Skautadrottningin Katrín Jakobsdóttir Einar Steingrímsson skrifar 21. maí 2024 11:01 Það er algeng skoðun (sem ég deili ekki, enda er hún fáránleg tálsýn) að forseti Íslands eigi að vera „sameiningartákn þjóðarinnar“, þjóðar sem er klofin í tvennt á ýmsan hátt, þar sem sorglegasti klofningurinn, og skammarlegasti fyrir jafn ríkt samfélag og Ísland, er munurinn milli þeirra sem minnstar tekjur hafa og flestra hinna. Fólksins sem vinnur mörg mikilvægustu störfin í samfélaginu, fær skítalaun fyrir og þarf að berjast á "frjálsum" leigumarkaði þar sem leiga fyrir pínulitla íbúð kostar yfir 70% af nettólaunum hinna lægstlaunuðu. Þessi skammarlegi klofningur þjóðarinnar — í þau sem hafa það nokkuð gott eða mjög fínt og hin sem strita myrkranna á milli til að búa til þetta góða samfélag fyrir okkur hin — er eitt af því sem flokka mætti sem skautun, því þetta skiptir þjóðinni í tvo ólíka hópa, sem búa við gerólík kjör. Það er samt annars konar klofningur sem er mest áberandi í umræðunni um skautun, nefnilega tvískipting í áberandi hópa sem takast harkalega á í deilumálum sem eru ofarlega á baugi í samfélaginu. Og það er væntanlega það sem Katrín Jakobsdóttir á við þegar hún talar um að hún vilji, sem forseti, vinna gegn skautun: "Það eru tímar mikilla breytinga og við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum sem geta reynt á samheldni okkar. Í þessum aðstæðum er hlutverk forseta að byggja brýr á milli ólíkra skoðana og vinna gegn skautun til að verja þau grunngildi sem við byggjum íslenskt samfélag á; lýðræði, mannréttindi og réttarríkið." Katrín vill auðvitað ekki tala um efnahagslegu skautunina sem minnst er á hér í upphafi, enda ber hún augljóslega mikla ábyrgð á henni, hafandi verið forsætisráðherra í meira en sex og hálft ár, á tíma þegar efnahagur landsins stóð í miklum blóma (þrátt fyrir tímabil faraldursins), tíma þegar þjóðartekjur voru svo gríðarlegar að tækifærið hefði verið frábært til að bæta hag hinna lægstlaunuðu, sem flokkur Katrínar hefur alla tíð þóst berjast fyrir. Í staðinn hefur hagur þeirra farið síversnandi, vegna mikillar verðbólgu og þess sturlaða leiguverðs sem efnahagslegur uppgangur hefur haft í för með sér. En það er ekki síður kaldhæðnislegt, svo maður segi ekki sóðalegt, af Katrínu, að tala um sjálfa sig sem komandi "afskautara" hinna hatrömmu afla sem takast á í samfélagsumræðunni. Í fyrsta lagi byggist sú skautun ekki síst á því að Katrín hefur blygðunarlaust leitt til valda fulltrúa þeirra auðvaldsafla sem eru eigendur Sjálfstæðisflokksins, gegn hagsmunum yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Þar er ekki bara um að ræða beina efnahagslega hagsmuni, heldur líka að verja ofurvald sömu afla á öllu ríkisvaldinu, meðal annars með því að koma í veg fyrir þær breytingar á stjórnarskránni sem yfirgnæfandi meirihluti kjósenda hefur viljað fá í áratugi. Í öðru lagi er ljóst að það er Katrín, og engin önnur manneskja, sem hefur skautað kosningabaráttuna um forsetaembættið. Fylgi Katrínar hefur verið mjög stöðugt í margar vikur, á meðan fylgi annarra frambjóðenda hefur sveiflast talsvert. Það sem er hins vegar mest sláandi við þær kannanir sem gerðar hafa verið er að þegar spurt er hvaða frambjóðanda kjósendur vilji helst ef fyrsta val þeirra nær ekki kjöri, þá er Katrín alltaf neðarlega á blaði. Ef kjósendur fengju að raða frambjóðendum, og sá yrði kjörinn sem meirihluti vildi frekar en nokkurt hinna, þá er ljóst að Katrín ætti engan séns. Af því Katrín "skautar" kjósendur, skiptir þeim í tvo hópa, þann minnihluta sem vill Katrínu, og þann meirihluta sem vill umfram allt ekki Katrínu, óháð því hvaða frambjóðanda viðkomandi vilja helst sjá sem forseta. Ef Katrín vill í raun og veru vinna gegn skautun í íslensku samfélagi þá myndi hún best gera það með því að draga framboð sitt tilbaka, og draga sig í hlé. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er algeng skoðun (sem ég deili ekki, enda er hún fáránleg tálsýn) að forseti Íslands eigi að vera „sameiningartákn þjóðarinnar“, þjóðar sem er klofin í tvennt á ýmsan hátt, þar sem sorglegasti klofningurinn, og skammarlegasti fyrir jafn ríkt samfélag og Ísland, er munurinn milli þeirra sem minnstar tekjur hafa og flestra hinna. Fólksins sem vinnur mörg mikilvægustu störfin í samfélaginu, fær skítalaun fyrir og þarf að berjast á "frjálsum" leigumarkaði þar sem leiga fyrir pínulitla íbúð kostar yfir 70% af nettólaunum hinna lægstlaunuðu. Þessi skammarlegi klofningur þjóðarinnar — í þau sem hafa það nokkuð gott eða mjög fínt og hin sem strita myrkranna á milli til að búa til þetta góða samfélag fyrir okkur hin — er eitt af því sem flokka mætti sem skautun, því þetta skiptir þjóðinni í tvo ólíka hópa, sem búa við gerólík kjör. Það er samt annars konar klofningur sem er mest áberandi í umræðunni um skautun, nefnilega tvískipting í áberandi hópa sem takast harkalega á í deilumálum sem eru ofarlega á baugi í samfélaginu. Og það er væntanlega það sem Katrín Jakobsdóttir á við þegar hún talar um að hún vilji, sem forseti, vinna gegn skautun: "Það eru tímar mikilla breytinga og við stöndum frammi fyrir nýjum áskorunum sem geta reynt á samheldni okkar. Í þessum aðstæðum er hlutverk forseta að byggja brýr á milli ólíkra skoðana og vinna gegn skautun til að verja þau grunngildi sem við byggjum íslenskt samfélag á; lýðræði, mannréttindi og réttarríkið." Katrín vill auðvitað ekki tala um efnahagslegu skautunina sem minnst er á hér í upphafi, enda ber hún augljóslega mikla ábyrgð á henni, hafandi verið forsætisráðherra í meira en sex og hálft ár, á tíma þegar efnahagur landsins stóð í miklum blóma (þrátt fyrir tímabil faraldursins), tíma þegar þjóðartekjur voru svo gríðarlegar að tækifærið hefði verið frábært til að bæta hag hinna lægstlaunuðu, sem flokkur Katrínar hefur alla tíð þóst berjast fyrir. Í staðinn hefur hagur þeirra farið síversnandi, vegna mikillar verðbólgu og þess sturlaða leiguverðs sem efnahagslegur uppgangur hefur haft í för með sér. En það er ekki síður kaldhæðnislegt, svo maður segi ekki sóðalegt, af Katrínu, að tala um sjálfa sig sem komandi "afskautara" hinna hatrömmu afla sem takast á í samfélagsumræðunni. Í fyrsta lagi byggist sú skautun ekki síst á því að Katrín hefur blygðunarlaust leitt til valda fulltrúa þeirra auðvaldsafla sem eru eigendur Sjálfstæðisflokksins, gegn hagsmunum yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Þar er ekki bara um að ræða beina efnahagslega hagsmuni, heldur líka að verja ofurvald sömu afla á öllu ríkisvaldinu, meðal annars með því að koma í veg fyrir þær breytingar á stjórnarskránni sem yfirgnæfandi meirihluti kjósenda hefur viljað fá í áratugi. Í öðru lagi er ljóst að það er Katrín, og engin önnur manneskja, sem hefur skautað kosningabaráttuna um forsetaembættið. Fylgi Katrínar hefur verið mjög stöðugt í margar vikur, á meðan fylgi annarra frambjóðenda hefur sveiflast talsvert. Það sem er hins vegar mest sláandi við þær kannanir sem gerðar hafa verið er að þegar spurt er hvaða frambjóðanda kjósendur vilji helst ef fyrsta val þeirra nær ekki kjöri, þá er Katrín alltaf neðarlega á blaði. Ef kjósendur fengju að raða frambjóðendum, og sá yrði kjörinn sem meirihluti vildi frekar en nokkurt hinna, þá er ljóst að Katrín ætti engan séns. Af því Katrín "skautar" kjósendur, skiptir þeim í tvo hópa, þann minnihluta sem vill Katrínu, og þann meirihluta sem vill umfram allt ekki Katrínu, óháð því hvaða frambjóðanda viðkomandi vilja helst sjá sem forseta. Ef Katrín vill í raun og veru vinna gegn skautun í íslensku samfélagi þá myndi hún best gera það með því að draga framboð sitt tilbaka, og draga sig í hlé. Höfundur er ekkert sérstakt.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun