Pólítísk aflúsun Ólafur Þór Ólafsson skrifar 25. maí 2024 18:30 Þar sem ég er á laugardagsmorgni að renna yfir morgunfréttirnar á vefmiðlum landsins sé ég auglýsingu frá einum forsetaframbjóðandanum þar sem hann selur sig út á að hafa aldrei tengst pólitískum öflum. Mér finnst þetta athyglisverð leið til að ná athygli kjósenda og um leið örlítið sorglegt að hún skuli virka. En traustið til stjórnmálanna er laskað og því ekki óvænt að frambjóðandi í fylgisleit reyni að nýta sér það. Skipulagt pólitískt starf er grunnurinn Virk þátttaka í stjórnmálum er grunnurinn að því lýðræðisríki sem við búum í og stjórnmálaflokkar eru faratækin fyrir ólík sjónarmið og mismunandi hagsmuni. Vissulega er flokkafyrirkomulagið langt frá því að vera fullkomið, en það er samt sem áður besta leiðin sem við eigum til að taka sameiginlegar ákvarðanir í flóknu samfélagi. Mér finnst ástæða til þess að fagna því þegar fólk stígur fram fyrir skjöldu og tekur samfélagslega ábyrgð með þátttöku í skipulögðu í pólitísku starfi. Mér finnst það líka kostur að vita af forsetaframbjóðendum sem hafa tekist á við slíka ábyrgð og það er gagnlegt til þess að átta sig á því fyrir hvað þeir standa. Það er engin ástæða til þess að skammast sín Ég er ekki búinn að ákveða hvert atkvæði mitt fer í þessum forsetakosningum enda góður hópur af frambærilegu fólki í framboði. Það mun líklegast fara til frambjóðanda sem hefur verið virkur þátttakandi í stjórmálum frekar en til einhvers sem vill sverja sig frá slíku. Það er nefnilega alls engin ástæða til að skammast sín fyrir að hafa tekið þátt í pólitík. Höfundur hefur verið virkur þátttakandi í stjórnmálum í meira en 20 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þar sem ég er á laugardagsmorgni að renna yfir morgunfréttirnar á vefmiðlum landsins sé ég auglýsingu frá einum forsetaframbjóðandanum þar sem hann selur sig út á að hafa aldrei tengst pólitískum öflum. Mér finnst þetta athyglisverð leið til að ná athygli kjósenda og um leið örlítið sorglegt að hún skuli virka. En traustið til stjórnmálanna er laskað og því ekki óvænt að frambjóðandi í fylgisleit reyni að nýta sér það. Skipulagt pólitískt starf er grunnurinn Virk þátttaka í stjórnmálum er grunnurinn að því lýðræðisríki sem við búum í og stjórnmálaflokkar eru faratækin fyrir ólík sjónarmið og mismunandi hagsmuni. Vissulega er flokkafyrirkomulagið langt frá því að vera fullkomið, en það er samt sem áður besta leiðin sem við eigum til að taka sameiginlegar ákvarðanir í flóknu samfélagi. Mér finnst ástæða til þess að fagna því þegar fólk stígur fram fyrir skjöldu og tekur samfélagslega ábyrgð með þátttöku í skipulögðu í pólitísku starfi. Mér finnst það líka kostur að vita af forsetaframbjóðendum sem hafa tekist á við slíka ábyrgð og það er gagnlegt til þess að átta sig á því fyrir hvað þeir standa. Það er engin ástæða til þess að skammast sín Ég er ekki búinn að ákveða hvert atkvæði mitt fer í þessum forsetakosningum enda góður hópur af frambærilegu fólki í framboði. Það mun líklegast fara til frambjóðanda sem hefur verið virkur þátttakandi í stjórmálum frekar en til einhvers sem vill sverja sig frá slíku. Það er nefnilega alls engin ástæða til að skammast sín fyrir að hafa tekið þátt í pólitík. Höfundur hefur verið virkur þátttakandi í stjórnmálum í meira en 20 ár.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar