Í framhaldi af viðtali við Helgu Þórisdóttur Kári Stefánsson skrifar 19. maí 2024 16:40 Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi heldur áfram að lýsa þeirri skoðun sinni að Katrín Jakobsdóttir hafi brugðist hlutverki sínu sem forsætisráðherra þegar hún sagðist vera sammála sóttvarnarlækni um að vinnsla persónuupplýsinga Íslenskrar erfðagreiningar, sem Persónuvernd kvað ólöglega, hafi verið hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Í þetta skiptið gerði hún það í viðtali við fréttastofu Bylgjunnar: Samkvæmt sóttvarnarlögum er það sóttvarnarlæknir sem ákveður til hvaða sóttvarnarráðstafana skuli gripið þegar farsótt geisar og hvernig þær skuli framkvæmdar. Þar af leiðandi er það lögum samkvæmt sóttvanarlæknir en ekki Persónuvernd sem ákvarðar hvað teljist sóttvarnarráðstöfun. Í miðri farsótt trompa sóttvarnarlögin persónuvendarlögin þegar ákvæði þeirra rekast á. Nú skulum við hins vegar að gamni okkar gera ráð fyrir að þessi umdeildi árekstur hafi átt sér stað á öðrum tíma þegar engin farsótt geisaði. Deilan var um það hvort sú vinna sem Íslensk erfðagreining innti af höndum hafi verið vísindarannsókn eða þjónusta við sóttvarnir. Samkvæmt lögum um vísindarannsóknir á fólki er það hlutverk Vísindasiðanefndar en ekki Persónuverndar að ákvarða hvað sé og hvað sé ekki vísindarannsókn þegar það eru skiptar skoðanir á því.Þess vegna leit það út í okkar augum hjá Íslenskri erfðagreiningu að ákvörðun Persónuverndar stæðist ekki lög. Þar af leiðandi kærðum við þessa ákvörðun og héraðsdómur komst að sömu niðurstöðu og við og hnekkti ákvörðuninni. Þegar við horfum til hlutverks forsætisráðherra í þessu máli þá stóð hún frammi fyrir því að styðja annað hvort ákvörðun Persónuverndar sem héraðsdómur er búinn að segja okkur að standist ekki lög eða sóttvarnarlækni sem var að leiða, fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, baráttuna við farsóttina. Ríkisstjórnin undir forsæti Katrínar hafði lagt blessun sína yfir allar þær ráðstafanir sem sóttvarnaryfirvöld gripu til og var því ábyrg fyrir framlagi Íslenskrar erfðagreiningar. Þar af leiðandi var stuðningur Katrínar við sóttvanarlækni sjálfsagður og í samræmi við mat ríkisstjórnar á hagsmunum samfélagsins. Höfundur er forstjóri íslenskrar erfðagreiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Forsetakosningar 2024 Kári Stefánsson Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi heldur áfram að lýsa þeirri skoðun sinni að Katrín Jakobsdóttir hafi brugðist hlutverki sínu sem forsætisráðherra þegar hún sagðist vera sammála sóttvarnarlækni um að vinnsla persónuupplýsinga Íslenskrar erfðagreiningar, sem Persónuvernd kvað ólöglega, hafi verið hluti af opinberum sóttvarnarráðstöfunum. Í þetta skiptið gerði hún það í viðtali við fréttastofu Bylgjunnar: Samkvæmt sóttvarnarlögum er það sóttvarnarlæknir sem ákveður til hvaða sóttvarnarráðstafana skuli gripið þegar farsótt geisar og hvernig þær skuli framkvæmdar. Þar af leiðandi er það lögum samkvæmt sóttvanarlæknir en ekki Persónuvernd sem ákvarðar hvað teljist sóttvarnarráðstöfun. Í miðri farsótt trompa sóttvarnarlögin persónuvendarlögin þegar ákvæði þeirra rekast á. Nú skulum við hins vegar að gamni okkar gera ráð fyrir að þessi umdeildi árekstur hafi átt sér stað á öðrum tíma þegar engin farsótt geisaði. Deilan var um það hvort sú vinna sem Íslensk erfðagreining innti af höndum hafi verið vísindarannsókn eða þjónusta við sóttvarnir. Samkvæmt lögum um vísindarannsóknir á fólki er það hlutverk Vísindasiðanefndar en ekki Persónuverndar að ákvarða hvað sé og hvað sé ekki vísindarannsókn þegar það eru skiptar skoðanir á því.Þess vegna leit það út í okkar augum hjá Íslenskri erfðagreiningu að ákvörðun Persónuverndar stæðist ekki lög. Þar af leiðandi kærðum við þessa ákvörðun og héraðsdómur komst að sömu niðurstöðu og við og hnekkti ákvörðuninni. Þegar við horfum til hlutverks forsætisráðherra í þessu máli þá stóð hún frammi fyrir því að styðja annað hvort ákvörðun Persónuverndar sem héraðsdómur er búinn að segja okkur að standist ekki lög eða sóttvarnarlækni sem var að leiða, fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands, baráttuna við farsóttina. Ríkisstjórnin undir forsæti Katrínar hafði lagt blessun sína yfir allar þær ráðstafanir sem sóttvarnaryfirvöld gripu til og var því ábyrg fyrir framlagi Íslenskrar erfðagreiningar. Þar af leiðandi var stuðningur Katrínar við sóttvanarlækni sjálfsagður og í samræmi við mat ríkisstjórnar á hagsmunum samfélagsins. Höfundur er forstjóri íslenskrar erfðagreiningar
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar