Vitni gefur ekki upp nafn vegna ótta við hefndaraðgerðir Jón Þór Stefánsson skrifar 14. maí 2024 11:23 Enok hefur verið í sviðsljósinu undanfarið vegna þess að hann er kærasti og barnsfaðir Birgittu Lífar Björnsdóttur áhrifavalds. Maður, sem hefur stöðu brotaþola í sakamáli, þarf ekki að gefa upp nafn annars manns fyrir dómi. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Maðurinn sem fær að halda nafni sínu leyndu sendi brotaþolanum myndefni sem er á meðal sönnunargagna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um er að ræða sakamál sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu höfðar á hendur Enoki Vatnari Jónssyni, sjó- og athafnamanni, og öðrum manni fyrir tvær grófar líkamsárásir. Í úrskurðum dómstólanna segir að myndefnið sýni brotaþolann með áverka. Það var ekki ákæruvaldið sem lagði myndefnið fram heldur var það sjálfur brotaþolinn til stuðnings bótakröfu hans í málinu. Þess var krafist af hálfu Enoks að brotaþolinn myndi gefa upp nafnið. Hann vildi meina að mikilvægt væri að það kæmi fram svo hann gæti tekið til varna, og jafnvel krafist þess að maðurinn yrði leiddur fyrir dóminn til skýrslugjafar. Ákæruvaldið sagði svo ekki vera. Dómarinn gæti lagt mat á sönnunargagnið, sem og önnur sönnunargögn, án þess að nafnið kæmi fram. Þar að auki var því haldið fram að manninum, sem nýtur nafnleyndar, gæti stafað hætta af öðrum þeim sem ákærður er í málinu verði upplýst um nafnið. Brotaþolinn neitaði að gefa upp nafnið en upplýsti dómara um það í trúnaði. Hann sagði dómaranum í héraðsdómi að hann hefði lofað manninum að upplýsa ekki um nafn hans. Þá sagðist hann hafa miklar áhyggjur af því að manninum gæti stafað hætta af öðrum sakborninganna vegna mögulegra hefndaraðgerða. Héraðsdómaranum þótti rétt að virða skýringar brotaþola og sagði því ekki þörf á að nafnið yrði opinberað. Hann gæti lagt mat á myndefnið út frá fyrirliggjandi gögnum málsins. Hins vegar myndi ákæruvaldið þurfa að bera hallan af því við endanlegt sönnunarmat hvað varðar áreiðanleika sönnunargagnsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Maðurinn sem fær að halda nafni sínu leyndu sendi brotaþolanum myndefni sem er á meðal sönnunargagna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um er að ræða sakamál sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu höfðar á hendur Enoki Vatnari Jónssyni, sjó- og athafnamanni, og öðrum manni fyrir tvær grófar líkamsárásir. Í úrskurðum dómstólanna segir að myndefnið sýni brotaþolann með áverka. Það var ekki ákæruvaldið sem lagði myndefnið fram heldur var það sjálfur brotaþolinn til stuðnings bótakröfu hans í málinu. Þess var krafist af hálfu Enoks að brotaþolinn myndi gefa upp nafnið. Hann vildi meina að mikilvægt væri að það kæmi fram svo hann gæti tekið til varna, og jafnvel krafist þess að maðurinn yrði leiddur fyrir dóminn til skýrslugjafar. Ákæruvaldið sagði svo ekki vera. Dómarinn gæti lagt mat á sönnunargagnið, sem og önnur sönnunargögn, án þess að nafnið kæmi fram. Þar að auki var því haldið fram að manninum, sem nýtur nafnleyndar, gæti stafað hætta af öðrum þeim sem ákærður er í málinu verði upplýst um nafnið. Brotaþolinn neitaði að gefa upp nafnið en upplýsti dómara um það í trúnaði. Hann sagði dómaranum í héraðsdómi að hann hefði lofað manninum að upplýsa ekki um nafn hans. Þá sagðist hann hafa miklar áhyggjur af því að manninum gæti stafað hætta af öðrum sakborninganna vegna mögulegra hefndaraðgerða. Héraðsdómaranum þótti rétt að virða skýringar brotaþola og sagði því ekki þörf á að nafnið yrði opinberað. Hann gæti lagt mat á myndefnið út frá fyrirliggjandi gögnum málsins. Hins vegar myndi ákæruvaldið þurfa að bera hallan af því við endanlegt sönnunarmat hvað varðar áreiðanleika sönnunargagnsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira