta leik. Það er bara áfram gakk hjá okkur og við trúum áfram. Okkar fólk kemur og styður okkur áfram og við höfum sýnt það margoft áður að við getum unnið lið eins og FH,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira