Handbolti

Jafnt í Ís­lendinga­slag í undan­úr­slitum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ágúst Elí Björgvinsson átti fínan leik í kvöld.
Ágúst Elí Björgvinsson átti fínan leik í kvöld. Ribe-Esbjerg

Íslendingaliðin Fredericia og Ribe-Esbjerg gerðu jafntefli, 27-27, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum dönsku efstu deildar karla í handbolta.

Þar sem leikur kvöldsins endaði með jafntefli þá mun liðið sem sigrar þegar þau mætast næst fara í úrslit. Endi sá leikur einnig með jafntefli þá munu þau mætast í þriðja sinn.

Ágúst Elí Björgvinsson varði níu skot í marki Ribe-Esbjerg í kvöld. Þá skoraði Elvar Ásgeirsson eitt mark.

Guðmundur Þórður Guðmundsson er sem fyrr þjálfari Fredericia og Einar Þorsteinn Ólafsson skilaði sínu varnarlega en komst ekki á blað sóknarlega.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×