Bréf frá móður Berglind Fríða Viggósdóttir skrifar 17. maí 2024 09:00 Foreldrar ungmenna sem leiðst hafa út í vímuefnaneyslu og afbrot þekkja tilfinninguna þegar að barnið þeirra situr í fangelsi þá er það öruggt. Foreldrið andar léttar og hefur ekki áhyggjur af því að barnið þeirra taki stóran skammt af fíkniefnum eða lendi í vandræðum með öðrum hætti, skaðar hvorki sjálfa sig né aðra. Fangelsið er nefnilega öruggur staður þar sem að kerfið heldur utan um einstaklingana sem þar sitja og kemur í veg fyrir að þeir skaði sjálfa sig eða aðra. Í bæklingi Fangelsismálastofnunar um afplánun er fyrsta línan undir fyrirsögninni Meginmarkmið afplánunar – Föngum á að vera tryggð örugg og vel skipulögð afplánun… Eða hvað….? Nú á dögunum tók sonur minn líf sitt innan veggja fangelsisins. Eitthvað sem á ekki að vera hægt þar sem að jú, þar á hann að vera öruggur og undir eftirliti Fangelsismálastofnunar. Öruggur gagnvart sjálfum sér og öðrum. Forsagan er sú að Ingvi Hrafn átti lítið eftir af afplánun og hafði staðið sig vel á Litla Hrauni, hegðun hans til fyrirmyndar og uppfyllti hann þau skilyrði að fá að klára afplánun á Vernd. Hann fór á Vernd þann 29. janúar 2024 til að ljúka afplánun, kominn með vinnu og var staðráðinn í að snúa við blaðinu og snúa baki við fyrra líferni. Lífið blasti við honum. Svo kom skellurinn, í lok apríl er hann ásakaður um afbrot, athugið sérstaklega – ásakaður. Fangelsismálastofnun tekur ákvörðun um það hvort Ingvi Hrafn gæti ekki verið lengur í opnu úrræði og skyldi fara aftur inn í lokað fangelsi. Þarna er rannsókn á frumstigi og neitaði Ingvi Hrafn staðfastlega að hafa brotið af sér. En þar sem að hann er í afplánum þá skiptir það engu máli hvort hann er sekur og eða saklaus, hann var sviptur frelsinu og inn skyldi hann fara. Geðþóttarákvörðun hefur þarna allt um það að segja hvort hann fái að halda áfram að vera nokkuð frjáls maður í afplánun í opnu úrræði, í sinni vinnu og að leggja til samfélagsins. Þá hlýtur að skipta máli hvernig embættin ræða saman – lágu frammi einhver sönnunargögn sem studdu það að Ingvi skyldi sviptur frelsi, eða ekki. Lögregla handtók hann um 2 klst. eftir meint brot – á grundvelli þess að kæra hefði borist. Fleiri voru sönnunargögnin ekki. Hefði hinn almenni og gegni borgari verið í sömu stöðu, hefði hann gengið út af lögreglustöðinni á Hverfisgötu að lokinni skýrslutöku og beðið eftir niðurstöðum rannsóknarinnar heima hjá sér. Það er gífurlegt álag fyrir einstakling sem hefur verið vistaður í lokuðu fangelsi, hefur fengið smjörþefinn af frelsinu og að vera svo kippt inn aftur án þess að hafa brotið af sér. Hann reyndi að leita sér hjálpar. Við þetta mikla áfall fór að halla undan fæti andlega hjá Ingva Hrafni og óskaði hann eftir því að fá tíma hjá Geðheilsuteymi Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, sem fangar hafa aðgang að, þann 29. apríl. Teymið tekur erindið fyrir og skráir á viðtalslista þann 6. maí 2024. Ingvi Hrafn ítrekar beiðni um viðtal vegna mikillar vanlíðan þann 4. maí 2024, sú beiðni var hvorki skráð hjá teyminu né rædd, þar sem jú, þetta var laugardagur og guð forði okkur frá því að vera veik um helgar. Engin breyting var á hefðbundnu verklagi fangelsisins þrátt fyrir ítrekað ákall Ingva Hrafns eftir aðstoð. Að kvöldi 4. maí var klefanum hans lokað kl. 22:00 og ekki litið inn til hans aftur fyrr en kl. 08:02 að morgni 5. maí. Viðtalið fór aldrei fram þann 6. maí því þegar að fangaverðir opnuðu klefa hans að morgni 5. maí fannst Ingvi Hrafn látinn í klefa sínum á Litla Hrauni og hafði tekið sitt eigið líf. Dagurinn 5. maí var alltaf þungbær fyrir Ingva Hrafn, en bróðir hans lést á þessum degi fyrir 6 árum síðan. Nú er ég búin að missa annan son, son sem kerfið brást og hefði verið hægt að bjarga. Samkvæmt þeim gögnum sem ég hef undir höndum frá bæði Fangelsismálastofnun sem og Geðheilsuteyminu sem starfar í fangelsum landsins, var stuðningsnet fangavarða virkjað vegna þeirra starfsmanna sem komu að máli Ingva Hrafns innan Litla Hrauns. Ekkert slíkt net hefur verið virkjað, né er það til fyrir fanga. Þeir bera harm sinn áfram í hljóði eins og endranær. Því skora ég á þar til bær yfirvöld - dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra að ganga í að efla geðheilsuteymi í fangelsum landsins. Sýni föngum og aðstandendum þeirra þá lágmarks virðingu að ráða þangað inn fagfólk með viðeigandi sérmenntun og vinni framvegis saman að málefnum fanga. Afstaða – félag fanga á Íslandi, hefur í áratugi barist fyrir réttindum fanga í sjálfboðavinnu. Rétt væri að þau samtök kæmust á fjárlög strax við næstu fjárlagagerð – eða fyrr. Það má nefnilega ekki gleyma því að Afstaða er með geðhjúkrunarfræðing og félagsráðgjafa á sínum snærum, sem vart verður haldið áfram með, nema með aðkomu ríkisins. Breytinga er þörf. Ég hef misst son, og syni ef út í það er farið. Sumir hlutir verða ekki aftur teknir. Það er einlæg ósk mín að fráfall Ingva Hrafns hafi áhrif á breytingar til hins betra á geðheilbrigði fanga og tengdri þjónustu þeirra. Mín barátta er rétt að byrja. Höfundur er móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Foreldrar ungmenna sem leiðst hafa út í vímuefnaneyslu og afbrot þekkja tilfinninguna þegar að barnið þeirra situr í fangelsi þá er það öruggt. Foreldrið andar léttar og hefur ekki áhyggjur af því að barnið þeirra taki stóran skammt af fíkniefnum eða lendi í vandræðum með öðrum hætti, skaðar hvorki sjálfa sig né aðra. Fangelsið er nefnilega öruggur staður þar sem að kerfið heldur utan um einstaklingana sem þar sitja og kemur í veg fyrir að þeir skaði sjálfa sig eða aðra. Í bæklingi Fangelsismálastofnunar um afplánun er fyrsta línan undir fyrirsögninni Meginmarkmið afplánunar – Föngum á að vera tryggð örugg og vel skipulögð afplánun… Eða hvað….? Nú á dögunum tók sonur minn líf sitt innan veggja fangelsisins. Eitthvað sem á ekki að vera hægt þar sem að jú, þar á hann að vera öruggur og undir eftirliti Fangelsismálastofnunar. Öruggur gagnvart sjálfum sér og öðrum. Forsagan er sú að Ingvi Hrafn átti lítið eftir af afplánun og hafði staðið sig vel á Litla Hrauni, hegðun hans til fyrirmyndar og uppfyllti hann þau skilyrði að fá að klára afplánun á Vernd. Hann fór á Vernd þann 29. janúar 2024 til að ljúka afplánun, kominn með vinnu og var staðráðinn í að snúa við blaðinu og snúa baki við fyrra líferni. Lífið blasti við honum. Svo kom skellurinn, í lok apríl er hann ásakaður um afbrot, athugið sérstaklega – ásakaður. Fangelsismálastofnun tekur ákvörðun um það hvort Ingvi Hrafn gæti ekki verið lengur í opnu úrræði og skyldi fara aftur inn í lokað fangelsi. Þarna er rannsókn á frumstigi og neitaði Ingvi Hrafn staðfastlega að hafa brotið af sér. En þar sem að hann er í afplánum þá skiptir það engu máli hvort hann er sekur og eða saklaus, hann var sviptur frelsinu og inn skyldi hann fara. Geðþóttarákvörðun hefur þarna allt um það að segja hvort hann fái að halda áfram að vera nokkuð frjáls maður í afplánun í opnu úrræði, í sinni vinnu og að leggja til samfélagsins. Þá hlýtur að skipta máli hvernig embættin ræða saman – lágu frammi einhver sönnunargögn sem studdu það að Ingvi skyldi sviptur frelsi, eða ekki. Lögregla handtók hann um 2 klst. eftir meint brot – á grundvelli þess að kæra hefði borist. Fleiri voru sönnunargögnin ekki. Hefði hinn almenni og gegni borgari verið í sömu stöðu, hefði hann gengið út af lögreglustöðinni á Hverfisgötu að lokinni skýrslutöku og beðið eftir niðurstöðum rannsóknarinnar heima hjá sér. Það er gífurlegt álag fyrir einstakling sem hefur verið vistaður í lokuðu fangelsi, hefur fengið smjörþefinn af frelsinu og að vera svo kippt inn aftur án þess að hafa brotið af sér. Hann reyndi að leita sér hjálpar. Við þetta mikla áfall fór að halla undan fæti andlega hjá Ingva Hrafni og óskaði hann eftir því að fá tíma hjá Geðheilsuteymi Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, sem fangar hafa aðgang að, þann 29. apríl. Teymið tekur erindið fyrir og skráir á viðtalslista þann 6. maí 2024. Ingvi Hrafn ítrekar beiðni um viðtal vegna mikillar vanlíðan þann 4. maí 2024, sú beiðni var hvorki skráð hjá teyminu né rædd, þar sem jú, þetta var laugardagur og guð forði okkur frá því að vera veik um helgar. Engin breyting var á hefðbundnu verklagi fangelsisins þrátt fyrir ítrekað ákall Ingva Hrafns eftir aðstoð. Að kvöldi 4. maí var klefanum hans lokað kl. 22:00 og ekki litið inn til hans aftur fyrr en kl. 08:02 að morgni 5. maí. Viðtalið fór aldrei fram þann 6. maí því þegar að fangaverðir opnuðu klefa hans að morgni 5. maí fannst Ingvi Hrafn látinn í klefa sínum á Litla Hrauni og hafði tekið sitt eigið líf. Dagurinn 5. maí var alltaf þungbær fyrir Ingva Hrafn, en bróðir hans lést á þessum degi fyrir 6 árum síðan. Nú er ég búin að missa annan son, son sem kerfið brást og hefði verið hægt að bjarga. Samkvæmt þeim gögnum sem ég hef undir höndum frá bæði Fangelsismálastofnun sem og Geðheilsuteyminu sem starfar í fangelsum landsins, var stuðningsnet fangavarða virkjað vegna þeirra starfsmanna sem komu að máli Ingva Hrafns innan Litla Hrauns. Ekkert slíkt net hefur verið virkjað, né er það til fyrir fanga. Þeir bera harm sinn áfram í hljóði eins og endranær. Því skora ég á þar til bær yfirvöld - dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra að ganga í að efla geðheilsuteymi í fangelsum landsins. Sýni föngum og aðstandendum þeirra þá lágmarks virðingu að ráða þangað inn fagfólk með viðeigandi sérmenntun og vinni framvegis saman að málefnum fanga. Afstaða – félag fanga á Íslandi, hefur í áratugi barist fyrir réttindum fanga í sjálfboðavinnu. Rétt væri að þau samtök kæmust á fjárlög strax við næstu fjárlagagerð – eða fyrr. Það má nefnilega ekki gleyma því að Afstaða er með geðhjúkrunarfræðing og félagsráðgjafa á sínum snærum, sem vart verður haldið áfram með, nema með aðkomu ríkisins. Breytinga er þörf. Ég hef misst son, og syni ef út í það er farið. Sumir hlutir verða ekki aftur teknir. Það er einlæg ósk mín að fráfall Ingva Hrafns hafi áhrif á breytingar til hins betra á geðheilbrigði fanga og tengdri þjónustu þeirra. Mín barátta er rétt að byrja. Höfundur er móðir.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun