Vitni gefur ekki upp nafn vegna ótta við hefndaraðgerðir Jón Þór Stefánsson skrifar 14. maí 2024 11:23 Enok hefur verið í sviðsljósinu undanfarið vegna þess að hann er kærasti og barnsfaðir Birgittu Lífar Björnsdóttur áhrifavalds. Maður, sem hefur stöðu brotaþola í sakamáli, þarf ekki að gefa upp nafn annars manns fyrir dómi. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Maðurinn sem fær að halda nafni sínu leyndu sendi brotaþolanum myndefni sem er á meðal sönnunargagna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um er að ræða sakamál sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu höfðar á hendur Enoki Vatnari Jónssyni, sjó- og athafnamanni, og öðrum manni fyrir tvær grófar líkamsárásir. Í úrskurðum dómstólanna segir að myndefnið sýni brotaþolann með áverka. Það var ekki ákæruvaldið sem lagði myndefnið fram heldur var það sjálfur brotaþolinn til stuðnings bótakröfu hans í málinu. Þess var krafist af hálfu Enoks að brotaþolinn myndi gefa upp nafnið. Hann vildi meina að mikilvægt væri að það kæmi fram svo hann gæti tekið til varna, og jafnvel krafist þess að maðurinn yrði leiddur fyrir dóminn til skýrslugjafar. Ákæruvaldið sagði svo ekki vera. Dómarinn gæti lagt mat á sönnunargagnið, sem og önnur sönnunargögn, án þess að nafnið kæmi fram. Þar að auki var því haldið fram að manninum, sem nýtur nafnleyndar, gæti stafað hætta af öðrum þeim sem ákærður er í málinu verði upplýst um nafnið. Brotaþolinn neitaði að gefa upp nafnið en upplýsti dómara um það í trúnaði. Hann sagði dómaranum í héraðsdómi að hann hefði lofað manninum að upplýsa ekki um nafn hans. Þá sagðist hann hafa miklar áhyggjur af því að manninum gæti stafað hætta af öðrum sakborninganna vegna mögulegra hefndaraðgerða. Héraðsdómaranum þótti rétt að virða skýringar brotaþola og sagði því ekki þörf á að nafnið yrði opinberað. Hann gæti lagt mat á myndefnið út frá fyrirliggjandi gögnum málsins. Hins vegar myndi ákæruvaldið þurfa að bera hallan af því við endanlegt sönnunarmat hvað varðar áreiðanleika sönnunargagnsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Maðurinn sem fær að halda nafni sínu leyndu sendi brotaþolanum myndefni sem er á meðal sönnunargagna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um er að ræða sakamál sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu höfðar á hendur Enoki Vatnari Jónssyni, sjó- og athafnamanni, og öðrum manni fyrir tvær grófar líkamsárásir. Í úrskurðum dómstólanna segir að myndefnið sýni brotaþolann með áverka. Það var ekki ákæruvaldið sem lagði myndefnið fram heldur var það sjálfur brotaþolinn til stuðnings bótakröfu hans í málinu. Þess var krafist af hálfu Enoks að brotaþolinn myndi gefa upp nafnið. Hann vildi meina að mikilvægt væri að það kæmi fram svo hann gæti tekið til varna, og jafnvel krafist þess að maðurinn yrði leiddur fyrir dóminn til skýrslugjafar. Ákæruvaldið sagði svo ekki vera. Dómarinn gæti lagt mat á sönnunargagnið, sem og önnur sönnunargögn, án þess að nafnið kæmi fram. Þar að auki var því haldið fram að manninum, sem nýtur nafnleyndar, gæti stafað hætta af öðrum þeim sem ákærður er í málinu verði upplýst um nafnið. Brotaþolinn neitaði að gefa upp nafnið en upplýsti dómara um það í trúnaði. Hann sagði dómaranum í héraðsdómi að hann hefði lofað manninum að upplýsa ekki um nafn hans. Þá sagðist hann hafa miklar áhyggjur af því að manninum gæti stafað hætta af öðrum sakborninganna vegna mögulegra hefndaraðgerða. Héraðsdómaranum þótti rétt að virða skýringar brotaþola og sagði því ekki þörf á að nafnið yrði opinberað. Hann gæti lagt mat á myndefnið út frá fyrirliggjandi gögnum málsins. Hins vegar myndi ákæruvaldið þurfa að bera hallan af því við endanlegt sönnunarmat hvað varðar áreiðanleika sönnunargagnsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?