Vald spillir Anna Magnúsdóttir skrifar 22. maí 2024 13:30 Það er merkilegt að verða vitni að því hvernig kosninga- og áróðursvél eins stærsta stjórnmálaflokksins er virkjuð í aðdraganda forsetakosninganna. Sérhagsmunaelíta hans hefur verið þekkt af því að skara eld að sinni köku, passa upp á að sitt fólk fái sneið af henni t.d. í öllum einkavæðingaferlunum. Hún var búin að koma sínum að í startholurnar þegar vindorkan kom á dagskrá en „gleymdi“ óvart að það væri skynsamlegt að setja lög um virkjun hennar, þrátt fyrir varnaðarorð orkumálastjóra, svo ekki færi eins og t.d. í innleiðingu kvótakerfisins. Þegar kemur til starfa orkumálastjóri sem hvorki er tengdur klíkunni né hefur sama siðferði og hún, þá sjáum við gömul, skilyrt viðbrögð, „bláu höndina“ birtast. Þá vaknar sú spurning hvaða hag þessi sérhagsmunahópur hefur af því að beita öllum sínum meðulum til að koma Katrínu Jakobsdóttur í embætti forseta Íslands, hvar liggur gróðinn? Það er staðreynd að VG í ríkisstjórn með núverandi flokkum, hefur sveiflast frá því að vera vinstrisinnaðisti flokkurinn í að vera gagnrýnislaus á samstarfsflokk sinn sem er yst til hægri! Með því að hafa svona velviljaðan einstakling í forsetastól er engin bremsa lengur á yfirgang og sérhagsmunagæslu þeirra þegar seilast á í gróðrarvænleg fyrirtæki eins og Landsvirkjun. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri (nú í tímabundnu leyfi) hefur sýnt að hún stendur föstum fótum gegn því þegar seilst er í auðlindirnar. Einnig kemur fram að hún myndi beita málskotsréttinum og setja ákvörðunina í þjóðaratkvæðagreiðslu ef selja ætti Landsvirkjun svo dæmi sé tekið, væri hún forseti. Skyldi það vera óttinn við að gata þeirra á græðgisvegferðinni yrði ekki eins greið og þeir kysu, með hana sem forseta? Svo þarf að skoða hver trúverðugleiki pólitíkuss er sem fer beint úr forsætisráðherrastól í framboð til forseta. Yrði hlutleysi t.d. tryggt í stjórnarmyndunarviðræðum? Hvernig færi með umdeild lög sem forsætisráðherra stóð fyrir og sama manneskjan ætti sem forseti að fjalla um? Nálægðin við pólitíkina gerir það að verkum að almenningur á bágt með að treysta viðkomandi, sem er ekki góð staða. Við þurfum forseta sem við getum treyst til að láta ekki undan hagsmunaöflum. Gefum gömlum stöðnuðum öflum frí. Við höfum sem betur fer val um svo miklu hæfari manneskju með ferska sýn á viðfangsefnin sem er hafin yfir gömlu valdaklíkurnar. Fyrir mér er valið auðvelt þegar ég vel forseta, þar er Halla Hrund Logadóttir samnefnari fyrir þjóðina í heild. Hún er hvorki tengd sérhagsmunum né auðvaldsfyrirtækjum hér eða erlendis. Hún er eldklár, umgengst fólk af virðingu og er heilsteypt manneskja sem á auðvelt með að fá fólk með sér til góðra verka fyrir heildina. Höfundur er fyrrverandi kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Það er merkilegt að verða vitni að því hvernig kosninga- og áróðursvél eins stærsta stjórnmálaflokksins er virkjuð í aðdraganda forsetakosninganna. Sérhagsmunaelíta hans hefur verið þekkt af því að skara eld að sinni köku, passa upp á að sitt fólk fái sneið af henni t.d. í öllum einkavæðingaferlunum. Hún var búin að koma sínum að í startholurnar þegar vindorkan kom á dagskrá en „gleymdi“ óvart að það væri skynsamlegt að setja lög um virkjun hennar, þrátt fyrir varnaðarorð orkumálastjóra, svo ekki færi eins og t.d. í innleiðingu kvótakerfisins. Þegar kemur til starfa orkumálastjóri sem hvorki er tengdur klíkunni né hefur sama siðferði og hún, þá sjáum við gömul, skilyrt viðbrögð, „bláu höndina“ birtast. Þá vaknar sú spurning hvaða hag þessi sérhagsmunahópur hefur af því að beita öllum sínum meðulum til að koma Katrínu Jakobsdóttur í embætti forseta Íslands, hvar liggur gróðinn? Það er staðreynd að VG í ríkisstjórn með núverandi flokkum, hefur sveiflast frá því að vera vinstrisinnaðisti flokkurinn í að vera gagnrýnislaus á samstarfsflokk sinn sem er yst til hægri! Með því að hafa svona velviljaðan einstakling í forsetastól er engin bremsa lengur á yfirgang og sérhagsmunagæslu þeirra þegar seilast á í gróðrarvænleg fyrirtæki eins og Landsvirkjun. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri (nú í tímabundnu leyfi) hefur sýnt að hún stendur föstum fótum gegn því þegar seilst er í auðlindirnar. Einnig kemur fram að hún myndi beita málskotsréttinum og setja ákvörðunina í þjóðaratkvæðagreiðslu ef selja ætti Landsvirkjun svo dæmi sé tekið, væri hún forseti. Skyldi það vera óttinn við að gata þeirra á græðgisvegferðinni yrði ekki eins greið og þeir kysu, með hana sem forseta? Svo þarf að skoða hver trúverðugleiki pólitíkuss er sem fer beint úr forsætisráðherrastól í framboð til forseta. Yrði hlutleysi t.d. tryggt í stjórnarmyndunarviðræðum? Hvernig færi með umdeild lög sem forsætisráðherra stóð fyrir og sama manneskjan ætti sem forseti að fjalla um? Nálægðin við pólitíkina gerir það að verkum að almenningur á bágt með að treysta viðkomandi, sem er ekki góð staða. Við þurfum forseta sem við getum treyst til að láta ekki undan hagsmunaöflum. Gefum gömlum stöðnuðum öflum frí. Við höfum sem betur fer val um svo miklu hæfari manneskju með ferska sýn á viðfangsefnin sem er hafin yfir gömlu valdaklíkurnar. Fyrir mér er valið auðvelt þegar ég vel forseta, þar er Halla Hrund Logadóttir samnefnari fyrir þjóðina í heild. Hún er hvorki tengd sérhagsmunum né auðvaldsfyrirtækjum hér eða erlendis. Hún er eldklár, umgengst fólk af virðingu og er heilsteypt manneskja sem á auðvelt með að fá fólk með sér til góðra verka fyrir heildina. Höfundur er fyrrverandi kennari.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun