Heldur þann besta en þann næstbesta! Vilhjálmur B. Bragason skrifar 24. maí 2024 12:01 Nú dynja á okkur skoðanakannanir og umfjallanir um þær, en fjölmiðlar gera sér mikinn mat úr þeim. Það vonda er að þessar kannanir virðast ætla ýta sumum út í þá vitleysu að kjósa á einhvern hátt taktískt, þ.e.a.s. ekki með einum frambjóðanda, heldur gegn öðrum. Þetta er auðvitað sérstaklega slæmt í ljósi þess að kannanir ná einfaldlega ekki nógu vel utan um raunverulega stöðu mála. Við sáum það bersýnilega í forsetakosningunum 2016 þar sem allt annað kom upp úr kössunum á kjördag og mun mjórra var á munum en kannanir höfðu sýnt örfáum dögum áður. Þannig þarf ekki mikið að breytast núna til þess að allir fimm efstu frambjóðendurnir ættu möguleika á að sigra þann 1. júní. Því er eðlilegt að spyrja hvort þú ætlir að láta kannanir sem hafa rangt fyrir sér ráða því hvern þú kýst? Ég vil að forseti Íslands sé alþýðleg manneskja, hlý og góð. Ekki spillir fyrir ef viðkomandi er skemmtilegur líka, en það eru alþýðleikinn og heilindin sem mér finnst mestu máli skipta. Og það merkilega er að það eru einmitt þeir kostir sem ekki er hægt að kenna og fylgja ekki með neinni gráðu. Forseti Íslands blæs þjóðinni þor í brjóst þegar áföll dynja yfir og fagnar með henni og gleðst á góðum stundum. Þannig mætti að einhverju leyti líkja því að verða forseti við foreldrahlutverkið, í þeim skilningi að það er engin uppskrift að undirbúningi og það mikilvægasta af öllu er að vera til staðar og lesa í þarfir og stemningu hverju sinni. Og nú stöndum við frammi fyrir því að velja okkur forseta. Margt gott fólk er í framboði og ég tek alúðlega undir það ákall að við sýnum öllum frambjóðendum, eins og fólki almennt, virðingu og kurteisi og lyftum frekar kostum fólksins sem við styðjum en að lasta þau sem okkur líkar síður. En umfram allt skulum við kjósa þá manneskju sem okkur líst best á embættið. Við Íslendingar erum þekkt víða um heim fyrir okkar framlag í listum og menningu. Væri því ekki einmitt við hæfi að kjósa einstakan listamann, sem hefur glatt þjóðina og fangað tilfinningar hennar og viðhorf meira en flestir aðrir, á Bessastaði? Ég kynntist Jóni Gnarr þegar við lékum saman í Skugga-Sveini hjá Leikfélagi Akureyrar. Það var lífsins lukka, því að gjöfulli, hjartahlýrri, greindari og skemmtilegri samstarfsmann og vin er ekki hægt að hugsa sér. Hann er minn forseti og ég kýs hann af heilum hug og öllu hjarta. Það gleður mig líka að sjá að Jón er ótvíræður sigurvegari skuggakosninga í grunnskólum víða um land. “Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur á hugrenningar þeirra sem erfa skulu land” söng nafni minn Vilhjálmsson. Það held ég nú! Hvert sem þitt atkvæði ratar þá vona ég að það endurspegli það sem þú vilt raunverulega sjá í embætti forseta Íslands! Höfundur er leikari og stuðningsmaður Jóns Gnarr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Nú dynja á okkur skoðanakannanir og umfjallanir um þær, en fjölmiðlar gera sér mikinn mat úr þeim. Það vonda er að þessar kannanir virðast ætla ýta sumum út í þá vitleysu að kjósa á einhvern hátt taktískt, þ.e.a.s. ekki með einum frambjóðanda, heldur gegn öðrum. Þetta er auðvitað sérstaklega slæmt í ljósi þess að kannanir ná einfaldlega ekki nógu vel utan um raunverulega stöðu mála. Við sáum það bersýnilega í forsetakosningunum 2016 þar sem allt annað kom upp úr kössunum á kjördag og mun mjórra var á munum en kannanir höfðu sýnt örfáum dögum áður. Þannig þarf ekki mikið að breytast núna til þess að allir fimm efstu frambjóðendurnir ættu möguleika á að sigra þann 1. júní. Því er eðlilegt að spyrja hvort þú ætlir að láta kannanir sem hafa rangt fyrir sér ráða því hvern þú kýst? Ég vil að forseti Íslands sé alþýðleg manneskja, hlý og góð. Ekki spillir fyrir ef viðkomandi er skemmtilegur líka, en það eru alþýðleikinn og heilindin sem mér finnst mestu máli skipta. Og það merkilega er að það eru einmitt þeir kostir sem ekki er hægt að kenna og fylgja ekki með neinni gráðu. Forseti Íslands blæs þjóðinni þor í brjóst þegar áföll dynja yfir og fagnar með henni og gleðst á góðum stundum. Þannig mætti að einhverju leyti líkja því að verða forseti við foreldrahlutverkið, í þeim skilningi að það er engin uppskrift að undirbúningi og það mikilvægasta af öllu er að vera til staðar og lesa í þarfir og stemningu hverju sinni. Og nú stöndum við frammi fyrir því að velja okkur forseta. Margt gott fólk er í framboði og ég tek alúðlega undir það ákall að við sýnum öllum frambjóðendum, eins og fólki almennt, virðingu og kurteisi og lyftum frekar kostum fólksins sem við styðjum en að lasta þau sem okkur líkar síður. En umfram allt skulum við kjósa þá manneskju sem okkur líst best á embættið. Við Íslendingar erum þekkt víða um heim fyrir okkar framlag í listum og menningu. Væri því ekki einmitt við hæfi að kjósa einstakan listamann, sem hefur glatt þjóðina og fangað tilfinningar hennar og viðhorf meira en flestir aðrir, á Bessastaði? Ég kynntist Jóni Gnarr þegar við lékum saman í Skugga-Sveini hjá Leikfélagi Akureyrar. Það var lífsins lukka, því að gjöfulli, hjartahlýrri, greindari og skemmtilegri samstarfsmann og vin er ekki hægt að hugsa sér. Hann er minn forseti og ég kýs hann af heilum hug og öllu hjarta. Það gleður mig líka að sjá að Jón er ótvíræður sigurvegari skuggakosninga í grunnskólum víða um land. “Ég held við ættum stundum að hlusta aðeins betur á hugrenningar þeirra sem erfa skulu land” söng nafni minn Vilhjálmsson. Það held ég nú! Hvert sem þitt atkvæði ratar þá vona ég að það endurspegli það sem þú vilt raunverulega sjá í embætti forseta Íslands! Höfundur er leikari og stuðningsmaður Jóns Gnarr.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun