Fá allir sama orlof? Sigríður Auðunsdóttir skrifar 10. maí 2024 11:31 Frjósemisvandi er eitthvað sem 1 af hverjum 6 pörum glímir við og fer sú tala hækkandi. Fyrir aðra er erfitt að setja sig í stöðu þeirra sem standa í þessum bardaga. Þessi vandi reynir mikið á andlega fyrir fólk en ferlið felur í sér óvissu, streitu og kvíða svo eitthvað sé nefnt. Það er erfitt að fá síendurtekið neikvætt próf, sprauta sig með alls konar hormónum, fara endurtekið í uppsetningu á fósturvísum sem ekki halda sér eða þú missir fóstrið eftir einhverjar vikur jafnvel. Hér á landi er staðan sú að einungis er eitt starfandi fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem ekki nær að leysa vanda þeirra sem glíma við flókinn frjósemisvanda. Fólki í þeirri stöðu leitar því út fyrir landsteinana þar sem það vonast til að fá lausn sinna mála. Þetta hefur í för sér með dágóða fjarveru úr vinnu en fjarvera vegna glasameðferðar getur tekið allt upp í 2 vikur. Fyrir þá einstaklinga sem eru í þeirri stöðu að þurfa að taka þessa daga af sumarleyfinu sínu skerðir þetta heilmikið rétt þeirra til orlofs sem fólk sem ekki eru í þessum vanda fær. Veit ég um dæmi þess að einstaklingur hafi þurft að taka 25 daga af orlofinu sínu á 2 ára tímabili til að geta farið í þá vegferð sem fylgir því að reyna að eignast barn. Því eins og kom fram hér fyrr í greininni þarf oft á tíðum meira en eina og fleiri en tvær meðferðir til að ósk fólk um að verða foreldrar verði að veruleika. Það má því spyrja sig, var þetta orlof fyrir manneskjuna? Nei alls ekki því eins og fólk segir sem hefur þurft að ganga í gegnum þetta þá getur vegferðin að barneign orðið kvíðvænleg og tekur gífurlega á andlega. Svo við setjum þetta í betra samhengi, fyrir fólk sem á 30 daga orlof eru 25 dagar á tveimur árum skerðing um u.þ.b. ⅓ af orlofi manneskjunar á hvoru ári og meira fyrir þá sem eiga lágmarks orlof 24 daga á ári. Annað dæmi sem ég veit um er manneskja sem notaði meira en helminginn af orlofi sínu til að fara í meðferðir. Einnig eru dæmi þess að margir þurfi að senda makann einan því þeir geta hvorki tekið meira orlof eða frí frá vinnu eða hreinlega hafa ekki efni á því. Ég skora því á öll stéttarfélög að setja klausuna um 15 daga fjarveru frá vinnu vegna tæknifrjóvgunar í kjarasamninga sína til allir eigi sama rétt á orlofi. Höfundur er stjórnarmaður í Tilveru, samtaka um ófrjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Kjaramál Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Frjósemisvandi er eitthvað sem 1 af hverjum 6 pörum glímir við og fer sú tala hækkandi. Fyrir aðra er erfitt að setja sig í stöðu þeirra sem standa í þessum bardaga. Þessi vandi reynir mikið á andlega fyrir fólk en ferlið felur í sér óvissu, streitu og kvíða svo eitthvað sé nefnt. Það er erfitt að fá síendurtekið neikvætt próf, sprauta sig með alls konar hormónum, fara endurtekið í uppsetningu á fósturvísum sem ekki halda sér eða þú missir fóstrið eftir einhverjar vikur jafnvel. Hér á landi er staðan sú að einungis er eitt starfandi fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem ekki nær að leysa vanda þeirra sem glíma við flókinn frjósemisvanda. Fólki í þeirri stöðu leitar því út fyrir landsteinana þar sem það vonast til að fá lausn sinna mála. Þetta hefur í för sér með dágóða fjarveru úr vinnu en fjarvera vegna glasameðferðar getur tekið allt upp í 2 vikur. Fyrir þá einstaklinga sem eru í þeirri stöðu að þurfa að taka þessa daga af sumarleyfinu sínu skerðir þetta heilmikið rétt þeirra til orlofs sem fólk sem ekki eru í þessum vanda fær. Veit ég um dæmi þess að einstaklingur hafi þurft að taka 25 daga af orlofinu sínu á 2 ára tímabili til að geta farið í þá vegferð sem fylgir því að reyna að eignast barn. Því eins og kom fram hér fyrr í greininni þarf oft á tíðum meira en eina og fleiri en tvær meðferðir til að ósk fólk um að verða foreldrar verði að veruleika. Það má því spyrja sig, var þetta orlof fyrir manneskjuna? Nei alls ekki því eins og fólk segir sem hefur þurft að ganga í gegnum þetta þá getur vegferðin að barneign orðið kvíðvænleg og tekur gífurlega á andlega. Svo við setjum þetta í betra samhengi, fyrir fólk sem á 30 daga orlof eru 25 dagar á tveimur árum skerðing um u.þ.b. ⅓ af orlofi manneskjunar á hvoru ári og meira fyrir þá sem eiga lágmarks orlof 24 daga á ári. Annað dæmi sem ég veit um er manneskja sem notaði meira en helminginn af orlofi sínu til að fara í meðferðir. Einnig eru dæmi þess að margir þurfi að senda makann einan því þeir geta hvorki tekið meira orlof eða frí frá vinnu eða hreinlega hafa ekki efni á því. Ég skora því á öll stéttarfélög að setja klausuna um 15 daga fjarveru frá vinnu vegna tæknifrjóvgunar í kjarasamninga sína til allir eigi sama rétt á orlofi. Höfundur er stjórnarmaður í Tilveru, samtaka um ófrjósemi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar