Formaður húsfélagsins Guðmundur Andri Thorsson skrifar 18. maí 2024 17:00 Það að kjósa sér forseta er ekki eins og að kjósa í Júróvisjon, þar sem við látum stundum stjórnast af nýjungagirni og vonum svo það besta um að sigurvegarinn spjari sig. Það þarf að vega og meta það hvernig fólk muni valda þessu sérstaka starfi, til dæmis með því að ímynda sér það sem talsmann og fulltrúa landsins á alþjóðavettvangi eða á erfiðum stundum í lífi þjóðarinnar þegar þarf að finna rétt orð og sýna rétt viðmót – eða í því hlutverki að takast á við stjórnarkreppur þar sem þarf að leiða saman ólík öfl til að stjórna landinu. Við höfum fylgst með Katrínu Jakobsdóttur í öllum þessum hlutverkum og öll hefur hún leyst framúrskarandi vel af hendi. Stjórnarskráin mætti vera skýrari þegar kemur að valdsviði og hlutverki forseta Íslands. Í covid-faraldrinum sýndi Katrín að hún skilur valdmörk og virðir þau. Það er gríðarlega mikilsverður eiginleiki í þessu embætti. Hún hefur um leið til að bera myndugleik og reynslu sem stjórnmálamenn bera virðingu fyrir. Íslenskt samfélag er stundum eins og húsfélag í fjölbýlishúsi þar sem þarf til dæmis að taka ákvarðanir um litinn á þakinu. Hjónin í íbúð 3.B eru alveg hörð á rauða litnum en karlinn á 4.C má ekki heyra á annað minnst en bláan lit. Þá er mikilvægt að í hópnum sé manneskja sem getur þokað málum áfram, sætt sjónarmið og leitt fram niðurstöðu sem almestu þrasararnir geta lifað með. Þegar við horfum yfir þann glæsilega hóp sem nú er í framboði til embættis forseta þá er vel hægt að sjá fyrir sér vænlega kosti, fólk sem bæði hefur til að bera myndugleik til að taka af skarið en kann líka að hlusta og skapa gott andrúmsloft kringum sig. En sjálfur ætla ég að kjósa Katrínu Jakobsdóttur sem formann húsfélagsins í ár. Höfundur er rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Skoðun Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Það að kjósa sér forseta er ekki eins og að kjósa í Júróvisjon, þar sem við látum stundum stjórnast af nýjungagirni og vonum svo það besta um að sigurvegarinn spjari sig. Það þarf að vega og meta það hvernig fólk muni valda þessu sérstaka starfi, til dæmis með því að ímynda sér það sem talsmann og fulltrúa landsins á alþjóðavettvangi eða á erfiðum stundum í lífi þjóðarinnar þegar þarf að finna rétt orð og sýna rétt viðmót – eða í því hlutverki að takast á við stjórnarkreppur þar sem þarf að leiða saman ólík öfl til að stjórna landinu. Við höfum fylgst með Katrínu Jakobsdóttur í öllum þessum hlutverkum og öll hefur hún leyst framúrskarandi vel af hendi. Stjórnarskráin mætti vera skýrari þegar kemur að valdsviði og hlutverki forseta Íslands. Í covid-faraldrinum sýndi Katrín að hún skilur valdmörk og virðir þau. Það er gríðarlega mikilsverður eiginleiki í þessu embætti. Hún hefur um leið til að bera myndugleik og reynslu sem stjórnmálamenn bera virðingu fyrir. Íslenskt samfélag er stundum eins og húsfélag í fjölbýlishúsi þar sem þarf til dæmis að taka ákvarðanir um litinn á þakinu. Hjónin í íbúð 3.B eru alveg hörð á rauða litnum en karlinn á 4.C má ekki heyra á annað minnst en bláan lit. Þá er mikilvægt að í hópnum sé manneskja sem getur þokað málum áfram, sætt sjónarmið og leitt fram niðurstöðu sem almestu þrasararnir geta lifað með. Þegar við horfum yfir þann glæsilega hóp sem nú er í framboði til embættis forseta þá er vel hægt að sjá fyrir sér vænlega kosti, fólk sem bæði hefur til að bera myndugleik til að taka af skarið en kann líka að hlusta og skapa gott andrúmsloft kringum sig. En sjálfur ætla ég að kjósa Katrínu Jakobsdóttur sem formann húsfélagsins í ár. Höfundur er rithöfundur
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar