Óheiðarleiki gagnvart öryrkjum Svanberg Hreinsson skrifar 22. maí 2024 07:00 Á hverju ári tala ráðherrar um hvað þeir hafa gert mikið fyrir öryrkja. Fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og núverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hafa verið sérstaklega virk í að syngja þetta falska lag. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Afkoma örorkulífeyrisþega verður áfram bætt með það að markmiði að bæta sérstaklega kjör þeirra sem lakast standa.“ En hver er raunverulega staða öryrkja nú þegar Katrín Jakobsdóttir stígur frá embætti forsætisráðherra? Samkvæmt rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, eru kjör 88% lífeyrisþega sambærileg eða LAKARI en fyrir ári. Yfir helmingur öryrkja hér á landi horfa upp á kjör sín rýrna árlega. Hvað hafa þá ráðherrar átt við þegar þeir standa í pontu Alþingis til að monta sig um prósentuhækkanir til öryrkja og almannatryggingaþega? Þær prósentuhækkanir sem öryrkjar hafa fengið árlega frá þessari ríkisstjórn eru vísitöluhækkanir sem, samkvæmt lögum, verður að leggja fram. Vegna mikillar verðbólgu og húsnæðisbólu, sem hefur farið úr öllum böndum undir forystu þessarar ríkisstjórnar, hefur kaupmáttur fatlaðs fólks rýrnað. Ekki var hann mikill fyrir. Þetta sína tölurnar svart á hvítu. Þetta er raunveruleikinn. Næst þegar þið heyrið ráðherra þessarar ríkisstjórnar hrósa sjálfum sér fyrir þær kjarabætur sem öryrkjar hafa fengið undir þeirra forystu, munið að það er verið að reyna að blekkja ykkur. Staða öryrkja hefur versnað undanfarin ár, öryrkjar eru fátækari í dag en í fyrra. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanberg Hreinsson Flokkur fólksins Félagsmál Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Á hverju ári tala ráðherrar um hvað þeir hafa gert mikið fyrir öryrkja. Fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og núverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hafa verið sérstaklega virk í að syngja þetta falska lag. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Afkoma örorkulífeyrisþega verður áfram bætt með það að markmiði að bæta sérstaklega kjör þeirra sem lakast standa.“ En hver er raunverulega staða öryrkja nú þegar Katrín Jakobsdóttir stígur frá embætti forsætisráðherra? Samkvæmt rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, eru kjör 88% lífeyrisþega sambærileg eða LAKARI en fyrir ári. Yfir helmingur öryrkja hér á landi horfa upp á kjör sín rýrna árlega. Hvað hafa þá ráðherrar átt við þegar þeir standa í pontu Alþingis til að monta sig um prósentuhækkanir til öryrkja og almannatryggingaþega? Þær prósentuhækkanir sem öryrkjar hafa fengið árlega frá þessari ríkisstjórn eru vísitöluhækkanir sem, samkvæmt lögum, verður að leggja fram. Vegna mikillar verðbólgu og húsnæðisbólu, sem hefur farið úr öllum böndum undir forystu þessarar ríkisstjórnar, hefur kaupmáttur fatlaðs fólks rýrnað. Ekki var hann mikill fyrir. Þetta sína tölurnar svart á hvítu. Þetta er raunveruleikinn. Næst þegar þið heyrið ráðherra þessarar ríkisstjórnar hrósa sjálfum sér fyrir þær kjarabætur sem öryrkjar hafa fengið undir þeirra forystu, munið að það er verið að reyna að blekkja ykkur. Staða öryrkja hefur versnað undanfarin ár, öryrkjar eru fátækari í dag en í fyrra. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar