Neikvæð áhrif þess að útiloka forsetaframbjóðendur frá kappræðum strax komin í ljós Ástþór Magnússon skrifar 17. maí 2024 17:30 Í kjölfar kappræðna á Stöð2 þar sem aðeins útvöldum forsetaframbjóðendum var boðið að tjá sig um stjórnskipan landsins á meðan öðrum reynslumeiri var úthýst, hefur deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst vakið athygli á því að forsetaframbjóðendur sem þar komu fram hafi talað af vanþekkingu um utanríkisstefnu og stjórnskipan Íslands. Það er alveg rétt að Ísland gerðist stofnaðili NATO og gekk til samstarfs við bandaríkin um varnir landsins. Fræðimaðurinn segir að með þeirri aðild hafi Ísland tekið sér stöðu með þeim ríkjum heims sem standa vörð um vestræn gildi svo sem lýðræði mannréttindi og réttarríkið. Ef Ísland hefur í heiðri réttarríkið og lýðræði hversvegna er þá ekki farið að lögum og eftir stjórnarskrá landsins? Hvers vegna eru Íslensk stjórnvöld farin að taka upp gerræðisleg vinnubrögð að hætti einræðisherra í einstökum ráðuneytum? Telur fræðimaðurinn frá Háskólanum á Bifröst það vera lýðræðisleg vinnubrögð að einn einstaklingur ákveði uppá eigin spýtur að sniðganga skyldur ráðherra samkvæmt stjórnarskrá, að sniðganga þjóðaröryggisstefnu sem Alþingi hefur fjallað um og samþykkt, og sniðganga þá skilmála sem voru settir fyrir aðild Íslands að NATO sáttmálanum? Hefur Íslenski fræðimaðurinn ekki lesið þessi skjöl? Er hann jafn fáfróður spyrjandanum í kappræðuþættinum sem tók að sér að kynna forsetaframboð fyrir þjóðinni en segist á sama tíma ekki hafa áhuga að kynna sér hugmyndafræði um forsetaembættið sem lýst er í bókinni Virkjum Bessastaði og sem heimsþekktir fræðimenn hafa mælt með. Hversvegna er lýðræðið fótum troðið hér á landi eins og Stöð2 gerði með því að útiloka forsetaframbjóðanda sem hefur haft málin sem fjallað var um á stefnuskrá sinni í 28 ár og gefið út heila bók með hugmyndafræði um embættið og hvernig forseti Íslands getur beitt sér á alþjóðavettvangi til að kynna friðarlausnir til að afstýra yfirvofandi árás á landið. Ég minnist þess þegar fræðimönnum var spilað út í aðdraganda forsetakosningum árið 1996 er ég talaði um að virkja málskotsréttinn sem stjórnvöld reyndu þá að segja að væri ekki hægt. Nú horfi ég uppá vandræðagang stjórnvalda að réttlæta brot á stjórnarskrá eftir að einstakir ráðherrar hafa farið fram úr valdheimildum sínum. Auðvitað á forseti Íslands við slíkar aðstæður að kalla menn til sín á Bessastaði og leggja til að leysa málið með heiðarlegu samtali á Alþingi í stað þess að gera ómerkinga úr fræðimönnum með rangtúlkunum sem síðar mun verða þeirra menntastofnunum til skammar. Höfundur er forsetaframbjóðandi og stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Ástþór Magnússon Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar kappræðna á Stöð2 þar sem aðeins útvöldum forsetaframbjóðendum var boðið að tjá sig um stjórnskipan landsins á meðan öðrum reynslumeiri var úthýst, hefur deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst vakið athygli á því að forsetaframbjóðendur sem þar komu fram hafi talað af vanþekkingu um utanríkisstefnu og stjórnskipan Íslands. Það er alveg rétt að Ísland gerðist stofnaðili NATO og gekk til samstarfs við bandaríkin um varnir landsins. Fræðimaðurinn segir að með þeirri aðild hafi Ísland tekið sér stöðu með þeim ríkjum heims sem standa vörð um vestræn gildi svo sem lýðræði mannréttindi og réttarríkið. Ef Ísland hefur í heiðri réttarríkið og lýðræði hversvegna er þá ekki farið að lögum og eftir stjórnarskrá landsins? Hvers vegna eru Íslensk stjórnvöld farin að taka upp gerræðisleg vinnubrögð að hætti einræðisherra í einstökum ráðuneytum? Telur fræðimaðurinn frá Háskólanum á Bifröst það vera lýðræðisleg vinnubrögð að einn einstaklingur ákveði uppá eigin spýtur að sniðganga skyldur ráðherra samkvæmt stjórnarskrá, að sniðganga þjóðaröryggisstefnu sem Alþingi hefur fjallað um og samþykkt, og sniðganga þá skilmála sem voru settir fyrir aðild Íslands að NATO sáttmálanum? Hefur Íslenski fræðimaðurinn ekki lesið þessi skjöl? Er hann jafn fáfróður spyrjandanum í kappræðuþættinum sem tók að sér að kynna forsetaframboð fyrir þjóðinni en segist á sama tíma ekki hafa áhuga að kynna sér hugmyndafræði um forsetaembættið sem lýst er í bókinni Virkjum Bessastaði og sem heimsþekktir fræðimenn hafa mælt með. Hversvegna er lýðræðið fótum troðið hér á landi eins og Stöð2 gerði með því að útiloka forsetaframbjóðanda sem hefur haft málin sem fjallað var um á stefnuskrá sinni í 28 ár og gefið út heila bók með hugmyndafræði um embættið og hvernig forseti Íslands getur beitt sér á alþjóðavettvangi til að kynna friðarlausnir til að afstýra yfirvofandi árás á landið. Ég minnist þess þegar fræðimönnum var spilað út í aðdraganda forsetakosningum árið 1996 er ég talaði um að virkja málskotsréttinn sem stjórnvöld reyndu þá að segja að væri ekki hægt. Nú horfi ég uppá vandræðagang stjórnvalda að réttlæta brot á stjórnarskrá eftir að einstakir ráðherrar hafa farið fram úr valdheimildum sínum. Auðvitað á forseti Íslands við slíkar aðstæður að kalla menn til sín á Bessastaði og leggja til að leysa málið með heiðarlegu samtali á Alþingi í stað þess að gera ómerkinga úr fræðimönnum með rangtúlkunum sem síðar mun verða þeirra menntastofnunum til skammar. Höfundur er forsetaframbjóðandi og stofnandi Friðar 2000.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun