Líkhús Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 23. maí 2024 14:01 Við á Íslandi eigum við ákveðinn húsnæðisvanda að etja og á það ekki aðeins við um íbúðarhúsnæði. Líkhús og líkgeymslur eru hús sem flestir þurfa afnot af þegar yfir lýkur en það virðist hvorki vera mikill áhugi á að eiga slík hús né á að reka þau. Á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri sjá kirkjugarðarnir alfarið um þetta verkefni. Á öðrum stöðum hefur samfélagið leyst verkefnið með ólíkum hætti. Oftar en ekki hafa líknarfélög tekið þátt í stofnkostnaði og eru líkgeymslur þar ýmis í húsnæði á vegum kirkju, ríkis eða sveitarfélaga, oft í tengslum við heilbrigðisstofnanir. Í einhverjum tilvikum reka einkaaðilar líkhús og þá oft og tíðum líkhús sem einhver af þessum aðilum hefur komið á fót. Í sumum tilvikum tengjast kapellur eða sambærileg herbergi líkgeymslunum. Þróun síðustu ára Á síðustu árum hefur líkgeymslum fækkað, með bættum samgöngum, sameiningu sveitarfélaga og sókna. Samfara því hefur ágreiningur vegna reksturs þeirra og aðgengis að þeim víða komið upp á yfirborðið. Sennilega hefur líka dregið úr því að sjálfboðaliðar sinni verkefnum af þessu tagi. Óljóst er hver á að greiða kostnaðinn við rekstur líkhúsa. Kostnaðurinn við rekstur hefur einnig aukist ár frá ári, annars vegar vegna fólksfjölgunar en hins vegar vegna tilhneigingar til að lengja tímann sem líður frá andláti að útför. Þá hefur einnig komið upp ágreiningur þegar kemur að viðhaldi eða endurnýjun búnaðar tengdum líkhúsum. Mér finnst blasa við að skýra þurfi ábyrgð á því að halda úti og reka líkgeymslur. Eins er mikilvægt að skýra réttindi til aðgengis að líkgeymslum. Í minni byggðarlögum sýnist mér blasa við að eðlilegast væri að tengja staðsetninguna heilbrigðisstofnunum eða hjúkrunarheimilum og því að þar þurfa að vera til kælar til að geyma lík til skemmri tíma og vandséð að það sé skynsamlegt að reka fleiri en einn líkkæli í sama byggðarlagi. Á heilbrigðisstofnun er jafnframt starfsfólk til staðar sem hefur sérþekkingu í meðferð líka. Ljóst er að þörf er á misjöfnum útfærslum á milli byggðalaga, enda er þau jafn ólík og þau eru mörg og engin ein lausn sem gengur upp fyrir alla. Ágreiningur um rekstur líkhúsa Svo virðist sem lengi hafi verið uppi ágreiningur milli Kirkjugarðasambands Íslands og dómsmálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis um það hvort rekstur líkhúsa sé meðtalinn í framlagi ríkisins eða ekki. Kirkjugarðsstjórn er heimilt að láta reisa kapellu og líkhús en ber ekki skylda til þess. Engin lög ná yfir það hvernig skuli fara með hinn látna frá andláti til brennslu og/eða greftrunar. Lög kveða hvorki á um hvers konar húsnæði eða geymslu skuli notast við fyrir líkhús, né hver skuli bera kostnað af líkhúsi, rekstri þess og stofnkostnaði. Nú eru engar kröfur gerðar til þess húsnæðis sem notað er sem líkhús skv. gildandi lögum. Í verklagsreglum sóttvarnarlæknis frá árinu 2018, um meðferð og flutning á líkum, má finna leiðbeiningar m.a. um hreinlæti í líkgeymslum. Í reglunum er skilgreint hvað þurfi að vera til staðar í slíku rými. Ég lagði fram fyrirspurn um málið í janúar. Fyrir áhugasama má finna umræðuna við dómsmálaráðherra hér fyrir neðan, en umræðan fór fram þann 18. mars: https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20240318T191201 Er ekki tímabært að bundið verði í lög að ríkissjóður kosti tímabilið frá andláti til greftrunar miðað við ákveðna grunnþjónustu? Lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu eru frá árinu 1993 og þau þarfnast sannarlega endurbóta, sérstaklega hvað varðar að tryggja líkhúsum landsins fullnægjandi rekstrarheimildir. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Sjá meira
Við á Íslandi eigum við ákveðinn húsnæðisvanda að etja og á það ekki aðeins við um íbúðarhúsnæði. Líkhús og líkgeymslur eru hús sem flestir þurfa afnot af þegar yfir lýkur en það virðist hvorki vera mikill áhugi á að eiga slík hús né á að reka þau. Á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri sjá kirkjugarðarnir alfarið um þetta verkefni. Á öðrum stöðum hefur samfélagið leyst verkefnið með ólíkum hætti. Oftar en ekki hafa líknarfélög tekið þátt í stofnkostnaði og eru líkgeymslur þar ýmis í húsnæði á vegum kirkju, ríkis eða sveitarfélaga, oft í tengslum við heilbrigðisstofnanir. Í einhverjum tilvikum reka einkaaðilar líkhús og þá oft og tíðum líkhús sem einhver af þessum aðilum hefur komið á fót. Í sumum tilvikum tengjast kapellur eða sambærileg herbergi líkgeymslunum. Þróun síðustu ára Á síðustu árum hefur líkgeymslum fækkað, með bættum samgöngum, sameiningu sveitarfélaga og sókna. Samfara því hefur ágreiningur vegna reksturs þeirra og aðgengis að þeim víða komið upp á yfirborðið. Sennilega hefur líka dregið úr því að sjálfboðaliðar sinni verkefnum af þessu tagi. Óljóst er hver á að greiða kostnaðinn við rekstur líkhúsa. Kostnaðurinn við rekstur hefur einnig aukist ár frá ári, annars vegar vegna fólksfjölgunar en hins vegar vegna tilhneigingar til að lengja tímann sem líður frá andláti að útför. Þá hefur einnig komið upp ágreiningur þegar kemur að viðhaldi eða endurnýjun búnaðar tengdum líkhúsum. Mér finnst blasa við að skýra þurfi ábyrgð á því að halda úti og reka líkgeymslur. Eins er mikilvægt að skýra réttindi til aðgengis að líkgeymslum. Í minni byggðarlögum sýnist mér blasa við að eðlilegast væri að tengja staðsetninguna heilbrigðisstofnunum eða hjúkrunarheimilum og því að þar þurfa að vera til kælar til að geyma lík til skemmri tíma og vandséð að það sé skynsamlegt að reka fleiri en einn líkkæli í sama byggðarlagi. Á heilbrigðisstofnun er jafnframt starfsfólk til staðar sem hefur sérþekkingu í meðferð líka. Ljóst er að þörf er á misjöfnum útfærslum á milli byggðalaga, enda er þau jafn ólík og þau eru mörg og engin ein lausn sem gengur upp fyrir alla. Ágreiningur um rekstur líkhúsa Svo virðist sem lengi hafi verið uppi ágreiningur milli Kirkjugarðasambands Íslands og dómsmálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis um það hvort rekstur líkhúsa sé meðtalinn í framlagi ríkisins eða ekki. Kirkjugarðsstjórn er heimilt að láta reisa kapellu og líkhús en ber ekki skylda til þess. Engin lög ná yfir það hvernig skuli fara með hinn látna frá andláti til brennslu og/eða greftrunar. Lög kveða hvorki á um hvers konar húsnæði eða geymslu skuli notast við fyrir líkhús, né hver skuli bera kostnað af líkhúsi, rekstri þess og stofnkostnaði. Nú eru engar kröfur gerðar til þess húsnæðis sem notað er sem líkhús skv. gildandi lögum. Í verklagsreglum sóttvarnarlæknis frá árinu 2018, um meðferð og flutning á líkum, má finna leiðbeiningar m.a. um hreinlæti í líkgeymslum. Í reglunum er skilgreint hvað þurfi að vera til staðar í slíku rými. Ég lagði fram fyrirspurn um málið í janúar. Fyrir áhugasama má finna umræðuna við dómsmálaráðherra hér fyrir neðan, en umræðan fór fram þann 18. mars: https://www.althingi.is/altext/upptokur/lidur/?lidur=lid20240318T191201 Er ekki tímabært að bundið verði í lög að ríkissjóður kosti tímabilið frá andláti til greftrunar miðað við ákveðna grunnþjónustu? Lög um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu eru frá árinu 1993 og þau þarfnast sannarlega endurbóta, sérstaklega hvað varðar að tryggja líkhúsum landsins fullnægjandi rekstrarheimildir. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun