Sterk, rökföst og réttsýn rödd Jakob S. Jónsson og skrifa 13. maí 2024 19:31 Í fyrsta skipti á æfinni stend ég sem kjósandi frammi fyrir valkvíða í þeim skilningi, að í framboði eru tólf auðsjáanlega mætir einstaklingar, sem allir myndu sóma sér ágætlega í embætti forseta. Vissulega yrðu þessir frambjóðendur mjög mismunandi forsetar, en enginn þeirra hefur komið þannig fyrir að ég gæti ekki með nokkru móti hugsað mér viðkomandi í húsbónda- eða húsfreyjuhlutverki á Bessastöðum. Ég þarf ekki að telja upp kosti – þeir eru öllum augljósir, sem vilja sjá. Þó hafa örlögin hagað því svo til að ég hef unnið með einum þessara frambjóðenda í ærið vandasömu starfi – í stjórn flokksráði pólítískra samtaka, þar sem reyndi á lipurð, sanngirni og þá list sem margir segja að við Íslendingar kunnum einna síst, sem er að hlusta og láta sjá svo ekki verði um villst að mótrök hafi raunveruleg áhrif á umræðuna og niðurstöðu hennar. Ég hef séð Katrínu Jakobsdóttur sem leiðtoga í stjórnarandstöðu og standa sig vel sem slíkur. Ég hef líka séð og heyrt Katrínu Jakobsdóttur skipta um skoðun, segja að nú sé kominn tími til að láta á reyna að hafa áhrif í samsteypustjórn – jafnvel þótt um samstarf yrði að ræða með gerólíkum stjórnmálaflokkum. Og vissulega hefur á samstarfið reynt á undanförnum sjö árum. Allt hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig og það þarf að hafa mikið við til að annars vegar viðurkenna hið fjölskipaða stjórnvald okkar Íslendinga og hins vegar að horfa á bak mikilvægum baráttumálum í óseðjandi hít samstarfsflokkanna. En – ýmislegt hefur áunnist. Öðru hefur verið forðað frá ósigri; þannig er eðli samstarfs sem byggir á málamiðlunum og er sérstök list útaf fyrir sig, sem fáir kunna betur en Katrín Jakobsdóttir. Enda hefur það fært henni virðingu meðal þjóðarleiðtoga, sem á eftir að færa henni ómælda forgjöf í embætti forseta, fari svo að hún beri sigur af hólmi í þeirri kosningu sem framundan er. Þar mun hún vekja athygli sem sá þjóðhöfðingi sem hlustar – og sem slíkur verður hún einnig sá þjóðhöfðingi sem hlustað er á. Hún yrði sterk, rökföst og réttsýn rödd Íslands á alþjóðavettvangi sem og heimafyrir. Höfundur er leiðsögumaður og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Sjá meira
Í fyrsta skipti á æfinni stend ég sem kjósandi frammi fyrir valkvíða í þeim skilningi, að í framboði eru tólf auðsjáanlega mætir einstaklingar, sem allir myndu sóma sér ágætlega í embætti forseta. Vissulega yrðu þessir frambjóðendur mjög mismunandi forsetar, en enginn þeirra hefur komið þannig fyrir að ég gæti ekki með nokkru móti hugsað mér viðkomandi í húsbónda- eða húsfreyjuhlutverki á Bessastöðum. Ég þarf ekki að telja upp kosti – þeir eru öllum augljósir, sem vilja sjá. Þó hafa örlögin hagað því svo til að ég hef unnið með einum þessara frambjóðenda í ærið vandasömu starfi – í stjórn flokksráði pólítískra samtaka, þar sem reyndi á lipurð, sanngirni og þá list sem margir segja að við Íslendingar kunnum einna síst, sem er að hlusta og láta sjá svo ekki verði um villst að mótrök hafi raunveruleg áhrif á umræðuna og niðurstöðu hennar. Ég hef séð Katrínu Jakobsdóttur sem leiðtoga í stjórnarandstöðu og standa sig vel sem slíkur. Ég hef líka séð og heyrt Katrínu Jakobsdóttur skipta um skoðun, segja að nú sé kominn tími til að láta á reyna að hafa áhrif í samsteypustjórn – jafnvel þótt um samstarf yrði að ræða með gerólíkum stjórnmálaflokkum. Og vissulega hefur á samstarfið reynt á undanförnum sjö árum. Allt hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig og það þarf að hafa mikið við til að annars vegar viðurkenna hið fjölskipaða stjórnvald okkar Íslendinga og hins vegar að horfa á bak mikilvægum baráttumálum í óseðjandi hít samstarfsflokkanna. En – ýmislegt hefur áunnist. Öðru hefur verið forðað frá ósigri; þannig er eðli samstarfs sem byggir á málamiðlunum og er sérstök list útaf fyrir sig, sem fáir kunna betur en Katrín Jakobsdóttir. Enda hefur það fært henni virðingu meðal þjóðarleiðtoga, sem á eftir að færa henni ómælda forgjöf í embætti forseta, fari svo að hún beri sigur af hólmi í þeirri kosningu sem framundan er. Þar mun hún vekja athygli sem sá þjóðhöfðingi sem hlustar – og sem slíkur verður hún einnig sá þjóðhöfðingi sem hlustað er á. Hún yrði sterk, rökföst og réttsýn rödd Íslands á alþjóðavettvangi sem og heimafyrir. Höfundur er leiðsögumaður og leikstjóri.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun