Að vaxa inn í framtíðina Viðar Hreinsson skrifar 25. maí 2024 18:01 Engin(n) er forsniðin(n) í forsetaembættið. Það er hægt að láta líta svo út, með fáguð svör á reiðum höndum, úr mælskukeppni stjórnmálabaráttunnar sem hefur þynningaráhrif á hugsunina, ellegar úr söluræðum viðskiptalífins sem setur mannlífi þröngar skorður. Það þarf að hyggja að því sem í fólki býr, því þar eru möguleikarnir og vísir að framtíðinni. Ung og glæsileg kona sem er alin upp í borg (bæði blokk og einbýlishúsi) og sveit, kann að taka á móti lömbum (og gæti alveg talað við erlend stórmenni í símanum á meðan), hagvön jafnt á Síðuafrétti sem hásölum menntastofnana og stjórnkerfis, stendur vörð um almannahag og ann náttúru landsins, heillar alla sem hún hittir á augabragði með hlýju og glaðlegu yfirbragði, sú kona er ekki forsniðin í forsetaembættið heldur mun hún vaxa í það. Halla Hrund Logadóttir hefur þegar sýnt að hún er reiðubúin að taka hiklaust til varna fyrir almannahag og náttúru. Hún býr yfir fágætum meðfæddum hæfileikum, staðgóðri menntun, dómgreind og þroskuðum skilningi á samhjálp og samvinnu. Því er vart hægt að hugsa sér öflugra mótvægi við þá spillingu blöndnu stjórnmálastarfsemi sem hefur dregið jafnt og þétt úr virðingu fólks fyrir Alþingi og klofið fólk í fylkingar. Með augljósa mannkosti í farteskinu getur Halla Hrund hlúð að svo mörgu í embætti forseta Íslands. Hún getur sett brýn málefni á dagskrá, stuðlað að umræðu til að lyfta fólki úr úreltum pólitískum hjólförum og dregið úr þeirri skautun sem nú er svo áberandi og sársaukafull. Hún getur greint tækifæri framtíðar og brugðist við ógnum sem við blasa. Halla Hrund Logadóttir er ekki forsniðin til embættis heldur mun hún vaxa í það, með bjartsýni, mannúð og sátt við náttúru að leiðarljósi sem mun búa í haginn fyrir börn okkar og barnabörn. Kjósum hana sem forseta, leiðtoga til framtíðar. Höfundur er bókmenntafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Viðar Hreinsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Engin(n) er forsniðin(n) í forsetaembættið. Það er hægt að láta líta svo út, með fáguð svör á reiðum höndum, úr mælskukeppni stjórnmálabaráttunnar sem hefur þynningaráhrif á hugsunina, ellegar úr söluræðum viðskiptalífins sem setur mannlífi þröngar skorður. Það þarf að hyggja að því sem í fólki býr, því þar eru möguleikarnir og vísir að framtíðinni. Ung og glæsileg kona sem er alin upp í borg (bæði blokk og einbýlishúsi) og sveit, kann að taka á móti lömbum (og gæti alveg talað við erlend stórmenni í símanum á meðan), hagvön jafnt á Síðuafrétti sem hásölum menntastofnana og stjórnkerfis, stendur vörð um almannahag og ann náttúru landsins, heillar alla sem hún hittir á augabragði með hlýju og glaðlegu yfirbragði, sú kona er ekki forsniðin í forsetaembættið heldur mun hún vaxa í það. Halla Hrund Logadóttir hefur þegar sýnt að hún er reiðubúin að taka hiklaust til varna fyrir almannahag og náttúru. Hún býr yfir fágætum meðfæddum hæfileikum, staðgóðri menntun, dómgreind og þroskuðum skilningi á samhjálp og samvinnu. Því er vart hægt að hugsa sér öflugra mótvægi við þá spillingu blöndnu stjórnmálastarfsemi sem hefur dregið jafnt og þétt úr virðingu fólks fyrir Alþingi og klofið fólk í fylkingar. Með augljósa mannkosti í farteskinu getur Halla Hrund hlúð að svo mörgu í embætti forseta Íslands. Hún getur sett brýn málefni á dagskrá, stuðlað að umræðu til að lyfta fólki úr úreltum pólitískum hjólförum og dregið úr þeirri skautun sem nú er svo áberandi og sársaukafull. Hún getur greint tækifæri framtíðar og brugðist við ógnum sem við blasa. Halla Hrund Logadóttir er ekki forsniðin til embættis heldur mun hún vaxa í það, með bjartsýni, mannúð og sátt við náttúru að leiðarljósi sem mun búa í haginn fyrir börn okkar og barnabörn. Kjósum hana sem forseta, leiðtoga til framtíðar. Höfundur er bókmenntafræðingur.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar