Lífið

Matti og tengdó selja 220 milljóna króna ein­býlis­hús

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið skiptist í tvær fullbúnar íbúðir.
Húsið skiptist í tvær fullbúnar íbúðir.

Matthías Tryggvi Haraldsson, tónlistarmaður og leikari, hefur sett 328 fermetra einbýlishús við Furugerði 8 í Reykjavík á sölu. Um er að ræða hús á tveimur hæðum, sem skiptist í tvær íbúðir. Ásett verð er 220 milljónir. Matthías Tryggvi á húsið ásamt Ásdísi Olsen tengdamóður sinni og Bergþóru Sigurðardóttur, móðursystur Ásdísar.

Aðalhæð hússins skiptist í eldhús, stofu og borðstofu í samliggjandi rými, fjögur svefnherbergi og þvottahús. Úr stofu er útgengt á stórar svalir með útsýni til sjávar.

Í eldhúsi er nýleg svört innrétting og eyja með góðu vinnuplássi. Heimilið er notalega innréttað þar sem hlýlegir litatónar eru í forgrunni.

Neðri hæðin skiptist í eldhús, opið alrými sem samanstendur af stofu og borðstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymslu.

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun

Listahjón

Matthías er hvað þekktastur fyrir að vera söngvari hljómsveitarinnar Hatara. Hann er kvæntur Brynhildi Karlsdóttur, söngkonu hljómsveitarinnar Kvikindi, sem hlaut verðlaun fyrir plötu ársins á Hlustendaverðlaununum í fyrra.

Hjónin giftu sig við fallega athöfn í Borgarfirði síðastliðið sumar þar sem faðir Brynhildar, Karl Ágúst Úlfsson, gaf þau saman. Matti og Brynhildur trúlofuðu sig í Skylagoon haustið 2021 og eiga saman eina dóttur.


Tengdar fréttir

Syngja um sam­farir á eld­hús­borðinu

Lista- og poppteymið Kvikindi var að senda frá sér glænýtt lag sem ber þann ögrandi titil Ríða mér. Kvikindi hreppti nýverið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins og kemur fram á tónlistarhátíðinni Airwaves í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×