Hafa aðeins meiri trú á Keflavík en Njarðvík í úrslitaeinvíginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2024 14:01 Daniela Wallen og félagar í Keflavík hafa unnið alla fimm innbyrðis leiki liðanna í vetur. Vísir/Diego Keflavík og Njarðvík hefja í kvöld úrslitaeinvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild kvenna í körfubolta. Fyrsti leikurinn verður í Blue-höllinni í Keflavík. Keflavík kláraði einvígi sitt á móti Stjörnunni í oddaleik á mánudagskvöldið en Njarðvíkurkonur hafa beðið í tíu daga eftir leik kvöldsins. Keflavík hefur ekki orðið Íslandsmeistari í sjö ár en Njarðvík getur unnið annan Íslandsmeistaratitil sinn á síðustu þremur árum. Þetta verður í annað skiptið sem Reykjanesbæjarliðin spila til úrslita um titilinn en það gerðist líka árið 2011 þegar Keflavík vann 3-0. Þjálfari Keflavíkur í dag, Sverrir Þór Sverrisson, þjálfaði þá Njarðvíkurliðið. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.30. Vísir fékk sérfræðingana í Subway Körfuboltakvöldi kvenna til að spá fyrir um það hvernig úrslitaeinvígið fer í ár. Keflavík er deildarmeistari og vann alla fimm leiki liðanna í vetur, fjóra í deild og einn í bikar. Sérfræðingarnir búast aftur á móti við mjög jöfnu einvígi en þær hafa aðeins meiri trú á Keflavíkurkonum í úrslitaeinvíginu. Njarðvíkurliðið leit vel út í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík þar sem liðið vann alla þrjá leikina. Keflavíkurkonur lentu aftur á móti óvænt í miklu basli með ungt lið Stjörnunnar og þurftu endurkomu í oddaleik til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Þrír af fimm sérfræðingum spá Keflavík sigri en þær sem spá Keflavík sigri telja að einvígið fari alla leið í oddaleik. Þær tvær sem spá Njarðvík sigri sjá þær fyrir sér vinna einvígið 3-1. Fjórar af fimm spá Keflavíkurliðinu aftur á móti sigri í fyrsta leiknum í kvöld. Fari svo að Njarðvík vinni einvígið þá verður það í fyrsta sinn sem Njarðvíkurkonur vinna einvígi á móti nágrönnum sínum í Keflavík. Keflavík hefur unnið öll þrjú einvígin til þessa og alls 8 af 9 leikjum liðanna í úrslitakeppni. Hvernig spá sérfræðingarnir: - Hver verður Íslandsmeistari? Berglind Gunnarsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Hallveig Jónsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Bryndís Guðmundsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Ólöf Helga Pálsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Ingibjörg Jakobsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík - Hver vinnur fyrsta leikinn í kvöld? Berglind Gunnarsdóttir: Keflavík Hallveig Jónsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn Bryndís Guðmundsdóttir: Keflavík með sex Ólöf Helga Pálsdóttir: Njarðvík vinnur fyrstu tvo Ingibjörg Jakobsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti KR - Ármann | Bæði þurfa sigur Körfubolti Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Hilmar Smári kvaddur í Litáen Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Sjá meira
Fyrsti leikurinn verður í Blue-höllinni í Keflavík. Keflavík kláraði einvígi sitt á móti Stjörnunni í oddaleik á mánudagskvöldið en Njarðvíkurkonur hafa beðið í tíu daga eftir leik kvöldsins. Keflavík hefur ekki orðið Íslandsmeistari í sjö ár en Njarðvík getur unnið annan Íslandsmeistaratitil sinn á síðustu þremur árum. Þetta verður í annað skiptið sem Reykjanesbæjarliðin spila til úrslita um titilinn en það gerðist líka árið 2011 þegar Keflavík vann 3-0. Þjálfari Keflavíkur í dag, Sverrir Þór Sverrisson, þjálfaði þá Njarðvíkurliðið. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.30. Vísir fékk sérfræðingana í Subway Körfuboltakvöldi kvenna til að spá fyrir um það hvernig úrslitaeinvígið fer í ár. Keflavík er deildarmeistari og vann alla fimm leiki liðanna í vetur, fjóra í deild og einn í bikar. Sérfræðingarnir búast aftur á móti við mjög jöfnu einvígi en þær hafa aðeins meiri trú á Keflavíkurkonum í úrslitaeinvíginu. Njarðvíkurliðið leit vel út í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Grindavík þar sem liðið vann alla þrjá leikina. Keflavíkurkonur lentu aftur á móti óvænt í miklu basli með ungt lið Stjörnunnar og þurftu endurkomu í oddaleik til að tryggja sér sæti í úrslitunum. Þrír af fimm sérfræðingum spá Keflavík sigri en þær sem spá Keflavík sigri telja að einvígið fari alla leið í oddaleik. Þær tvær sem spá Njarðvík sigri sjá þær fyrir sér vinna einvígið 3-1. Fjórar af fimm spá Keflavíkurliðinu aftur á móti sigri í fyrsta leiknum í kvöld. Fari svo að Njarðvík vinni einvígið þá verður það í fyrsta sinn sem Njarðvíkurkonur vinna einvígi á móti nágrönnum sínum í Keflavík. Keflavík hefur unnið öll þrjú einvígin til þessa og alls 8 af 9 leikjum liðanna í úrslitakeppni. Hvernig spá sérfræðingarnir: - Hver verður Íslandsmeistari? Berglind Gunnarsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Hallveig Jónsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Bryndís Guðmundsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Ólöf Helga Pálsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Ingibjörg Jakobsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík - Hver vinnur fyrsta leikinn í kvöld? Berglind Gunnarsdóttir: Keflavík Hallveig Jónsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn Bryndís Guðmundsdóttir: Keflavík með sex Ólöf Helga Pálsdóttir: Njarðvík vinnur fyrstu tvo Ingibjörg Jakobsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn
Hvernig spá sérfræðingarnir: - Hver verður Íslandsmeistari? Berglind Gunnarsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Hallveig Jónsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Bryndís Guðmundsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík Ólöf Helga Pálsdóttir: 3-1 fyrir Njarðvík Ingibjörg Jakobsdóttir: 3-2 fyrir Keflavík - Hver vinnur fyrsta leikinn í kvöld? Berglind Gunnarsdóttir: Keflavík Hallveig Jónsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn Bryndís Guðmundsdóttir: Keflavík með sex Ólöf Helga Pálsdóttir: Njarðvík vinnur fyrstu tvo Ingibjörg Jakobsdóttir: Keflavík tekur fyrsta leikinn
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti KR - Ármann | Bæði þurfa sigur Körfubolti Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Hilmar Smári kvaddur í Litáen Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Sjá meira